Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Blaðsíða 18
18 – Sjómannablaðið Víkingur
vel, þeir voru í toppnum með afla.
Humarveiðin gekk einnig vel, hjá okkur
á Óla Sól og Jóni Oddi.
Um haustið ´73, fréttu þeir Sjöstjörnu-
bræður af skuttogara, sem var í endur-
smíði í Stafanger í Noregi, hafði strandað
og sokkið og átti að seljast sem nýtt skip.
Þeir vildu fá okkur í félag um kaup á
skipinu, sem átti að vera klárt í apríl lok
´74. Útvegsbankinn taldi þetta gerlegt
fyrir okkur. Þetta var tæplega 300 lesta
skip af Storvíkur gerð, smíðað 1970, en
endurbyggt veturinn ´74 með 1500 hest-
afla vél af MAK gerð. Við fórum út í
þetta með þeim fyrirvara að við sæjum
um útgerðina og dreifingu á afla. Stofnað
var Útgerðarfyrirtækið Fiskmiðlun
Suðurnesja HF. Og var yngsti bróðir okk-
ar Reynir ráðinn framkvæmdastjóri, en
hann var stúdent frá MA og viðskipta-
fræðingur frá HÍ. Togarinn hlaut nafnið
Framtíðin KE 4 og kom til landsins á
lokadaginn 15. maí.
Það hitti svo vel á að við á Ólafi Sóli-
mann vorum að enda vertíðina, einmitt
þennan dag vorum með 693 tonn í 70
róðrum og vorum hæsti bátur með afla
þessa vertíð. Það kom gott skot af þorski
12 – 15 mílur í NNV frá Skaganum og
við vorum svo heppnir að finna þennan
blett og gátum haldið honum fyrir okkur
í nokkra daga, vegna brælu og með því
að gefa ekki upp áreiðanlega staðará-
kvörðun. Þetta stóð yfir um vikutíma, þá
var komið mikið af netum og afli tekinn
tregast. Mig minnir að við höfum dregið
í bátinn allar trossurnar og sett stefnuna
á Snæfellsjökul, þetta var 17. eða 18.
mars og lögðum SV úr Svörtuloftum
seint um kvöldið í miklar loðnulóðn-
ingar. Við vorum með eitthvað um 10-11
tonn af fiski eftir róðurinn og stráðum ís
yfir aflann. Lágum svo yfir um nóttina.
Daginn eftir drógum við 8 trossur og
fengum góðan afla. Lögðum þær aðeins
vestar, í svipaðar lóðningar. Aflinn eftir
báða dagana var um 30 tonn. Næstu tvo
dagana, fengum við að mig minnir 25
tonn og tókum netin með okkur heim á
leið, eða 27 mílur í VNV frá Garðskaga
og lögðum í algerri blindni. Vorum seint
á ferðinni, svo að ég gaf frí daginn eftir.
Þessi veiði staður var kallaður „Hryggur-
inn“ og hefur oft verið gjöfull og svo
reyndist í þetta sinn, við fengum um 200
tonn af stórufsa á um vikutíma og það
bjargaði toppnum.
Mér fannst nú mest gaman að pabbi
skyldi fá að sjá nafnið sitt á aflahæsta
bátnum, svona rétt fyrir andlátið, en
hann andaðist 28. júlí þetta ár.
Illa við togara
Nú urðu heldur betur breytingar hjá
mér, undanfarin fimm ár höfðum við far-
ið á humar eftir vertíð og verið á humar-
veiðum allt sumarið fram í september, en
nú tilkynnti sjávarútvegsráðuneytið að
enginn bátur með stærri vél en 400 hest-
öfl, fengu leyfi til humarveiða. Vélin í
Óla Sól var 600 HÖ. Svo að báturinn var
útbúinn á togveiðar.
Þar sem ég var alla tíð á móti togur-
um og lenti mörgum sinnum í slag við
þá og missti veiðarfæri í kjaftinn á þeim,
kom ekki til mála að ég færi með bátinn
á troll. Var því fenginn annar skipstjóri á
bátinn og bræður mínir hefndu sín á
mér og gerðu mig að útgerðarstjóra fyrir-
tækisins og þar með togarans Framtíðar-
innar. Þetta var mikil breyting hjá mér,
áður heimtaði maður allt sem mann
vantaði, en núna varð maður að vera
Ég var alla tíð á móti togurum og lenti mörgum sinnum í slag við þá, skrifar Arnbjörn.