Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Síða 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Síða 48
48 – Sjómannablaðið Víkingur Þá ætla ég að fara með ykkur aðeins aftur til síðustu aldar eða réttara sagt að fá ykkur til að skoða myndir af skipa- gerðum sem þá klufu heimsöldurnar. Miklar breytingar hafa orðið á skipum í gegnum tíðina og finnst eflaust mörgum sem fegurð þeirra skipa sé margfalt meiri en skipagerða dagsins í dag. Ég er viss um að þeir eru fáir útgerðarmennirnir sem vildu vera með þessi gömlu skip í rekstri í dag þar sem þau voru bæði hæggeng, mannfrek og brenndu dýru eldsneyti. Slóðin www.photoship.co.uk leiðir okkur inn í heim liðinna ára í skipahönnun. Nýlega hefur orðið mikil breyting á einni umferðamestu ferjuleið hér við land þegar Vestmannaeyjaferjan Herjólf- ur hætti siglingum til Þorlákshafnar en fór þess í stað að sigla til nýrrar hafnar í Landeyjafjöru. Ferjusiglingar hafa aldrei verið í miklu mæli hér við land en öðru máli gegnir um frændur okkar Dani. Mikil gróska hefur alla tíð verið í ferju- siglingum hjá þeim og á síðunni Dansk Færgehistorisk Selskap á slóðinni www. dfhs.dk er að finna mikinn fróðleik um þessa skipagerð þar í landi. Þeir sem hafa áhuga á dönskum ferjum geta gengið til liðs við þennan félagsskap. Síðasta síðan að þessu sinni er reynd- ar könnun sem ég hvet alla fiskimenn sem þetta lesa til að taka þátt í. Um er að ræða könnun sem rannsóknarstofnun í Noregi SINTEF hefur sett á netið en verkefnið er unnið í samstarfi við Inter- national Maritime Health Association og er tilgangur hennar að afla upplýsinga um klæðnað sjómanna sem og öryggis- búnað til að nýta í hönnun og þróun á framtíðarbúnaði m.a. til að auðvelda björgun manna úr sjó. Slóðin á könnun- ina er www.sintef.no/safeatsea-survey og er hægt að fylla hana út á átta tungu- málum. Því miður er íslenska ekki eitt þeirra en það ætti að vera ykkur vanda- laust að fylla könnunina út. Lokaorðin mín að þessu sinni verður hvatning til ykkar sem lesið þetta um að skoða slóðirnar og jafnframt að skella ykkur í að taka þátt í könnuninni en ég er viss um að niðurstöður hennar eiga eftir að skila miklum árangri. Gleymið svo ekki að senda áhugaverðar slóðir á netfangið iceship@heimsnet.is. Merkileg hvalabók Ég má til með að vekja athygli ykkar á flottri bók sem mér barst í hendur á dögunum. Sú heitir einfaldlega, Hvalir, og er eftir þá Jón Baldur Hlíðberg og Sigurð Ægisson sem báðir eru – við skulum ekkert draga af því – snillingar til verka. Jón Baldur gerir myndirnar sem eru hreint út sagt frábærar og Sigurður sér um efnismikinn og fróðlegan texta. Á tæp- um 160 síðum fræðumst við um alla þá hvali sem við get- um vænst að finna í norðanverðu Atlantshafi. Okkur er kennt að þekkja dýrin í náttúrunni, fræðumst um mataræði þeirra og hvernig líf þeirra gengur fyrir sig. Auk þess fljóta með ýmsir fróðleiksmolar um þessi merku dýr jarðar. Vissuð þið til dæmis að í Færeyjum létu prestar kirkju- dyr standa opnar til marks um að sést hefði til grindhvala- vöðu og jafnframt til að þakka guði sendinguna. Eða að skíði sléttbaka voru eftirsótt í lífstykki handa kvenfólki er vildi tolla í tískunni. Sem sagt, Hvalir er rétta bókin handa öllum þeim er vilja fræðast um þessi stærstu spendýr jarðar og sem hafa dug til að leita þeirra í náttúrunni. Þá er gott að hafa bókina við höndina til að hjálpa sér að þekkja dýrið sem fyrir augu ber. Til að gefa ykkur nasaþefinn af snilld Jóns Baldurs eru hér tvær mynda hans úr bókinni; önnur af leiftri, hin hnúfubaki.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.