Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Blaðsíða 20
20 – Sjómannablaðið Víkingur
eins og hlaupatík um allt og redda hlut-
um, helst í gær. Ég segi nú bara svona,
allavega voru þetta mikil umskipti, en
um leið lærdómsrík. Og þegar fór að líða
á sumarið fannst mér þetta bara
spennandi.
Ég var líka með netaverkstæðið okkar
og hafði með mér góðan og lærðan neta-
mann, Þorstein Benediktsson. Af honum
lærði ég alveg helling í netum, en við
vorum með eina sex humarbáta í við-
skiptum, svo það var oft mikið að gera á
meðan bátarnir voru í landi.
Hrósi hver Norðmönnum,
þó ekki ég
Fljótlega kom í ljós ágreiningur á milli
okkar og Sjöstjörnubræðra um rekstur
togarans, sem alls ekki gekk nógu vel að
fiska. Það voru ýmsar ástæður fyrir því.
Í ljós komu ýmis svik við endursmíðina,
fyrst fór þrýstilega við skrúfuöxul, sem
þýddi slipptöku. Næst missti skipið stýr-
ið, en þeir gátu komist inn á Keflavík
með því að stýra með hlerunum. Og það
kostaði nokkra daga í slipp.
Síðasta hafaríið var, þegar þeir misstu
stýrið í annað skiptið. Þá fengum við
fagmenn frá Stálvík í Garðabæ, til að
mæla stammann og hælinn á skipinu. Þá
kom í ljós að hællinn hafði skekkst við
strandið í Noregi. Hrósi hver sem vill
Norðmönnum í viðskiptum, en ég get
það ekki.
Ólafur Sólimann
Fyrirtækin voru hálfblönk bæði sem
kom ekki að sök á meðan vel gekk. Það
varð hins vegar vandameira að eiga við
þetta þegar gaf á. Að tillögu Útvegsbank-
ans endaði samvinnan með því að við
létum Ólaf Sólimann í skiptum fyrir hinn
helminginn af Framtíðinni. Þetta gerðist
vorið 1976.
En það gerðist fleira þetta vor, því að
við tókum yfir 60% hlut þeirra frænda í
Sandgerði. Sigurði Bjarnasyni var boðin
staða hafnarstjóra þar og vildi losna,
annars gekk sú sameign vel. Við skírðum
bátinn Jón Guðmundsson og hann var
með sömu umdæmis bókstafi.
Ég var með Óla Sól vertíðirnar ´75 og
´76. Þær voru hvor annarri lélegri og sú
seinni sú lélegasta á mínum ferli, bæði
mikið bilirí á aðalvél og mun minni fisk-
ur á ferðinni. Það er af bátnum að segja
að Sjöstjörnubræður skírðu hann Pól-
stjörnuna KE 3 Þeir áttu bátinn ekki
lengi og seldu hann aflamanninum Hall-
dóri Þórðarsyni sem skírði hann Freyju
GK 364. Dóra gekk vel að fiska á þennan
bát, eins og alla báta, sem hann var með.
Hann lét skipta um vél í bátnum og sett
var í hann 600 ha. Alpha dísel. Svo þegar
kótinn fór að skerðast, seldi Dóri bátinn
til Írlands. Síðustu fréttir, sem ég hef af
bátnum, fékk ég frá dóttur syni mínum
Ingólfi Þorleifssyni á Suðureyri og hann
sendi mér mynd af bátnum við bryggju í
Króatíu og hét þá Lene.
Rotaður og andlitslyfting
Ég var svo með Jón Guðmundsson á
humarveiðum sumarið ´78 og son minn
Ólaf sem stýrimann. Það skeði slæmt
slys í fyrsta túrnum. Fórnarlambið var ég
sjálfur. Í fyrsta skipti fór ég
berhöfðaður á sjó. Þannig
var að mér lá svo mikið á
að komast af stað, að ég
gleymdi derhúfunni minni
heima og gaf mér ekki tíma
til að sækja hana. Við köst-
uðum fyrsta halið í Jökul-
dýpinu og það var óklárt.
Ég bað strákinn, sem stóð
við gálgann að passa sig,
því að það gæti komið
slinkur á vírinn, en þurfti
sjálfur að kíkja út fyrir
borðstokkinn og það þurfti
náttúrulega að koma slink-
ur á hann og sló mig það
kirfilega, að ég hentist inn
að brú og hálf rotaðist og
stykki fór úr höfuðleðrinu.
Strákarnir vildu högga á
vírana, en ég hélt nú ekki.
Þeir settu kompressu á
hausinn á mér, það blæddi
merkilega lítið úr sárinu.
Þeir náðu inn trollinu og
fóru með mig inn til Ólafs-
víkur og þaðan fór ég með
sjúkravél á Borgarspítalann. Þetta tók
þrjár vikur að gróa. Kannski hefði húfan
mín dregið úr högginu, en hún var með
stóran dúsk á toppnum.
Ég fékk nú líka frítt facelift út úr þessu.
Gátum borgað öllum nema ...
Ég var svo reddari við fyrirtækið, þang-
að til yfir lauk og var orðinn ansi góður í
því starfi, sögðu strákarnir.
Af fyrirtæki okkar systkinanna, er það
að segja að við hættum rekstri í árslok
1983 en sem betur fer gátum við borgað
öllu okkar fólki og viðskiptamönnum,
öðrum en Útvegsbanka Íslands. Þar voru
talsverðar skuldir. Ég velti þó fyrir mér
hvort allir þeir yfirdráttarvextir sem við
greiddum bankanum – væru þeir teknir
með í dæmið – myndu ekki laga mynd-
ina eitthvað. Að minnsta kosti þannig að
við yrðum ekki settir á bekk með verstu
viðskiptavinum bankans – ég held það.
Allavega er ég nokkuð sáttur við endir-
inn.
Það er af sögu Félagshússins að segja
að það var keypt af Keflavíkur Verktök-
um til niðurrifs og þar stendur Flughótel
í dag og sómir sér vel. Ég keypti sperrur
og skammbita úr nýrri endanum og það
eru bitar og gluggar í sumarbústað fjöl-
skyldunnar í dag og engin þreytumerki á
þeim að sjá.
Nú hef ég sagt hvað mest af mér,
er því mál að linni.
En velti aldan þung að þér,
þá halda þarftu vöku þinni.
Sæhrímnir en um hann fjallaði Arnbjörn aðallega í þriðja þætti en einnig nokkuð í þeim fjórða.