Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Page 46
haust. Systurskipið var komið í slipp þar
sem verið var að framkvæma viðgerð á
skrúfubúnaði þess.
Það fyrsta sem vakti athygli mína var
að enga Rússalykt var að finna um borð
sem virkilega hefur einkennt rússnesk
skip. Ekki fór á milli mála að vel hafði
verið vandað við smíði skipsins og þýskt
yfirbragð á öllu um borð. Skipið bar
það með sér að hafa nánast ekki verið í
neinni notkun því allt var eins og nýtt.
Íbúðir skipverja voru ýmist eins eða
tveggja manna klefar en aðeins yfir-
mannaíbúðir og ásamt einum klefa,
ætlaður konum í áhöfn, voru búin
salerni og sturtum. Gufubað var einnig
til staðar.
Hvar sem litið var mátti sjá að öllu
var hagalega fyrir komið um borð og
mjög fullkominn búnaður hvar sem litið
var. Mjög fullkomið hita og loftræsti-
kerfi er í skipinu enda gert ráð fyrir að
það væri á svæðum þar sem hitastigið
gæti farið niður fyrir -25°C og jafnmikið
ef ekki meiri í hina áttina.
Lítið notuð – annað selt
Tvö skipanna, Kaspryba 2 og 3, fóru til
veiða í Kasbíahafi um skamman tíma en
númer eitt fór aldrei til veiða. Kaspryba
2 fór þá til Marokkó en þær veiðar
gengu ekki upp og var því lagt í Las
Palmas þar sem það hefur legið síðan.
Til að átta sig á hversu lítið skipin voru
notuð þá var aðalvél í Kaspryba 1 aðeins
verið keyrð 1800 tíma en í hinum skip-
unum er keyrslan 5000 tímar. Skipin
eru búin tæplega 1000 kW aðalvélum og
var ganghraðinn 12 hnútar í reynslu-
siglingu.
Öll skipin þrjú hafa verið til sölu hjá
Álasunds skipasölunni en brátt líður að
því að annað skipanna, Kaspryba 3, haldi
héðan á brott en búið er að selja það til
norskra aðila. Stendur til að skipið verði
notað sem móðurskip minni fiskiskipa
á Arabíuflóa. Er búist við að skipið
haldi héðan í kringum sjómannadaginn
sem verður fyrstu helgina í júní. Hin tvö
skipin eru í söluferli þannig að búast má
við að síðara skipið sem liggur í Reykja-
vík muni fylgja brátt í kjölfar systurskip
síns og kveðja höfnina eftir tveggja ára
legu.
Ps: Ég vil bæta við að greinina skrifaði
ég snemma sumars, nokkru fyrir sjó-
mannadaginn, en nú er september og
enn liggja Kaspryba 1 og 3 við Skarfa-
bakkann í Sundahöfn.
Kaspryba 3 dregin inn í Reykjavíkurhöfn í lok apríl s.l. vegna slipptöku.
46 – Sjómannablaðið Víkingur
Guðríður B. Jónsdóttir
og Þórður Vilhjálmsson Getraunin – lausn
Nú vildi svo til að enginn hitti á rétt svör við öllum
spurningunum. Sem er í fyrsta skiptið síðan getraunin
hóf göngu sína. Svona getur lukkan verið hverful og er svo
sem ekkert um það að segja – nema – kærar þakkir fyrir að
taka þátt.
Koma svo rétt svör um leið og við óskum ykkur öllum
velfarnaðar á sjó og landi.
Getraunin samanstóð af átta spurningum. Upphafsstafir
svara við fyrsta lið spurninganna mynduðu nafn á skipi sem
Noregskonungur gaf landnámsmanni sem flutti mikinn
húsavið til Íslands. Skipið hét Stígandi.
1. Steingrímur Hermannsson - Gunnar Thoroddsen
2. Tumi Sighvatsson - Sighvatur Sturluson
3. Ísak Jónsson - Þönglabakki
4. Grímsey (á Steingrímsfirði) - Noregi
5. Andey - Páll Ólafsson
6. Nikólína Weiwadt - Teigarhorn
7. Davíð Stefánsson - Sigling inn Eyjafjörð
8. Ingjaldur - Gísli Súrsson