Fréttablaðið - 27.08.2022, Qupperneq 20
Í dag og næsta laugardag,
3. september, verður boðið
upp á listasmiðju í Gerðar-
safni í Kópavogi sem ber
heitið Stenslagerð í Múmín-
dal. Anja Ísabella Lövenholdt
leiðbeinandi lofar umhverfis-
vænum efniviði og verk-
efnum fyrir allan aldur.
bjork@frettabladid.is
Þetta er fjölskyldusmiðja
svo ég ætla að vera með
misjöf n er f iðleikastig
enda býst ég alveg eins við
að þarna detti inn börn á
öllum aldri,“ segir Anja Ísabella.
Smiðjan er hluti af Vatnsdrop-
anum, þriggja ára alþjóðlegu sam-
starfsverkefni Menningarhúsa
Kópavogs við Múmínálfa-
safnið í Tampere, H.C. And-
ersen safnið í Óðinsvéum og
Ilon’s Wonderland safnsins í
Haapsalu í Eistlandi.
Eitt meginmarkmið verk-
efnisins er að tengja
saman boðskap og
gildi heimsmarkmiða
Sameinuðu þjóðanna
um sjálf bæra þróun
við sígild skáldverk
höfundanna Tove
Ja n s s on , A st r id
Lindgren og H.C.
Andersen.
„Verkefnið á sér
ót r ú l e g a m a r g a
anga. Ég var ráðin inn
í fyrra til að halda utan
um listasmiðjur og hef
síðan þá verið að taka
einstakar smiðjur og
þróa fræðsluefni sem byggir á þessu
konsepti, finna nýja anga og tengja
saman Menningarhúsin. Eitt þeirra
er Náttúrufræðistofa Kópavogs og
ég vildi nota náttúrulegan efnivið
í þessa smiðju, það talar svo fal-
lega við ævintýri Tove Jansson um
Múmínálfana.“
Endurnýta efni í föndrið
Anja Ísabella segist jafnframt vilja
vera trú heimsmarkmiðunum en
eitt þeirra er ábyrg neysla og fram-
leiðsla.
„Því finnst mér mikilvægt að
kaupa helst ekki nýtt efni í smiðj-
urnar. Við notum tímarit sem falla
til á bókasafninu og við hvetjum til
skapandi hugsunar auk meðvitund-
ar um umhverfið. Ég er svo búin að
vera í nokkrar vikur að pressa blóm
sem hægt er að nota til skrauts. Eins
verð ég með tvær útgáfur stensla
svo hægt sé að klippa og teikna
sjálf en líka tilbúnar fígurur
fyrir yngstu börnin,“ segir
Anja Ísabella. Aðspurð
hvort allir íbúar
Múmíndals komi
við sögu segist hún
helst hafa einbeitt sér að
Múmínfjölskyldunni sjálfri
og svo fái einhverjir f leiri að
f ljóta með, líklega Mía og
Snabbi.
Sjálf segist Anja Ísabella
mjög tengd öllum þremur
höfundum.
„Ég vann um tíma í Nor-
ræna húsinu og er sjálf hálf-
dönsk svo ég ólst upp við
þessar sögur. Ég á allar Múm-
ínálfabækurnar, f lestar Ast-
rid Lindgren sögurnar og H.C
Andersen sögurnar á ég meira að
segja á dönsku,“ segir hún og hlær.
Fylltist gleði þegar Snúður kom
Aðspurð hver sé hennar eftirlætis
íbúi Múmíndals liggur ekki á svari
hjá Önju Ísabellu.
„Fyrsta ástin mín var Snúður!“
segir hún ákveðin. „Það er gegnum-
gangandi að það er smá Snúður í
þeim aðilum sem ég hef verið skotin
í.“ Aðspurð hvaða eiginleikar það
séu, svarar hún: „Ævintýragirni,
blíðleiki og þetta dreymandi heim-
spekiyfirbragð. Snúður er auðvitað
ferðalangur sem býr í tjaldi og er
sjálfum sér nógur en alltaf þegar
hann heimsótti Múmíndal fylltist
maður gleði enda kom Snúður alltaf
með vorinu.“
Anja Ísabella segir smiðjuna hafa
vakið það mikla athygli að ákveðið
hafi verið að endurtaka hana á
sama tíma að viku liðinni í tilefni
af Karnivali í Kópavogi.
„Þá verðum við í fjölnotasal bóka-
safnsins þar sem er pláss fyrir enn
f leiri. Múmínsögurnar eiga mjög
stóran fylgjendahóp og foreldrar
eru alltaf að leita að einhverju
skemmtilegu að gera með börnum
sínum. Múmínævintýrin hafa snert
við mörgum hjörtum.“
Opið verður í einn og hálfan tíma
í dag og er fólki frjálst að koma og
fara. Anja Ísabella segir líklegasta
aldurinn til að taka þátt vera börn
frá fjögurra ára og upp í 11-12 ára.
„En ég hef alltaf haft þá stefnu að svo
lengi sem er hjartarúm er húsrúm
og ég reyni að sníða verkefnin að
þeim sem koma.“ Smiðjurnar verða
báðar frá klukkan 13.00-14.30 og
aðgangur er ókeypis. n
Ástfangin af Snúði
Anja Ísabella ólst upp við lestur sagnanna um Múmínálfana og segir að Snúður með sitt heimspekilega yfirbragð,
hafi verið fyrsta ástin. Í dag býður hún upp á stenslagerð í Múmínálfaþema fyrir alla fjölskylduna. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Þessari
lánlausu
ríkisstjórn
stýrir
formaður
hverfandi
smáflokks.
