Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Blaðsíða 13
þjófinn og myndavélina, sagðist hann ekki mega vera að því að eyða meiri tíma í þetta og kvaddi mig í skyndingu. Hann beið ekki einu sinni eftir því að ég lyki mér af við að þakka honum. Hann hvarf á brott. Ég var vitanlega allshugar feginn yfir því að hafa endurheimt myndavélina. Ég var líka dolfallinn yfir dugnaði Scotland Yard og gat ekki ímyndað mér hvernig þeir hafa farið að – skil það raunar ekki enn í dag. Og svo hógværð þeirra. Fyrir þá hefur þetta sjálfsagt verið ómerkilegt mál. En þeir leystu það ekkert síður en þó það hefði verið stórmál, sem það var að vissu leyti, fyrir mig. Og þeir gerðu það með þessari afburða snilld, sem þeir eru heimsþekktir fyrir. Ég get aldrei gleymt stóra leynilögreglumanninum né öruggu fasi hans og framgöngu allri. Samt man ég ekki hvað hann hét. Þannig lauk því ævintýri. Til Ítalíu Og svo leið tíminn nokkra daga í áhyggjuleysi í London meðan við biðum eftir því að geta haldið ferðinni áfram. Ég veit ekki af hverju það dróst, en eitthvað hefur um það ráðið, hve allur ferðamáti var enn í ólestri eftir að stríðinu lauk, og margvíslegir erfiðleikar ef ferðast þurfti yfir mörg lönd. Enn var skæru- hernaður sums staðar og seinlegt var að koma á fullkomnum friði og halda uppi lögum og reglu alls staðar. En hvað sem því leið, þá vorum við ekki áhyggjufullir – frekar óþolinmóðir, kannski. Og loks kom kallið. Við áttum að fara með lest til New Haven og með ferju yfir Ermarsund til Dieppe á Frakklandi og áfram með lest þaðan til Parísar. Eftir stopp þar tæki enn við ferðalag með járnbrautar- lest suður Frakkland og yfir Sviss, gegnum Alpafjöllin um jarð- göng og út um þau, Ítalíumegin. Þetta gekk samkvæmt áætlun. Við fórum frá London sunnu- daginn 28. júlí. Ég á ennþá eintak af dagblaðinu The Star, þar sem ég hefi skrifað á spássíu, að ég hafi keypt það á Piccadilly Circus kl. hálf fimm, laugardaginn 27. júlí. (Þar er m.a. sagt frá ákæruræðu Shawcross, aðalsaksóknara Breta við nasistarétt- arhöldin í Nürnberg, sem stóðu þá yfir). Síðan á ég annað dag- blað Dimanche-Soir, sem kom út í París síðdegis mánudaginn 29. júlí. Þar hefi ég skrifað á spássíu: „Keypti þetta blað í París, sitjandi á gangstétt fyrir utan veitingahús að drekka konjaks- staup og rauðvín 29. júlí 1946.“ Það var árla dags þegar við fórum frá London. Ferðin yfir sundið gekk tíðindalaust. Þegar við komum til Dieppe var okk- ur vísað á járnbrautarlestina, sem við áttum að fara með. Það yrði nokkur bið áður en að hún færi. Við höfðum því tíma til að koma okkur vel fyrir í sætum. Svo fór fólk að streyma að. Þá varð einhverjum á í messunni. Ekki hafði verið sinnt einhverri greiðsluvenju þarna, að borga „þjórfé“ eða einhverja aðra hé- gómagreiðslu, sem við erum ekki vanir hér heima, en er ríkj- andi regla þarna suður frá. Þess vegna vorum við allir reknir úr sætunum og í þau settust menn og konur, sem höfðu borgað. Lestin var troðfull af fólki og við urðum að standa mestalla leiðina til Parísar. Þangað komum við loksins seinni hluta dags- ins. Á lúxushóteli í París Okkur var vísað á gististað því að meiningin var að fara ekki lengra þennan dag. Og nú brá okkur nokkuð í brún því að hót- elið, sem okkar beið, var alger andstæða sjómannahótelsins í London. Þetta var stór og falleg bygging númer 108 við götu, sem heitir Rue Saint-Lazare og hét GRAND HOTEL TERMIN- US. Var okkur vísað til herbergja og áttum að vera tveir saman í hverju. Commercial Road – Viðskiptagatan – í London varð fyrir miklum skakkaföllum í loftárásum Þjóðverja 1941. Þar komu Íslendingarnir 1946. Nürnberg 1946. Þar var réttað yfir 23 nasistum og stóðu réttarhöldin frá því í nóvember 1945 og fram á haust árið eftir. Félag skipstjórnarmanna óskar félagsmönnum sínum og aðstandendum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. – Þökkum samstarfið á líðandi ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.