Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Page 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Page 27
Kristín Loftsdóttir, í höfuðið á ömmu sinni, en hún var þá eina konan með því nafni, en nú eru þær nokkrar er bera Lofthildar-nafnið. Lofthildur, amma konu minnar, var frá Ballará í Klofningshreppi í Dalasýslu. Og erum við þá að koma að draumnum. Lofthildur kona mín er fædd í Járn- staðarhverfi í Grindavík. Í draumnum fannst henni hún vera á gangi út Staðar- hverfi. Þá mætir hún mörgum mönnum sjóklæddum er segjast vera að koma frá Reykjanesi. Hún þekkti marga þeirra en sá mig ekki á meðal þeirra. Hún var hissa því þetta var áhöfnin af Jóni Bald- vinssyni. Í seinni draumnum þóttist hún vera niður á Faxagarði og var Þorkell Máni að renna að bryggju. Sá hún þá að ég stóð niðri á dekki en hún bjóst við mér í brúnni því hún vissi að ég átti að vera skipstjóri um borð. Hana dreymdi báða þessa drauma nokkrum dögum áður Jón Baldvinsson strandaði. Tveir draumar Nú kemur minn draumur. Ég var að fara um borð í Þorkel Mána. Kemur þá Jón Björn Elíasson til mín, réttir mér hatt og segir: „Það er best að þú eigir þennan hatt Ragnar minn.“ Ég var hissa að hann skildi gefa mér hattinn því Árni sonur hans var orðinn stýrimaður, en við það sat. Jón Björn Elíasson var mikill afla- maður á mörgum togurum en fyrsti túr- inn hans með togara gekk afleitlega. Mér var sagt að hann hefði orðið að leggja til tryggingar til þess að fá að fara annan túr en sá gekk mjög vel. Eftir það brást ekki túr hjá Jóni Birni. Hann var giftur móð- ursystur minni og var ég stundum hjá þeim í smátíma í senn. Árni sonur hans flutti fljótlega til Kanada og gerði þar út bát, aðallega á humar. Hálfum mánuði eftir að Jón Baldvins- son fór á veiðar var konan mín komin heim af spítalanum og orðin hress. En þá vildi svo til að það vantaði skipstjóra á b/v Þorkel Mána og var ég sendur út með hann. Þetta var jómfrúrtúrinn minn. Í fáum orðum má segja að allt hafi gengið á afturfótunum hjá mér í þessum túr, ég fékk ekki bein úr sjó. Nokkrum dögum eftir að ég fór út á Mánanum kom ég að þar sem Jón Bald- vinsson strandaði og var þá lítið eftir af þessu fallega skipi. Jón Baldvinsson var uppáhalds skipið hans Jóns Axels Péturssonar forstjóra en hann hafði ráðið nafninu á sínum tíma. Vafalaust hefur Jón Axel haft álit á mér fyrst hann sendi mig út með Mánann en eftir þetta breyttist það heldur betur. Hann lagði hálfgerða fæð á mig. „Jón Baldvinsson hefði ekki strandað ef þú hefðir verið með hann,“ sagði Jón Axel. Sem var það eina sem hann yrti á mig lengi á eftir. Næstu tvö árin var ég 2. stýrimaður á b/v Þorsteini Ingólfssyni og síðan 1. stýrimaður á Hallveigu Fróðadóttur. Þegar ég var búinn að vera nokkra túra á Hallveigu þurfti skipstjórinn, Sigurður Þórarinsson, að fara í frí. Þá sagði Jón Axel: „Ragnar fer ekki með skipið.“ En hann var ekki eini stjórnandi BÚR. Þeir voru tveir, hinn var Hafsteinn Bergþórsson, mikill sómamaður og góð- menni. Hafsteinn réði því að ég var sendur út með Hallveigu. Ég gerði mjög góðan túr. Eftir þetta leysti ég af á Hall- veigu og gekk mjög vel. Eftir Nýfundna- landsveðrið hætti Marteinn Jónasson á Þorkeli Mána og kom þá enginn annar til greina en Ragnar Franzson til að taka við skipinu. Svona var Jón Axel. Hann tók menn fyrir en var samt prýðismaður, hörkuduglegur og hafði unnið sig úr sárri fátækt til mikilla metorða. Í afl aleysi við Grænland en þá ... Úr því ég er byrjaður er best bæta við einni frásögn enn af draumförum mín- Sjómannablaðið Víkingur – 27 d Hallveig Fróðadóttir. Ljósmynd: Guðmundur Hannesson. Lofthildur Kristín Loftsdóttir, eiginkona Ragnars.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.