Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 50
50 – Sjómannablaðið Víkingur Í lok júní sl. lét Guðmundur Steingrímsson að störfum fyrir FS, Félag skipstjórnarmanna. Guðmundur hóf störf hjá Skipstjórafélagi Norðlendinga 1. nóvember 1979 og hefur því starfað í þágu skipstjórnarmanna í um 30 ára skeið. Þar af í aldarfjórðung sem framhvæmdastjóri Skipstjóra og stýrimannafélags Norðlendinga, eins og félagið hét síðustu árin. Óhætt er að segja að á þessu árabili hafi félagið stækkað og eflst með afgerandi hætti undir handleiðslu Guðmundar og hafi í lok þessa tímabils verið eitt stöndugasta og öflugasta aðildarfélagið innan vébanda FFSÍ. Árið 2004 urðu þáttarskil í starfseminni þegar SSN stóð að stofnun FS ásamt þorra félaga skipstjórnarmanna á Íslandi. Skrifstofan á Akureyri var starfrækt áfram og hefur starf Guðmundar m.a. falist í að hafa umsjón með félagaskrá og innheimtu á skilagreinum frá útgerðum vítt og breitt um landið. Nú þegar Guðmundur lætur af störfum fyrir aldurssakir eru mér efst í huga þakkir til þeirra Guðmundar og Maríu konu hans fyrir 30 ára samvinnu og vináttu. Nú í ágúst lok kvaddi okkur hér á kontórnum Olga okkar Herbertsdóttir sem starfað hefur hjá FFSÍ allt frá árinu 1989 eða rúm 20 ár. Olga hefur um langa hríð verið fastur punktur í til- verunni hjá öllum þeim sem starfað hafa á vettvangi FFSÍ og því næsta víst að viðbrigðin verða mikil fyrir alla þá sem til hennar hafa leitað í gegn um tíðina. Hún hefur hin síðari ár verið í nokkurskonar mömmuhlutverki hér á skrifstofunni og hugsað um okkur karlpungana eins og börnin sín. Þar af leiðandi er ekki ósennilegt að einhverjir þurfi á áfallahjálp að halda við brotthvarf hennar. Hvað sem því líður þá vil ég af heilum hug þakka fyrir samstarf og samveru árin öll sem að baki eru. F.h. FFSÍ og FS óska ég þeim Guðmundi og Mæju, Olgu og Ásgeiri velfarnaðar, gæfu og gengis í öllu því sem þau taka sér fyrir hendur í framtíðinni. Árni Bjarnason Olga og Guðmundur slá á létta strengi. Þakkir

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.