Fréttablaðið - 27.08.2022, Síða 19

Fréttablaðið - 27.08.2022, Síða 19
Rauða Stjarnan tapaði einvíginu við Maccabi Haifa samtals 5–4 sem varð til þess að liðið fór ekki í Meistaradeild Evrópu. Það kostaði þjálfarann Dejan Stancovic starfið. Kaupverðið á Isak er rúmir 10 milljarðar króna. kristinnhaukur@frettabladid.is FÓTBOLTI Newcastle United, ríkasta knattspyrnulið heims, sló í gær klúbbmet þegar keyptur var fram- herjinn Alexander Isak. Hinn 22 ára Svíi vakti athygli á Evrópumótinu í fyrra en hann hefur leikið undan- farin þrjú tímabil með spænska liðinu Real Sociedad. Eftir að hið sádí-arabíska félag PIF keypti hið fornfræga knattspyrnu- lið frá Norður-Englandi í október síðastliðnum hafa margir beðið eftir því að liðið myndi byrja að notfæra sér hið fjárhagslega bolmagn eig- endanna. En þeir eru margfalt fjár- sterkari en allir aðrir eigendur liða í ensku úrvalsdeildinni samanlagt. Það hefur hins vegar ekki gerst fyrr en nú. Kaupverðið á Isak er 63 millj- ónir punda, eða rúmir 10 milljarðar króna. Það er næstum tvöföld upp- hæðin sem Newcastle greiddi fyrir Joe Linton árið 2019. n Sádarnir byrjaðir að eyða stórfé Alexander Isak er orðinn dýrasti leikmaður í sögu Newcastle. Milos Milojevic, sem áður þjálfaði Víking og Breiðablik hér á Íslandi, var í gær til- kynntur sem þjálfari Rauðu stjörnunnar. Hann tekur við af Dejan Stankovic sem mistókst að koma liðinu í Meistaradeild Evrópu. benediktboas@frettabladid.is FÓTBOLTI Milos Milojevic hefur verið ráðinn þjálfari Rauðu stjörn- unnar í heimalandi sínu Serbíu. Þessi fyrrum þjálfari Víkings og Breiðabliks var rekinn frá Malmö í Svíþjóð á dögunum. Milos var hins vegar ekki lengi án starfs og hefur nú landað stærsta starfinu í Serbíu. Rauða stjarnan er eitt stærsta íþróttalið Balkanskagans en í könn- un frá árinu 2008 sögðust 48 prósent Serba halda með félaginu. Félagið hefur unnið deildina 33 sinnum og 26 sinnum orðið bikar- meistari. Þá hefur liðið komist í riðla- keppni Meistaradeildarinnar og í 16 liða úrslit Evrópudeildarinnar. Milos var áður aðstoðarþjálfari Rauðu stjörnunnar en hann fór svo og starfaði í Svíþjóð en snýr nú aftur heim. Dejan Stanković var í starfinu en sagði starfi sínu lausu eftir að hafa mistekist að koma liðinu í Meistara- deildina og það opnaði dyrnar fyrir Milos sem skrifaði undir tveggja ára samning. Milos ráðinn til Rauðu stjörnunnar Stutt er síðan Miloš Milojevic var þjálfari Víkings. Hann er nú orðinn þjálfari Rauðu stjörnunnar sem er eitt stærsta félag í Austur-Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Rauða stjarnan tapaði einvíginu við Maccabi Haifa 5-4.  Þegar Milos var aðstoðarþjálfari vann Rauða stjarnan tvo deildar- titla og einn bikartitil. Á heimasíðu félagsins er hann sagður barn Rauðu stjörnunnar. Hann hafi alist upp á vellinum og farið upp í gegnum aka- demíuna. Hann verður kynntur í dag og mun stýra liðinu gegn Javor. Rauða stjarnan er á toppi ser- bnesku deildarinnar eftir fimm umferðir en liðið hefur ekki tapað leik síðustu tíu deildarleiki. Javor situr í sjötta sæti. n Boðið verður upp á hressingu á fundinum. Mótum framtíðina saman Skannaðu inn QR kóðann til að skrá þig. Forsætisráðherra býður til opins samráðsfundar í Ríma í Hörpu miðvikudaginn 31. ágúst kl. 16:00-17:30 vegna vinnu við Grænbók um mannréttindi. Á fundinum verður fjallað um stöðu mannréttinda á Íslandi, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara. Öll eru velkomin. Skráning fer fram á www.stjornarradid.is/mannrettindafundur. Hægt er að fara inn á síðuna með því að skanna QR-kóðann í vinstra horni auglýsingarinnar. Opinn samráðsfundur um stöðu mannréttinda í Reykjavík Dagskrá 16:00-16:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Opnunarávarp Dr. Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við Lagadeild Háskóla Íslands Hvað eru mannréttindi? Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands Örerindi um mannréttindi 16:30-17:30 Umræður Fundargestum er skipt upp í umræðuhópa sem fjalla um einstök viðfangsefni. Hver hópur kynnir niðurstöður sínar stuttlega í lok fundar. Fundarstjóri er Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands Gott aðgengi fyrir hjólastóla. Í könnun frá 2008 sögðu 48 prósent Serba halda með Rauðu stjörnunni. LAUGARDAGUR 27. ágúst 2022 Íþróttir 19FRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.