Ólafur
Arnarson
n Í vikulokin
Móttöku-
herbergið
kallar
hann
grafhýsi,
enda er
það tómt
og laust við
alla hlýju.
BJORK@FRETTABLADID.IS
Hjólagarði í Skálafelli
Á sumrin er rekinn hjólagarður í
Skálafelli og fer hver að verða síð-
astur að prófa áður en svæðið verður
aftur skíðasvæði. Hjólreiðafólk
getur þar fundið brautir og stökk-
palla en f lestir geta fundið leiðir
við sitt hæfi á svæðinu. Opið er á
morgun en nánari upplýsingar um
opnunartíma er að finna á Facebook
og Instagram undir Skálafell Bike
Park. Heimsókn að Skógafossi
Samkvæmt verðurspásíðu Einars
Sveinbjörssonar á blika.is er fínasta
göngu- og útileguveður á Skógum
um helgina. Engin úrkoma og hiti
í tveggja stafa tölu, hvað getum við
beðið um meira? Hvort sem þú ert
manneskja í góðan bíltúr og jafnvel
smá göngu, eða eina síðustu úti-
legu sumarsins þá er góða veðrið á
þessum slóðum. n
Við mælum með
Viðtal við Hrafn Jökulsson sem birtist í þessu
tölublaði er fyrir marga hluti merkilegt.
Hrafn fékk í lok júní dauðadóminn frá
lækni sínum, krabbamein í hálsi á loka-
stigi. Óumflýjanlegur dauðinn er skyndi-
lega nálægur en Hrafn dregur þó ekkert úr og stefnir
ríkinu vegna frelsissviptingar og í kjölfarið langvinnrar
nauðungarvistunar á geðdeild.
Mann setur hljóðan við lestur lýsinga Hrafns á
frelsissviptingunni og í framhaldi vist hans, á því sem
hann lýsir sem versta stað sem hann hafi komið á, deild
32C – bráðageðdeild Landspítala. Móttökuherbergið
kallar hann grafhýsi, enda er það tómt og laust við alla
hlýju. „Alveg eins og grafhýsi. Grafhýsið sem er notað
utan um þá sem ríkisvaldið sviptir því eina sem er
heilagt, frelsið. Frelsið,“ segir Hrafn í viðtalinu.
Geðhjálp hefur vakið athygli á þvingunarúrræðum
sem þeim sem Hrafn ræðir og hefur lagt til að Ísland
verði gert að þvingunarlausu landi, sem tilraun til
þriggja ára. Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna
um réttindi fatlaðs fólks er hvers kyns nauðung og
þvingun óheimil. Ísland hefur enn ekki lögfest þennan
samning og hefur ítrekað verið bent á að þvingun í
meðferð einstaklinga með geðrænar áskoranir standist
ekki lög.
Nú lætur Hrafn reyna á það – og vonandi endist
honum ævin til að fagna sigri í því máli. n
Þrjátíu og tvö sjé
Ýmislegt forvitnilegt má lesa úr
nýrri skoðanakönnun Maskínu á
fylgi stjórnmálaflokka.
Sjálfstæðisf lokkurinn er áfram
stærsti flokkur landsins, með ríflega
20 prósent og Framsóknarflokkur-
inn er næstum jafnstór.
Þriðji stjórnarflokkurinn, Vinstri
græn, mælist með 7,5 prósent. Kjós-
endur kalla ekki sérstaklega eftir
ríkisstjórnarþátttöku þess f lokks,
hvað þá stjórnarforystu. Sósíalista-
flokkurinn mælist nánast jafnstór
og VG en á engan þingmann nú.
Samtals mælist fylgi ríkisstjórn-
arflokkanna 48 prósent. Stjórnar-
f lokkarnir hafa tapað 6,3 pró-
sentustigum frá því í kosningunum
síðastliðið haust – Sjálfstæðisflokk-
urinn tapar 3,5 prósentustigum og
VG 5,1 en Framsókn hefur bætt við
sig 2,3 prósentustigum.
Miðflokkurinn og Flokkur fólks-
ins eru báðir undir fimm prósenta
markinu og næðu því ekki inn á
þing samkvæmt þessari mælingu.
Kjósendur hafna jaðarflokkunum
í ríkisstjórninni. Framsókn bætir
við sig. Það gera einnig Píratar, Sam-
fylking og Viðreisn. Saman njóta
flokkarnir fjórir, sem starfa saman í
meirihluta í Reykjavík, nú stuðnings
55,3 prósenta kjósenda.
Kjósendur kalla eftir frjálslyndri
miðjustjórn í anda meirihlutans í
Reykjavík.
Fylgi VG hríðfellur í þessu stjórn-
arsamstarfi og með sama áfram-
haldi gæti flokkurinn dottið af þingi
í næstu þingkosningum. Traust
kjósenda á Katrínu Jakobsdóttur og
flokki hennar er horfið. Ríkisstjórn-
Kjósendur vantreysta ríkisstjórninni og vilja breytingar
in hefur misst tök á stjórn efnahags-
mála og fram undan eru vandasamir
kjarasamningar bæði hjá ríkinu og
almennum vinnumarkaði. Þessari
lánlausu ríkisstjórn stýrir formaður
hverfandi smáflokks.
Í f lestum lýðræðisríkjum þætti
fráleitt að formaður f lokks sem
nýtur stuðnings 7,5 prósenta kjós-
enda færi með forystu í ríkisstjórn.
Hverjir eru hagsmunirnir sem Sjálf-
stæðisf lokkurinn og Framsókn
meta svo mikilvæga að hægt sé að
púkka upp á slíkt til að verja þá? n
20 Helgin 27. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 27. ágúst 2022 LAUGARDAGUR