Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 42
42 – Sjómannablaðið Víkingur
henni falið að stytta dauðastríð hins
helsærða óvinar.
Sprengjukastið hélt áfram og þegar
vertíðinni lauk lágu að minnsta kosti
600 dýr í valnum, var mat Agnars, sem
flaug ávalt með Bandaríkjamönnunum
og réði för. Flogið var sem næst hvala-
vöðunum, helst þannig að sprengjan
kæmi í miðjan flokkinn. Oftsinnis kom
það fyrir að háhyrningarnir virtust heilir
eftir sprenginguna en voru engu að síður
dauðadæmdir. Þrýstingurinn beinlínis
sprengdi þá innan frá, innyflin voru í
mauki og blóð rann út um vit hvalsins
sem flaut í skamma stund en seig síðan
niður til botns þaðan sem hann átti ekki
afturkvæmt. Eitt sinn hafði Agnar séð 30
hvali snúa upp kviðnum eftir sprengju-
kast og sjóinn litast rauðan þar sem þeir
vögguðu í yfirborðinu stutta stund en
sukku svo.
Bar sprengjukastið árangur?
Þessari spurningu er erfitt að svara.
Menn voru þó ekki í nokkrum vafa um
að vertíðinni 1955 var beinlínis bjargað
af varnarliðinu. Morgunblaðið skrifaði 8.
janúar 1956:
„Uppgripa síldarafli var í Faxaflóa í
öndverðum mánuðinum og var síldin
bæði stór og feit. Háhyrningar gerðu nú
minni usla en áður og var það þakkað
herförum þeim, sem farnar hafa verið
gegn þeim.“
Undir þetta tók Sturlaugur Böðvars-
son á Akranesi. Við hefðum einfaldlega
neyðst til að hætta reknetaveiðunum á
miðri vertíð ef varnarliðið hefði ekki lagt
okkur lið með þessum hætti, var skoðun
Sturlaugs.6
Agnar skipstjóri var ekki í nokkrum
vafa heldur. Hann gekk reyndar svo langt
að halda því fram að með sprengjukast-
inu mætti svo gott sem útrýma háhyrn-
ingum af Íslandsmiðum. Það var líka
fyllsta og fúlasta sannfæring bátakarlana
að sprengjukastið væri eina vopnið sem
dygði og þeir voru fljótir að láta vita ef
þeir urðu varir við háhyrningsvöður.
Það styrkti óneitanlega þessa trú að
Agnar og fleiri þóttust sjá þess mörg
6 „Fyrsta sprengjuárásin ... “, Vísir 14. ágúst 1956.
merki að háhyrningurinn, sem í fyrstu
hafði engu skeytt um flugvélahljóð, var
nú orðinn svo var við sig að hann bók-
staflega ærðist ef flugvél nálgaðist.
Karlarnir sögðu sömu sögu af skothvell-
um sem höfðu áður ekki virst trufla há-
hyrninginn hið minnsta. Nú synti hann á
braut við fyrsta skot.
Þannig var það almenn trú að
sprengjukastið héldi illhvelinu í skefjum.
Alþýðublaðið skrifaði hinn 21. október
1956: „Fyrr í vikunni var afli harla góð-
ur. Lítið hefur borið á háhyrningi undan-
farna daga og virðast loftárásirnar hafa
mikla þýðingu. Um 70 háhyrningar voru
drepnir í vikunni ... “.
Voru einhverjir á móti?
Fáir skutu skildi fyrir háhyrningana.
