Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Qupperneq 52
52 – Sjómannablaðið Víkingur
Ólögleg björgun
Evrópusambandið hefur fyrirskipað frönskum stjórnvöldum að taka til
baka lán upp á 440 milljón evra sem þau veittu ferjufyrirtækinu
SNCM, sem staðsett er í Marseille, til að bjarga því frá gjaldþroti.
Stjórnvöldum var mjög umhugað að bjarga fyrirtækinu sem hefur átt í
miklum fjárhagslegum vandræðum en allt bendir til þess að nú verði
raunir þess enn verri. Bæði fulltrúar stéttarfélaga sjómanna og stjórn-
málamenn hafa bent á að ákvörðun Evrópusambandsins muni gera út
af við ferjufyrirtækið sem hefur haldið uppi ferðum milli Korsíku og
meginlands Frakklands. Um 2.600 störf myndu tapast við þetta en
málið hefur líka pólitísk áhrif þar sem hér er um að ræða sterkasta vígi
flokks forseta Frakklands, Francois Hollande, sem stendur frammi fyr-
ir sveitarstjórnarkosningum á næsta ári sem og til Evrópuþingsins.
Evrópuráðið hefur tilkynnt að það muni leita til Evrópudómstólsins til
að knýja á um við frönsk stjórnvöld að taka lánið til baka sem þau
hafa hingað til látið undir höfuð leggjast. Á móti ætla Frakkarnir að
áfrýja ákvörðun Evrópusambandsins.
Dæmdur skipstjóri
Seglskútuskipstjóri var nýlega dæmdur í Bretlandi fyrir að brjóta 19.
grein siglingareglnanna auk sérlaga er giltu á Solent svæðinu undan
Southampton í Bretlandi. Skúta skipstjórans, sem var í siglingakeppni,
lenti í árekstri við olíuskip á bannsvæði en olíuskipið gat ekki vikið
sökum djúpristu og hættu á að stranda. Enginn slasaðist en skúturnar
sem tóku þátt í keppninni voru aðvaraðar um siglingu olíuskipsins.
Skútuskipstjórinn fékk 3.000 punda sekt og þurfti að greiða kostnað
upp á 100.000 pund. Var bent á það í dómnum að skútur hafa ekki
alltaf réttinn og eiga ekki að fara í „hanaslag“ við stærri skip sem eru
böguð í stjórntökum.
Örkin til Filippseyja
Kínversk stjórnvöld voru gagnrýnd fyrir að vera sein að taka við sér í
kjölfar fellibylsins sem skall á Filippseyjum í síðasta mánuði. Felli-
bylurinn sem mun einn sá versti sem hefur komið á jörðinni varð að
minnsta kosti 4.000 manns að bana og þurftu filippínsk stjórnvöld á
allri þeirri hjálp að halda sem í boði var. Tæpum 10 dögum eftir felli-
bylinn ákváðu Kínverjar loks að senda eitt fullkomnasta sjúkraskip í
heimi, Peace Ark, til Filippseyja til að veita nauðstöddum læknishjálp.
Mikill skortur er á læknum og hjúkrunarliði og líta menn á þessa að-
stoð Kínverjanna sem tákn um þá umhyggju sem Kínverjar bera fyrir
íbúum Filippseyja þrátt fyrir stirðleika í samskiptum stjórnvalda ríkj-
anna. Þá hafa Kínverjar tilkynnt að þeir muni veita Filippseyingum 1,6
milljón dollara fjárhagsaðstoð. Strax eftir fellibylinn sendu Bandaríkja-
menn fimmtíu skip og flugvélar til svæðanna sem verst urðu úti en
talið er að meira en fjórar milljónir manna hafi misst heimili sín. Kín-
verska „Örkin“ mun sameinast alþjóðlegri flotadeild sem nú er komin
á svæðið til að koma matvælum og lyfjum til hamfarasvæðanna. Í skip-
inu eru 300 sjúkrarúm, átta skurðstofur og 100 manna starfslið. Skipið
var nýkomið úr fjögurra mánaða leiðangri til Suðaustur-Asíu og Ind-
landshafs þar sem þúsundir sjúklinga fengu læknisaðstoð.
