Fréttablaðið - 27.08.2022, Síða 10

Fréttablaðið - 27.08.2022, Síða 10
Það verður að stöðva öll viðskipti við Rússa. Úkraínu vegna. Gitanas Nauséda Ef við hikum frekar mun það kosta fleiri úkraínsk mannslíf, fleiri innviðir og mannvirki munu eyðileggjast Gitanas Nauséda Áhrifaríkasta leiðin til að stöðva stríðið í Úkraínu er að hætta öllum kaupum á gasi og olíu frá Rússlandi. Þetta segir forseti Litáen í viðtali við Fréttablaðið. Með áframhald- andi viðskiptum fjármagni þjóðir heimsins stríð Pútíns. bth@frettabladid.is ALÞJÓÐAMÁL Gitanas Nauséda, forseti Litáen, sagðist ekkert botna í Íslendingum að hafa keypt Volgur og Moskvich-bíla af Rússum í stað- inn fyrir fisk áratugum saman. „Það er ekki eins og þetta hafi verið bestu bílar í heimi,“ sagði Git- anas léttur á brún og uppskar hlátur tiginna gesta og sérstaklega þeirra sem muna tímana tvenna í hátíðar- sal Háskóla Íslands í gær. Þetta var eina athugasemdin sem Gitanas gerði við ræðu Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, sem þá hafði f lutt erindi og getið við- skiptanna í sögulegu yfirliti. Tveir menn komu saman í einum, annars vegar sagnfræðingurinn Guðni og svo forsetinn Guðni. Mjög góður rómur var gerður að fyrirlestri hans en í umræðum að honum loknum fór nokkuð fyrir stöðu smáríkja í skugga stórvelda. Allir forsetar Eystrasaltsríkjanna eru hér staddir vegna 30 ára lýðræð- isafmælis ríkjanna og þeirrar stað- reyndar að Íslendingar, undir stjórn Jóns Baldvins Hannibalssonar utan- ríkisráðherra, voru fyrstir fullvalda þjóða til að styðja sjálfstæði Eist- lands, Lettlands og Litáen. Kom fram að heimsókn Jóns Baldvins Hannibalssonar í janúar 1991 til Vilníus þegar ögurstund var uppi um hvort ríkin næðu að brjótast undan oki Sovétríkjanna hefði haft mikla þýðingu. Með sama hætti hefði Selenskíj, forseti Úkraínu, margsagt eftir að Rússar réðust inn í landið fyrir hálfu ári að heimsóknir vinveittra leiðtoga til Úkraínu frá innrás efli hugrekki Segir að viðskiptum við Pútín verði að linna Gitanas Nauséda, forseti Litáen, telur að lönd sem kaupa orku af Rússum séu með beinum hætti að fjármagna innrás Rússa í Úkraínu. Utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna og Íslands undirrita sameiginlega yfirlýsingu í tilefni af þrjátíu ára afmæli stjórnmálasambands ríkjanna við Ísland. Fyrir aftan þau standa forsetar ríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Gitanas Nausėda, forseti Litáen, ræðir við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands. Með þeim sjást Alar Karis, forseti Lettlands, Sirje Karis, forsetafrú Lettlands, litáíska forsetafrúin Diana Nausėdienė og Egils Levits, forseti Eistlands. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK landsmanna, því þjóð sem fái opin- bera heimsókn viti að hún hafi ekki gleymst. Gitanas, forseti Litáen, sagði í samtali við Fréttablaðið áður en hann steig upp í rútu á leið til Þing- valla að Madrid-fundurinn hefði verið gagnlegur hvað varðar ofur- viðkvæma stöðu í heimshlutanum næst veldi Rússa. „En athafnir þurfa að fylgja orðum,“ sagði Gitanas. Alþjóðastuðningur við Úkraínu er ekki nægur að sögn forsetans. Mikilvægt sé að útvega Úkraínu- mönnum öflugri vopn. „Við Litáar reynum að gera okkar besta til dæmis með því að koma hernaðargögnum til Úkraínu en þeir þurfa mun öflugri og víðtækari stuðning. Ef við hikum frekar mun það kosta fleiri úkraínsk mannslíf, f leiri innviðir og mannvirki munu eyðileggjast,“ segir Gitanas. Litáen er ekki í hópi ríkja á barmi orkukreppu þrátt fyrir að Litáar hafi ekki keypt neitt gas eða olíu af Rússum. Gitanas segir að Litáar standi í lappirnar með því að nýta aðrar leiðir til orkuöflunar. Meðal annars með innflutningi á rafmagni frá Svíþjóð og Póllandi. Ítrekað kom fram að Eystra- saltslöndin telja öryggi þeirra hafa aukist með inngöngu Finna og Svía í NATO. Allir forsetar ríkjanna þriggja eru aftur á móti gagnrýnir á innkaup annarra þjóða á orku frá Rússlandi. „Við erum með innviði sem gerðu okkur kleift að hætta öllum viðskiptum við Rússa í apríl síðast- liðnum. Annars tækjum við þátt í að fjármagna innrás Rússa í Úkraínu. Við hvetjum allar þjóðir til að gera það sama. Það verður að stöðva öll viðskipti við Rússa. Úkraínu vegna,“ segir Gitanas Nauséda, for- seti Litáen. n 10 Fréttir 27. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.