Þetta eru illhveli, sögðu menn og hug-
suðu þeim þegjandi þörfina. Sumum
blæddi þó í augum sóunin. Haraldur
Böðvarsson vildi nýta hræin. „Hví eru
háhyrningar ekki skutlaðir og bræddir?,
spurði blaðið Frjáls þjóð og „Suðurnesja-
maður“ kallaði aðfarirnar villimennsku;
ekki þó drápin heldur að dýrin skyldu
ekki nýtt. „Þetta gerist í landi, sem býr
við gjaldeyrisskort. Það minnir á þá
tíma, er fólk lagði sér ekki hrossakjöt til
munns, enda þótt hungurdauði sækti
þjóðina heim á fárra ára fresti“, skrifaði
„Suðurnesjamaðurinn“ og gat ekki leynt
hneykslan sinni.7
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins, sem
haldinn var vorið 1956, tók í sama
streng og sendi frá sér eftirfarandi sam-
þykkt:
„Ennfremur vill fundurinn benda á,
hvort ekki væri ráðlegt að hefja skipu-
lagðar veiðar háhyrnings og nytja hann
sem útflutningsvöru.
Þessi vágestur hefur með öðru orsak-
að síminnkandi þátttöku í reknetjaveið-
um við Suðvesturland og gæti haft þær
afleiðingar að þær legðust niður með
öllu, og það orsakað beituvandræði á
þorskvertíð.“8
Að öðru leyti þóttu drápin ekki að-
7 „Hví eru ... “ og „Villimennska, Frjáls þjóð 20.
ágúst 1955 og 1. september 1956.
8 „Jafnvægi verður að vera ... “, Vísir 4. maí 1956.
finnsluverð fyrr en „Jón sjómaður“ steig
fram á ritvöllinn. Hann vogaði sér ekki
að skrifa undir réttu nafni enda fann
hann háhyrningsdrápunum allt til for-
áttu.9 Þetta er „viðurstyggileg dráps-
aðferð“ og hrein „óhæfa“,, skrifaði Jón
og dró í efa gagnsemi sprengjukastsins,
nema sem skemmtun fyrir þá sem tóku
þátt í því.
„Það veit hver sjómaður að það sem
háhyrningnum var kennt um var raunar
alls ekki alltaf af hans völdum. Reyni
hver sem er að draga bunkuð net í hauga
sjó, já jafnvel ný net og sjáið hvernig þau
fara. Það þarf ekki háhyrning til að eyði-
leggja þau. Því stundum koma teinarnir
inn yfir rulluna og ekkert annað. En
aðalatriðið er það að margt bendir til
þess að háhyrningar og hvalir hafi áhrif á
göngu síldarinnar, en engin vissa er um
það að hve miklu leyti, en reynsla síld-
veiða við Ísland í nær 100 ár bendir til
og rökstyður þá skoðun að síld og hvalur
hverfa jafnt. Að vísu lifir hvalurinn á
síldinni og myndi því hverfa af miðun-
um ef síld væri þar ekki, en það virðist
óeðlilegt að síldin hverfi á brott af því að
hvalurinn er eyddur, nema því aðeins að
hvalur ætti nokkurn þátt í að hún leitaði
á grunnmið. Og þetta er einmitt skoðun
mín og margra sem ég hef talað við.
Drepið ekki háhyrninginn því það er
ekki víst nema hann geri gagn að þessu
leyti og eitt er víst, að honum er kennt
meira tjón en hann vinnur.“10
Niðurlag
Þrátt fyrir ótvírætt forustuhlutverk FÍ í
stríðinu við háhyrningana komu orrust-
urnar, tilhögun þeirra eða réttmæti,
aldrei til umræðu á stjórnarfundum fé-
lagsins. Ekki er heldur alveg víst hvenær
stríðinu lauk. Seinasta fjárveiting Al-
þingis til þess var 1960 en það ár bók-
færði Fiskifélagið hins vegar engan
stríðskostnað vegna hvalanna sem var í
fyrsta skiptið síðan 1954 að stríðið hófst
fyrir alvöru.
9 „Jón“ minnist reyndar á að „dýraverndunarfé-
lagið“ hafi hreyft mótmælum sem ég hef ekki
fundið.
10 „Bergmál“, Vísir 3. desember 1958.