Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Blaðsíða 14
14 – Sjómannablaðið Víkingur
Ég og messinn vorum saman um herbergi og þegar inn í það
kom, vorum við furðu lostnir yfir íburðinum. Þar voru stór tví-
breið rúm, falleg húsgögn, borð og stólar og baðherbergi.
Einnig stórar gluggadyr, sem vissu út að stóru torgi. Við opnuð-
um þær því að heitt var í veðri. Síðan þvoðum við af okkur
ferðarykið og skiptum um föt áður en við gengum niður í mat-
salinn til félaganna, sem voru að tínast niður til kvöldverðar.
Þetta var fínt hótel og allt fyrsta flokks. Þjónar komu með
matseðla fyrir okkur til að velja úr réttunum. En enginn skildi
neitt í frönskunni, sem þeir voru prentaðir á og við komumst í
vandræði. Þjónarnir skildu ekki ensku, og vorum við ráðalausir.
Þangað til einhver kom auga á orðið „Omelette“ á seðlinum, og
könnuðust flestir við það, enda enn notað um eggjaköku heima
á Íslandi. Stóð það heima og ég held að flestir hafi pantað
eggjaköku og orðið gott af.
Eftir matinn fórum við út í borgina að skoða næturlífið. En
annars gengum við tímanlega til náða. Margir voru þreyttir og
við vissum að næsta kvöld mundum við fara af stað aftur og
leggja upp í langan og strangan áfanga. Og sumir okkar ætluðu
að fara snemma á fætur næsta dag og nota hann eftir föngum til
að skoða sig um í París. Við létum verða af þessu og höfðum
mestallan daginn til umráða. Þessi skoðun varð þó heldur
flaustursleg og alltof hröð yfirferð. París var ákaflega falleg
borg, eins og hún er enn, enda kom hún með öllu óskemmd úr
stríðinu. Ég man nú ekki eftir öllu, sem við skoðuðum og
sáum, en þó man ég eftir ýmsu, og við fórum í Eiffelturninn.
En fyrr en varði var tíminn liðinn, sem við höfðum til umráða
og við urðum að skunda á járnbrautarstöðina.
Suður yfir Alpafjöll
Þaðan var lagt af stað suðaustur yfir Frakkland í troðfullri lest
af fólki. Var hún að skrönglast mestalla nóttina og það fór ekk-
ert vel um okkur marga, að minnsta kosti. Um morguninn
komum við að landamærum Sviss og þar var nokkur stans,
vegna hefðbundinnar landamæravörslu, toll- og vegabréfaskoð-
Glæsihótelið, Grand Hotel Terminus, númer 108 við Rue Saint-Lazare. Þar náttuðu íslensku sjómennirnir sig.
SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS
Skrúfupressur
lofthreinsibúnaður - loftkútar - loftsíur
lofttengibúnaður - loftþurrkarar
Ýmsar stærðir!
Hafið samand við sölumann.