Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Qupperneq 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Qupperneq 39
lífsgangi annarrar skepnu er gerði æ oftar vart við sig á Faxaflóa. Þeir voru ekki fyrr byrjaðir að draga netin en að ógnvekjandi, skuggar birtust út úr skammdegisrökkrinu og nálguðust hratt. Eins og fi mleikamenn Þau eru mætt, helvítis illhvelin, sögðu karlarnir hver við annan. Við megum prísa okkur sæla ef eitthvað er ennþá heilt af netunum. Fyrir ekki svo mörgum árum höfðu bátarnir beinlínis elt uppi þessar dular- fullu skepnur til að leggja nálægt þeim. Þar var síld, vissu karlarnir. Nú var öldin önnur. Fyrst í stað höfðu dýrin forðast bátana og látið netin í friði en svo komust þau upp á lag með að éta úr þeim. Eins og fimleikamenn sem standa á höfði létu dýrin sig síga niður að netjunum og kjömsuðu síldarnar í sig hárbeittum tönnum. Svo var veislan búin eða dýrið vildi færa sig eitthvað til en þá fór iðu- lega í verra, beitt hyrnan á baki skepn- unnar vafðist í netið og skar það í hengla á augabragði. En það var einmitt þetta langa horn á baki dýrsins sem lagði grunninn að nafni þess, háhyrningur – sem Englendingar kalla, killer whale. Og nú voru háhyrningar orðnir stórt vandamál fyrir síldarútveg Íslendinga. Haraldur Böðvarsson lét málið til sín taka. Það verður að gera eitthvað til að fækka þessum skepnum hér í Flóanum, sagði hann í viðtali við blaðamann Vísis í júní 1953. Bátarnir eru að missa fjölda neta, já allt upp í 40 net á nóttu. Vand- inn er að hvalveiðimenn líta ekki við háhyrningum, finnst þeir allt of litlir til að svari kostnaði að eiga við þá. En útgerðarmaðurinn átti svar við þessum vanda: Við gerum út sérstakan hvalveiðibát til háhyrningsveiðanna. Kjötið er kjörið í fóður handa hundum og lýsið til manneldis. Þó varð kjötið ekkert endilega að fara í hundana, benti Haraldur á. Eða höfðu ekki Ameríkanar lengi gefið hvalkjöt börnum er áttu við meltingargalla að stríða? Hvalveiðibáturinn Andvari Mánuði síðar brunaði Andvari, 56 smá- lesta mótorbátur, út á Faxaflóann í leit að smáhvelum. Sem var reyndar ekki fyrir orð Haralds heldur höfðu menn sumarið áður notað bátinn um þriggja vikna skeið til veiða á hvölum. Þetta var tilraun sem þótti gefa svo góða raun að ákveðið var að halda henni áfram sum- arið 1953. Báturinn var nú betur búinn en áður, til dæmis hafði verið fengin skutulbyssa frá Noregi er skaut sprengju- skutlum í dýrin. Engu var líkara en að háhyrningurinn hefði frétt af þessum viðbúnaði og væri að hugleiða mótleik. Á meðan æddi And- vari um Faxaflóann og varð ekki var. Var hann þá sendur vestur fyrir land en há- hyrningurinn lá enn undir feldi. Þegar vöðurnar loksins birtust í öndverðum september voru Andvaramenn komnir á bragðið, en ekki af háhyrningnum held- ur hrefnunni sem þótti gefa mest fyrir skotið. Sjómannablaðið Víkingur – 39 rningana En það er gömul trú manna, að háhyrningurinn fylgi í kjölfar stærri hvalfiska, elti þá í hópum og rífi þá sundur sér til framdráttar. Þegar stór hvelunum fækkar verður harðara í ári hjá háhyrningum ef þessi kenning sjómanna er rétt og þess vegna líklegt að þeir leiti ætis annars staðar. Telja margir. sem kunnugastir eru háttum háhyrningsins, að minnkandi hvalagengd hér í nágrenninu sé meðal annars ástæðan fyrir því að hann sækir nú svo á að ná æti úr síldarnetum bátanna með þeim afleiðingum, sem kunnar eru af fyrri fréttum. Tíminn 13. október 1954 María Júlía tók drjúgan þátt í stríðinu við háhyrningana. Þess er getið að Agnar Guðmundsson var ekki alltaf eini Íslendingurinn er fl aug með Bandaríkjamönnunum og var sérstaklega tekið fram að hlutverk þeirra væri meðal annars að koma í veg fyrir að drepnir væru hvalir af öðrum tegundum.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.