Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Side 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Side 26
Skipstjórinn Ragnar Franzson heldur áfram að rifja upp sitthvað sem á dagana hefur drifi ð og munu fl eiri þættir eftir hann birtast í næstu tölu- blöðum Víkings, sem er tilhlökkunar- efni. Skipstjórinn sá lengra nefi sínu Árið 1955 var ég stýrimaður á b/v Jóni Baldvinssyni RE 208. Þá var þar skip- stjóri Karl Magnússon, mikill snyrti- og sómamaður. Einhverja vitrun hefur Karl fengið því að hann lagði á það mikla áherslu við mig að værum við nálægt landi mætti ég ekki undir neinum kringumstæðum yfir- gefa stjórnpallinn, þótt 2. stýrimaður væri þar einnig. Hinn 1. apríl 1955 sigldi þessi sami 2. stýrimaður Jóni Baldvins- syni í strand við Reykjanes. Við vorum þá báðir, ég og Karl, í fríi. Karl hafði nauðsynlega þurft leyfi, ég man ekki hvers vegna. Ég átti vitaskuld að vera með skipið en þegar leið að brottför veiktist kona mín og varð að fara á spítala. Þar með var ég kyrrsetttur í landi. Var þá Þórður Hjörleifsson, gamal- reyndur og góður skipstjóri, fenginn til þess að fara með skipið og hækkaði þá 2. stýrimaður (sem við skulum ekki nefna á nafn) í tign og varð fyrsti. Konu mína dreymir Nú ætla ég að segja frá þremur draumum sem mig og konuna dreymdi rétt áður en þetta skeði. Kona mín heitir Lofthildur 26 – Sjómannablaðið Víkingur Ragnar Franzson Kennt um strand - var þó í landi! Þorkell Máni, aðeins með gálga stjórnborðsmegin. Frystitæki og mjölvinnsla eru um borð. Ljósmynd: Guðmundur Hannesson. Jón Baldvinsson. Ljósmynd: Guðmundur Hannesson

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.