Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Page 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Page 22
Í 1. tbl. Víkings 2010 er ágæt grein eft- ir Jónas Haraldsson lögmann og fyrr- verandi starfsmann LÍÚ. Greinin er skemmtileg afl estrar og bregður upp nokkuð annarri mynd af Jónasi en þeirri sem hann oftast bregður fyrir sig í samskiptum við aðra. Jónas gerir m.a. að umfjöllunarefni undanþágu til vél- stjórnarstarfa á Breiðfi rðingi RE og hvernig hann notaði ætlaða starfs- reynslu sína á því sviði í undanþágu- nefnd til þess að rökstyðja þá útbreiddu skoðun og allt að því átrúnað LÍÚ að þeir sem sinna vélstjórn til sjós almennt sinni í fl estum tilvikum gagnslitlum störfum, störfum sem löggjafi nn hafði að undirlagi Vélstjórafélags Íslands og/eða Vélskóla Íslands neytt upp á íslenska útvegsmenn í óþökk þeirra enda störfi n í fl estum tilfellum gagns- lítil eins og áður hefur komið fram. Til þess að rökstyðja þessa hugmynda- fræði LÍÚ fór Jónas gjarnan með frá- sögnina af því þegar hann var vélstjóri á Breiðfirðingi um árið. Þessari ágætu frásögn af frama Jónasar fylgdi gjarnan í formi aukasetningar sagðri af hreinni til- viljun og alls ekki til þess ætluð að leggja mat á starfið eða það að hann hafi nú aldrei í sinni vélstjóratíð um borð í Breiðfirðingi farið ofaní vélarúm bátsins slíkt væri nú tilgangsleysi þessa starfs. Í nefndri grein Jónasar er komin fram haldbær skýring hér á eða sú að skip- stjórinn, sem trúlega hefur einnig verið eigandinn, sá um að sinna vélarúminu. Aftur á móti man ég vel hvernig ég svaraði þessum málatilbúnaði Jónasar eða á þann veg að það hafi ekki nokkur maður um borð þorað að senda hann til starfa í vélarúminu þar sem hans glappa- skot á þeim vinnustað hefðu getað sett líf og limi áhafnarinnar í bráða hættu. Ég man að þessi söguskýring mín kom Jónasi nokkuð í opna skjöldu enda hætti hann gjarnan í framhaldinu að hafa á lofti langt mál um eigin ágæti á þessu sviði. Til frekari staðfestingar á starfsreynslu sinni við vélstjórn gaf hann mér nefnda undanþáguheimild sem ég lét ramma inn og hengdi upp á skrifstofunni minni í Borgartúninu. Mörgum árum síðar færði ég honum skilliríð, að mig minnir á af- mælisdegi Jónasar, með þeim orðum, að honum hafi verið tekið með nokkrum fögnuði í þann virta hóp sem vélstjór- arnir eru á öllum tímum. Nú sé hann horfinn í brautu og hafi lagst svo lágt að fara að sinna lögmanns- störfum sem sé vitanlega langt fyrir neðan þær mannvirðingar sem honum hafi staðið til boða ef hann hefði haldið áfram sigurgöngunni á vélstjórnarbraut- inni sem hefði trúlega í fyllingu tímans leitt til þess að hann hefði fengið að fara ofan í vélarúm skips með tvist í annarri hendinni og smurkönnu í hinni. Já Jónas minn bráðlætið gerði að engu þann frama sem þér stóð til boða af hugsan- lega naumu tilefni en allt um það svona er þetta bara menn eru mislagnir að nýta sér tækifærin sem gefast á lífsgöngunni til upphafningar. Þetta minnir mig á söguna af múrur- unum sem voru að múra danskan spítala að utan en höfðu tekið sér bjór eða kaffi- pásu. Þá bar yfirlækni spítalans að í þungum þönkum þjakaður af störfum og andlegu álagi á spítalanum. Honum varð að orði að það væri nú aldeilis munur að vera múrari en læknir. Þá svaraði einn múraranna af bragði: Þú hefðir komist í okkar hóp ef þú hefðir bara haldið áfram að læra. Sama á við um Jónas hann hefði getað orðið brúklegur vélstjóri ef hann hefði haldið áfram að læra í stað þess að hætta þegar lögmanninum var náð. Ég hef margoft sagt að ég hafi ekki við annan mann deilt oftar og meir en Jónas. Við tókum oft alveg magnaðar brýnur á fundum þeirra nefnda sem við sátum saman í þar sem okkur var uppálagt að hafa andstæðar skoðanir en þrátt fyrir langar og strangar ræður þar sem orða- valið var nú ekki alltaf til eftirbreytni tókum við þessar deilur aldrei inn á okkur, persónugerðum þær aldrei. Oft sagði ég við Jónas þegar hann hafði haldið yfir mér langa og magnaða tölu að ræðan hefði á margan hátt verið góð sér í lagi flutningurinn. Það eina sem hefði skyggt á væri efnið sem tæpast hefði einu sinni verið brúklegt til flutn- ings á samkomu hjá heyrnarlausum. Þannig skiptumst við gjarnan á ýms- um frösum og höfðum gaman af. Man það alveg sérstaklega að einhverju sinni vorum við að koma út af fundi þar sem við höfðum deilt nokkuð hart og geng- um hlið við hlið á leiðinni út þá sagði Jónas stundarhátt: Já Helgi minn þetta er nú bara vinnan og þannig litum við á þennan þátt okkar samskipta hann var bara vinnan þar sem okkur hafði verið útdeilt þeim verkefnum að standa vörð um gerólíka hagsmuni, hagsmuni sem í reynd voru sameiginlegir en LÍÚ forystan hafði ekki þroska til þess að skilja það þá og skilur víst ekki enn. Áður hef ég sagt frá fyrsta fundinum mínum í undanþágunefndinni þ.e. þeirri sem starfaði fyrir daga þeirrar nefndar sem skipuð var í framhaldi setningu laga nr. 112 og 113 frá 1984 en það var fyrst þar sem formleg heimild kom í lögum um starfsemi undanþágunefndar. En að fyrsta fundinum sem ég sat í nefndinni. Hann var haldinn í húsakynnum LÍÚ en formaður nefndarinnar þá var Kristinn Gunnarsson lögfræðingur í samgöngu- ráðuneytinu. Aðrir í nefndinni vorum við Jónas ásamt skólastjórum Stýri- mannaskólans og Vélskólans þeim Jónasi Sigurðssyni og Andrési Guðjónssyni. Kristinn formaður mætti til fundarins með gögn fundarins í stórri og mikilli skjalatösku. Þegar við höfðum sest við Helgi Laxdal: Frami innan seilingar Frá einum af fyrstu fundum undanþágunefndar. Talið frá vinstri: Víðir Sigurðsson, FFSÍ, Halldór Íbsen, LÍÚ, Magnús Jóhannesson, formaður nefndarinnar, Sigurjón Hannesson, ritari, Jónas Haraldsson, LÍÚ, og Helgi Laxdal, VSFÍ. 22 – Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.