Svart ástand í Kína
Í kínverska „skipadalnum“ þar sem árósar Yangtze árinnar liggja til
sjávar norður af Shanghai hafa hljóðin frá stærstu einkareknu skipa-
smíðastöðinni í Kína þagnað. Höfuðstöðvar Rongsheng Heavy Indus-
tries Group Holdings sem hýstu 38.000 starfsmenn eru orðnar tómar
eftir að fyrirtækið sagði upp meira en 80% af starfsmönnum sínum á
síðastliðnum tveimur árum. Þá hafa verslanir, veitingastaðir og kvik-
myndahús í nágrenninu einnig lokað þar sem lítið er af viðskiptavin-
um. Kaupmaðurinn Qiu sagði í viðtali við fjölmiðla, þar sem hann sat í
hálf tómri matvöruverslun sinni, að starfsmenn skipasmíðastöðvarinn-
ar hefðu enga peninga til að eyða þar sem þeir væru annað hvort búnir
að missa vinnuna eða þá að þeir hefðu ekki fengið greidd laun í fleiri
mánuði. Rongsheng hefur óskað eftir fjögurra milljarða dollara láni til
að geta greitt skuldir sem féllu í gjalddaga í júní s.l. en erfiðleikana má
rekja til offjárfestinga sem og að engir viðskiptavinir eru sjáanlegir.
Skipaiðnaðurinn er nú að súpa seyðið af óhagstæðum lánum sem
tekin voru á uppgangstímum. Hlutabréf í Rongsheng féllu sjöfalt frá
árinu 2007 til 2012 og er gert ráð fyrir að tap þeirra á þessu ári verði 2
milljarðar yuan. Skipasmíðastöðin treystir nú á þá 8.000 starfsmenn
sem enn eru við störf að ljúka við smíði á stærsta flutningaskipi fyrir
brasilísku járngrýtisframleiðendurna Vale SA og Oman Shipping, auk
minni gámaskipa og olíuskipa. Starfsmennirnir eru fæstir frá Shanghai
svæðinu en launagreiðslur til þeirra hafa dregist í allt að tvo mánuði
eftir því sem heimildir herma. Hefur þetta valdið því að þjófnaðir og
glæpir hafa aukist á svæðinu. Þeir erfiðleikar sem Rongsheng er í
endurspegla heimsástandið í skipasmíðaiðnaðinum. Útlit er fyrir að á
næstu fimm árum muni þriðjungur þeirra 1.600 skipasmíðastöðva,
sem starfræktar eru í heiminum, leggja niður störf.
Nýr risi í smíðum
Nýlega er hafin smíði stærsta skemmtiferðaskips heims hjá STX skipa-
smíðastöðinni í Frakklandi. Skipið, sem smíðað er fyrir Royal Caribbe-
an International, er af gerðinni Oasis en tvö slík skip voru smíðuð í
Finnlandi fyrir nokkrum árum. Nýja skipið verður rétt rúmum tveim-
ur metrum lengra en Allure of the Seas sem nú er stærsta skemmti-
ferðaskip heims. Munu 6.360 farþegar geta tekið sér far með skipinu
þegar smíði þess líkur ári 2016 og er verðmiðinn á skipinu einn millj-
arður evra. Skipið mun ásamt systurskipum sínum verða í siglingum í
Karabíska hafinu. Fyrsta skipið í Oasis seríunni, Oasis of the Seas,
Utan úr heimi
Eitt skipa SNCM, Napoleon Bonaparte, sem nú á í fjárhagsvandræðum.
Ljósmynd: Louis Moutard-Martin
Kínverska spítalaskipið Peace Arc.
Hilmar Snorrason skipstjóri