Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Síða 40
40 – Sjómannablaðið Víkingur
Haustmyrkrið tók að þéttast og hval-
irnir færðu sig upp á skaftið. „Eftir að
nótt tók að dimma nokkuð að ráði, hafa
þeir eyðilagt síldarnet í svo stórum stíl,
að tjónið nemur tugum þúsunda“, til-
kynnti Tíminn undir lok september þetta
ár. Karlarnir náðu ekki upp í nefið á sér
fyrir reiði. Það hafði stefnt í metvertíð en
nú máttu þeir sumir prísa sig sæla að
hafa upp í veiðarfærakostnað. Í Sand-
gerði og Grindavík var tjónið hvað mest
en bátar frá Hafnarfirði og Keflavík
höfðu einnig misst net, jafnvel svo tug-
um skipti á einni nóttu.
Gripið var til vopna. Dregnar voru
fram fornfálegar selabyssur, rifflar og
jafnvel sprengikúlubyssur. Svo var haldið
uppi látlausri skothríð á hvalina sem að
vísu flæmdust burtu í bili en voru svo
komnir jafnharðan aftur. Þetta virtist
vonlaus barátta.
Fiskifélagið lætur sig
málið varða
Málið kom til kasta Fiskifélags Íslands
og á Fiskiþingi 1953 var samþykkt að
fara þess á leit við Alþingi „ ... að taka
upp í fjárlög næsta árs fjárhæð, sem nægi
til að halda úti tveimur bátum til eyð-
ingar háhyrnings á reknetjasvæðinu við
Suðvesturland.“2 Féð var veitt, 50.000
krónur alls – barnakennarar í Hafnarfirði
höfðu þá sett á oddinn 4000 króna lág-
markslaun á mánuði og brennivínsflask-
an kostaði 85 krónur. Fiskifélaginu var
falinn umráðaréttur yfir þessum pening-
um og mátti því með nokkrum sanni
segja að félagið væri um leið komið í all-
stórt forystuhlutverk í orrustunni gegn
háhyrningunum. Sem gekk reyndar
ekkert sérstaklega vel. Fiskifélagið fékk
fyrst einn bát og síðan annan til að vakta
netin en allt kom fyrir ekki. Fjárframlag
ríkisins hækkaði úr 50 þúsundum í 100
þúsund og síðan í 160 þúsund, svo mikl-
ar áhyggjur höfðu oddvitar þjóðarinnar
af þessum vágesti. Og kom engum á
óvart. Jafnskjótt og haustaði tóku blöðin
að keppast við að flytja fréttir af veiðar-
færatjóni reknetabátanna.
Hárhyrningar rifu og slitu nær alla
2 Skýrsla Fiskifélags Íslands 1952-1953, bls. 76.
netatrossu vélbátsins Þorbjörns, Ægir
missti 30 net og á einni nóttu töpuðu
Akurnesingar netjum fyrir hálfa milljón.
Sex til átta bátar misstu öll net sín.
Svona voru fréttirnar haustið 1954. Karl-
arnir voru alveg að gefast upp en þá var
blásið til stórsóknar. Fiskifélagið hafði
samband við varnarliðið og karlarnir
söfnuðu liði. Svo létu 50 bátar úr höfn
frá Sandgerði, Grindavík og Keflavík.
Sjóorrustan mesta
Hrefnubyssur, haglabyssur, rifflar, fram-
hlaðningar, að ógleymdum hríðskota-
byssum af Keflavíkurflugvelli, öll þessi
skotvopn var að finna um boð í flotanum
er lét úr höfn árla morguns 21. septem-
ber 1954. Alls 79 varnarliðsmenn voru í
herliðinu. Sumir þeirra höfðu fengið
eldskírnina í seinni heimsstyrjöld, aðrir í
Kóreu og nú átti að herða fáeina í eldin-
um gegn háhyrningunum. Í hópnum
voru snilldarskyttur og aðrar lakari. Á
Hafnfirðingi GK 330 voru tveir ungir
hermenn, rétt um tvítugt. Þeir komu víg-
reifir um borð í fullum herskrúða, klyfj-
aðir töskum, skotfærum og vopnum.
Loksins var eitthvað að gerast á þessu
skeri sem var að drepa þá úr leiðindum.
Annar þeirra varð strax fárveikur.
Hann reyndi þó að harka af sér, fór fram
á dekk og lagðist þar með byssuna. En
sjóveikin heltók hann og hrakti í koju.
Hinn hafði hins vegar gaman af volkinu,
stóð ölduna og skaut eins og brjálaður
maður. Karlarnir dáðust að honum í
laumi og sögðu seinna frá afrekum hans:
„Hann var harður af sér og skaut meira
að segja í sundur einn eða tvo vanta hjá
okkur! Dekkið við brúna var alveg þakið
tómum skothylkjum, þau runnu til í
veltingnum. Og þeir voru með nóg af
skotfærum.“3
Víðir úr Garði og Guðbjörg frá Sand-
gerði lentu í stórri torfu háhyrninga og
skothríðinni linnti ekki fyrr en tugir
hvalanna lágu eða öllu heldur flutu í
valnum. Sjórinn litaðist rauður í kjölsogi
bátanna.
Fleiri höfðu svipaða sögu að segja. Einn
hafði komið að nokkrum háhyrn-ingum,
sem voru að velta sér í netunum, og náð
að stráfella þá. Um hádegisbil daginn eft-
ir kom flotinn að landi aftur
og hafði að sögn fellt nokkur hundruð
óvini og stökkt öðrum á flótta út í hafs-
auga. Karlarnir voru ennþá vígreifir. Nú
3 „Dekkið á bátnum ... “, Morgunblaðið 21. sep-
tember 2003.
Þrátt fyrir að Agnar væri ekki
nema rétt rúmlega fertugur þegar
hann tók að stjórna sprengju-
kasti varnarliðsins átti hann að
baki ákaflega litríkan feril á sjó
og landi. Hann hafði verið á
íslenskum og erlendum skipum
og oftsinnis siglt með fisk til
Bretlands á stríðsárunum. Agnar
var stýrimaður á Arinbirni hersi
RE 1 þegar þýsk flugvél gerði
árás á skipið 1940.
Dagur 26. október 1956: „Fyrra þriðjudag lagði eftirlitsfl ugvél ameríska sjóhersins, VP-7, upp í aðra her-
ferðina gegn háhyrningum á þessu ári.“ Þetta var Lockheed Neptune-fl ugvél, kölluð „augu og eyru“ fl otans.
Neptune átti að fi nna og eyða óvinum, jafnt ofan- sem neðansjávar. Í október 1951 komu slíkar vélar fyrst
til Kefl avíkur, hlaðnar 350 punda djúpsprengjum.