Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Blaðsíða 44
44 – Sjómannablaðið Víkingur Þrjú mannskæðustu sjóslys á friðar- tímum urðu öll á öldinni sem leið. Í apríl 1912 fórst Titanic er það rakst á borgarísjaka og meir en 1500 manns fórust. Í maí 1914 sökk farþegaskipið Empress of Ireland eftir árekstur við annað skip og 1012 manns fórust. Í desember 1987 sökk ferjan Doña Paz, sem var á leið til Manilla á Filipseyjum, eftir árekstur við olíuflutningaskip og með henni fórust 4325 manns. Hér verður fjallað svolítið um Empress of Ireland og örlög hennar. Þoka Empress of Ireland sigldi reglulega milli Englands og Kanada, frá Liverpool til St. John eða Halifax á veturna meðan ís hamlaði siglingum um St. Lawrence- fljótið, en á sumrin var siglt til Quebeck. Svo var það 28. maí 1914 er farþegarnir streymdu um í borð skipið, spenntir fyrir siglingunni og ekki síður komunni til Evrópu, en margir þeirra voru Norður- landabúar, sem voru að fara í heimsókn til ættingja og vina og einhverjir ætluðu að freista þess að fá þá til að koma með vestur í von um betri lífskjör. Svo voru einnig í hópnum, auk ýmiss fyrirfólks, 176 félagar úr Hjálpræðishernum kana- díska á leið á alþjóðlegt þing í London. Þetta átti að vera 96. ferð skipsins yfir Atlantshafið. Henry George Kendall var skipstjóri. Hann var 39 ára og hafði hlot- ið skjótan frama hjá skipafélaginu, en þetta var fyrsta ferð hans sem skipstjóri. Empress of Ireland lagði frá bryggju í Quebeck síðdegis, en þetta var fyrsta ferðin þaðan þetta árið. Lúðrasveit Hjálp- ræðishersins kvaddi með laginu „God be With You till we meet Again“ og land- festar voru leystar og svo var lagt í hann. Skipið þokaðist niður fljótið og kl. 1.30 aðfararnótt næsta dags, sem var föstu- dagur, fór hafnsögumaðurinn frá borði. Skipstjórinn jók hraðann, en skömmu Bernharð Haraldsson Hannes Pétursson Árið 1883 fluttu hjónin Pétur Björnsson (1844-1914) og Margrét Björnsdóttir (1844-1919) frá Ytri-Brekkum í Blönduhlíð í Skagafirði vestur um haf og settust að í Hallson í N-Dakota í Bandaríkjunum. Með þeim fóru fimm börn þeirra, en tvö höfðu þau áður misst. Tveggja skal minnst: Rögnvaldar Péturssonar, (1877- 1940) dr. í guðfræði, prests og ritstjóra í Winnipeg og Hannesar Péturssonar, (f. 1880) sem mun hafa fengist við fasteignasölu og viðskipti. Hannes var eini Ís- lendingurinn um borð í Empress of Ireland í þessari örlagaríku ferð og hann og kona hans komust af. Empress of Ireland var smíðuð af Fairfield- skipasmiðjunum við Clydefljót í Skotlandi árið 1906 og var 14.191 brúttótonn, 570 fet á lengd og 65 fet á breidd. Skipið var knúið tveim gufuvélum, búið tveim skrúfum og var gekk 20 hnúta. Empress of Ireland var smíðuð til farþegaflutninga og ætlað fyrir 1580 farþega í þremur far- rýmum. Á fyrsta farrými, sem var miðskips, var hægt að hýsa 310 farþega, annað farrými var aftast í skipinu og þar var rúm fyrir 470 farþega og þriðja farrými var fremst í skipinu og þar var rúm fyrir 758 gesti. Í þessari síðustu ferð skipsins voru 420 manns í áhöfn. Empress of Ireland sekkur ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.