Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Síða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Síða 21
Við öpum margt eftir Kananum. Til dæmis er hugmyndin um hinn fædda tapara (eða „lúserinn“) ættuð að vestan. Reynt er að klína á börn þegar í uppvextinum að þau séu ekki fædd til annars en að vera fótaþurrkur snilling- anna sem bera gæða-genin utan á sér strax í vöggu. Ég hef veitt því athygli í vetur að íslenskir íþróttamenn temja sér æ oftar að tala um sigurvegara – þessi eða hinn er sigurvegari, er þá sagt. Sjálfsagt er þá „lúserinn“ kominn á kreik líka, þótt fari lægra. Af þessu tilefni – og til nokkurs lærdóms – skulum við líta á nokkra ein- staklinga sem dæmdir voru misheppn- aðir af samferðarmönnum sínum, voru með öðrum orðum „lúserar“. Albert Einstein (1879-1955) „Það mun aldrei verða mikið úr þér, væni minn.“ Skólastjóri barnaskólans, þar sem Al- bert Einstein sótti barnafræðslu, við þennan „treggáfaða“ nemanda sem þá var tíu ára gamall. Franz Liszt (1811-1886) „Hann skrifar ljótustu músík okkar tíma.“ Gagnrýnandi um Franz Liszt 1843. Paul Cézanne (1839-1906) „Hvað viðkemur Cezanne, þá mun nafn hans um ókomna framtíð tengt stærsta listamannsbrandara síðustu fimmtán ára.“ Gagnrýnandinn Camille Mauclair um Paul Cézanne. Johannes Brahms (1833-1897) „Ég fór yfir tónlist þessa hrapps sem kallar sig Brahms. Þvílík hæfileikalaus mannherfa. Það angrar mig að þessum sjálfbirgingslega meðal-jóni skuli vera hampað sem snillingi. Hvers vegna?“ Tchaikovsky í dagbók sinni 9. október 1886. Stanley Matthew (1915- „Stanley Matthew vantar rétta keppnis- skapið til að standa í erfiðri keppni. Hann mun aldrei eiga fast leikmannasæti meðal bestu liðanna.“ Ónefndur íþróttafréttamaður þegar Matthew, sem átti eftir að verða fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, þreytti frumraun sína í ensku deildarkeppninni, þá 17 ára gamall. Bítlarnir „Okkur líkar ekki tónninn hjá þeim. Gítarsamleikur er að falla úr tísku.“ Með þessum orðum hafnaði Decca hljómplötufyrirtækið Bítlunum árið 1962. Og voru ekki einir um það því að Pye, Columbia og HMV gerðu slíkt hið sama. Sjómannablaðið Víkingur – 21 „LÚSERINN!” Camille Pissarro málaði þessa mynd af Cezanne árið 1874. Vonlaus málari, fullyrtu gagnrýnendur en sjálfur sagði listamaðurinn: „Ekki gerast list- gagnrýnandi. Málaðu. Þar liggur sálarheill okkar allra.“ Eru þá Bítlarnir kannski „lúserar“ 20. aldar, eða hvað? Vonlaus keppnismaður? Ekki meiri en svo að 1964 var Stanley Matthews aðlaður, fyrstur enskra knatt- spyrnumanna. Snemma á þessu ári seldust knattspyrnuskór Matthews, sem hann notaði í bikarúrslita- keppninni 1953, fyrir nær 40 þúsund pund eða tæpar 8 milljónir íslenskra króna.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.