Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Qupperneq 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Qupperneq 31
Sjómannablaðið Víkingur – 31 Titanic Í síðasta tölublaði sagði ég frá ný útgefinni bók 101 Things You Thought You Knew About the Titanic...But Didn‘t. Ekki veit ég hversu margir lesendur blaðsins urðu forvitnir um hvað í bókinni stæði en ég varð sannarlega það forvitinn að ég festi kaup á henni skömmu síðar. Bókin er afskaplega áhugaverð og mun ég segja í næstu blöðum frá hinu og þessu sem í henni kemur fram. Vona ég að þið hafið gaman af. Í síðasta blaði sagði ég frá því að Capt. Smith hafði lent í óhappi með systurskip Titanic, Olympic, en eftir lestur bókarinnar kom skýring á þessu. Þessi systurskip voru á þeim tíma stærstu skip heims eða 41 þúsund tonn. Þau voru hvorki meira né minna en 42% stærri en næst stærsta skip heimsins Mauritania. Smith var því fyrsti og eini maðurinn sem hafði gengt skipstjórn á svo stóru skipi og var sannarlega að læra margt nýtt. Hann hafði orð fyrir að vera einstaklega laginn með skipið (Olympic) og kunni vel að beita því við erfiðar aðstæður. En slysið mun hafa verið tilefni fyrsta alvöru fjölmiðafársins sem sögur fara af en í New York Times voru fyrstu 12 síður blaðsins fullar af fréttum af atburðinum. Til að bera þetta saman við nútíma atvik þá segja menn að áhrif slyssins á þeim tíma hafi verið álíka og árásin á Tvíburaturnana 11. september 2001 hafði á heimsbyggðina. En hvaðan kom nafnið á skipið? Eigandi skipsins White Star Line, leitaði til grísku goðafræðanna eftir nöfn- um á þrjú systurskipin, Olympic, Titanic og Britannic, og var nafn Titanics dregið af Títönum með ic endingu en öll skip útgerðarinnar höfðu þá endingu í nöfnum sínum. Hefði skipið verið í eigu aðal- keppinautar White Star Line, Cunard, hefði nafnið orðið Titania en skip þeirra útgerðar höfðu endinguna ia í nöfnum sínum. Meira í næsta blaði. Ný þjálfun Í janúar s.l. gengu í gildi nýjar reglur um þjálfun fillippínskra sjó- manna en nú er þeim gert skylt að sækja námskeið sem fjallar um hvernig eigi að bera sig að í tenglsum við sjórán. Námskeiðið á að undirbúa þá fyrir að takast á við aðdraganda, ástandið meðan sjó- ræningjar halda skipinu sem og eftirköst þessa atburða. Reyndar munu þessar þjálfunarkröfur einungis ná til þeirra sjómanna sem eru í langsiglingum en eflaust verður ekki langt að bíða að þeir sjó- menn sem eru í heimasiglingum þurfi einnig að taka þessi nám- skeið. Töluvert hefur verið um sjórán innan landhelgi Fillippseyja eins og áður hefur komið fram á þessum síðum. Langstærsti hluti kaupskipasjómanna eru Fillippseyjingar og hafa þarlend yfirvöld því haft vaxandi áhyggjur af sínum mönnum sem fórnarlömbum sjó- rána. Á námskeiðunum er fjallað um líkamleg, andleg og fjármálaleg áhrif sjórána á sjómennina en um er að ræða eins dags námskeið. Gáfust upp Nýlega hófust málaferli á Spáni vegna erfiðleika við smíði á skipi fyrir danska fiskveiðieftirlitið. Skipasmíðastöðin Astillero M Cies í Vigo hóf smíði á nýju eftirlitsskipi til að leysa af hólmi 40 ára gamalt skip fyrir tæpum tveimur árum síðan en nú er svo komið að skipasmíðastöðin fór í greiðslustöðvun í september. Ekkert hefur verið unnið við skipið í nærri ár en afhending átti að fara fram í september s.l. Um 80% af smíði skipsins var lokið en nú hefur verið ákveðið að rifta samningnum um skipið og telja Danirnir nokkuð öruggt að þeir fái til baka þær innborganir sem þegar höfðu verið greiddar inn á skipasmíðasamninginn. Munu þeir ætla að halda áfram rekstri á hinu 40 ára Nordsjöen enn um sinn. Mikilvægar rannsóknir Nýlega var hrundið af stað rannsóknum á sálrænum áhrifum sjó- rána á sjómenn og fjölskyldur þeirra. Verkefninu er stjórnað af Dr. Michael Stuart Garfinkle en það var The Seamen‘s Church Institute (SCI) sem hratt því af stað. Verkefnið mun taka nokkur ár og ná til allra þjóðerna þrátt fyrir að verkefninu sé stjórnað frá Bandaríkju- num enda gerir Dr. Michael ráð fyrir að flestir þeir sem þátt taka í verkefninu séu búsettir utan Bandaríkjanna. Í tengslum við verk- efnið hafa verið gefnar út leiðbeiningar um hvernig menn eigi að bera sig að í tengslum við sjóræningja. Á undanförnum árum hafa þúsundir sjómanna lennt í höndum sjóræningja með mis hörmu- legum afleiðingum. Ekki hefur Víkingurinn fregnir af því að íslensk- ir sjómenn hafi lent í höndum sjóræningja og er það von okkar að svo verði aldrei. Engu að síður verða okkar sjómenn sem sigla á öll- um heimshöfum að búa sig vel undir að fá hugsanlega slíka vágesti um borð til sín. Bendi ég þar á meðal á síðu SCI www.seamensch- urch.org með leiðbeiningar. Kreppan brátt að baki Nú eru víða komin teikn á lofti í skipaheiminum að ástandið sé farið að batna og að útgerðir séu að koma upp úr öldudölum fjár- málakreppunnar. Stórar útgerðir sjá fram á að EBITDA staða fyrir- tækjanna fari batnandi þótt reyndar að síðasta ár hafi ekki verið gott hjá gámaskipaútgerðum. Reyndar var þá í fyrsta sinn í sögunni sem gámaskipadeild A.P. Möller skilaði tapi en það var upp á litla 11,2 milljarða DKR. Nú keppast dönsku skipafélögin við að kynna veru- lega uppsveiflu við sex mánaða uppgjör ársins. Árið 2010 hefur farið vel af stað hjá mörgum og hefur t.a.m. gámaskipum, sem hafa verið í legu, fækkað umtalsvert það sem af er árinum. Fyrir ári síðan var um 1.035 milljón TEU‘s í legu á móti 633 þúsund í byrjun mars s.l. Það mun hafa verið um 9,4% gámaskipaflotans sem þá var í legu vegna verkefnaskorts. Hluta af þessari breytingu má meðal annars rekja til fjölda skipa sem seld hafa verið til niðurrifs en einnig eru flutningar að aukast á ný. Meiri eftirspurn er orðin eftir skipum yfir 4.000 TEU‘s sem hefur valdið hækkun á leigutöxtum. Þá sjá menn einnig breytingu á eftirspurn eftir skipum í stærðarflokknum 1.000 til 1.700 TEU‘s sem rekja má til nýrra siglingaleiða. Gömlu þyrlurnar kveðja Nú hafa þyrlumál okkar Íslendinga hrunið mörg ár aftur í tímann og nú er svo komið að sjómenn verða að fara að krefjast aðgerða Utan úr heimi Hilmar Snorrason, skipstjóri: Árið 2009 varð sögulegt fyrir gámaskipahluta A.P. Möller en þá varð tap á rekstri þeirra, hið fyrsta í sögu fyrirtækisins.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.