Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Page 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Page 24
Merkilegt hvað allt breytist og ekkert stendur í stað. Það er eins og þróun mannsins, hugmyndanna, tækninnar, hafi verið leyst úr læðingi einhvern tímann á steinöld; hún hafi smám saman undið upp á sig í gegnum aldirnar og sé nú komin á þvílíkan ógnarhraða að það stendur varla steinn yfi r steini frá degi til dags. Stundum er sagt að sú kynslóð Íslend- inga sem var uppi um miðja síðustu öld hafi upplifað meiri og hraðari breytingar en nokkur önnur kynslóð. Ég held að þegar horft verður til baka á samtíma okkar, sem núna erum á miðj- um aldri, verði kveðinn upp álíka dómur og síðan um þá kyn- slóð sem er að vaxa úr grasi og svo koll af kolli þar til þróun- in verður orðin svo ör að allt endar í einni kös og loks algjörri stöðnun. Kannski. Hver veit? Í öndverðu En hvurs lags byrjun er þetta á pistli um veiði? Jú, þessar hugs- anir streymdu í gegnum hugann þegar ég rifjaði upp fyrstu ár mín í veiðiskap. Það voru sannarlega aðrir tímar og stendur nú varla steinn yfir steini. Samt finnst mér eins og það hafi gerst í gær að ég fór í fyrstu alvöru veiðiferðina með föður mínum og félaga hans. Ég man ekki hvort við veiddum þá í Hofsá, Hölkná, Sandá, Hafralónsá eða Selá og í raun skiptir það ekki öllu máli því allar ferðir okkar austur á Sléttu, í Vopnafjörðinn eða Þistil- fjörðinn voru að mörgu leyti svipaðar, að minnsta kosti í huga stráklingsins. Ekið var af stað að loknum vinnudegi karlanna, skrölt eftir holóttum malarvegi í margar klukkustundir á meðan strákurinn ég svaf í aftursætinu, bankað upp á hjá bónda í húmi ágúst- kvöldsins og tjaldað í túnfætinum. Síðan var sofnað út frá ár- niðnum niður undan brekkunni og vaknað eldsnemma daginn eftir þegar grasið var enn döggvott, sólin að skríða upp yfir næstu fjallsbrún og hrollurinn nísti inn að beini. Menn klæddu sig í lopapeysur og úlpur, drógu upp um sig klofstígvélin, gerðu til stangirnar, hituðu sér kaffi til að hafa á brúsa og örkuðu af stað niður kargaþýfið til árinnar. Eftir daginn lágu nokkrir laxar í valnum. Þreyttir menn örkuðu heim að tjaldinu, rúlluðu því saman og óku af stað áleiðis til Akureyrar. Daginn eftir var fiskurinn lagður inn í Kaupfélagið og greiðslan fyrir aflann dugði oftast fyrir bæði veiðileyfinu og bensíni á bílinn, það var jafnvel að afgangurinn rynni í kaffisjóð. Þannig voru laxveiðiferðir okkar feðga í þá daga. Nenna ekki! Nú stendur veiðihöll þar sem við stungum niður tjaldhælunum. Lagður hefur verið breiður vegur frá höllinni niður og upp með ánni. Öll sumur sitja skellihlæjandi velmegandi karlar í hitan- um frá arninum og gæða sér á þriggja rétta máltíð úr eldhúsinu á sama stað og ég maulaði blauta samloku með sviðasultu og drakk með Spur Cola eða Vallash á árum áður. Flesta morgna liggja goretex–gallarnir þeirra óhreyfðir í hitakompunni því þeir nenna ekki út til að keyra niður veginn sem liggur yfir þýfið sem ég valhoppaði um á svörtum gúmmístígvélum með glit- rönd. Segið svo að ekkert hafi breyst. „Hálfviti“ Og það var í einni af þessum frumstæðu veiðiferðum fyrir um Dæmigerð veiðihöll silungsveiðimanna. Þessi er við Úlfsvatn á Arnarvatnsheiði. Þriggja rétta veislumáltíð íslenskra silungsveiðimanna eftir bankahrun og fyrir. Greinarhöfundur ekur þjóðveginn yfir Norðlingafljót. 24 – Sjómannablaðið Víkingur Ragnar Hólm Ragnarsson Hvolpurinn og laxinn

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.