Fréttablaðið - 27.08.2022, Page 22
Himinninn var stjörn-
um skrýddur og tungl-
ið óð í skýjum. Mér
fannst einhverjir
nornakraftar vera í
loftinu en ég gat ekki
ímyndað mér að neitt
slæmt gæti hent á svo
fögru kvöldi.
Hrafn Jökulsson stendur
örvum glaður í stærstu orr-
ustum lífs síns. Upp á líf og
dauða við æxli í hálsi sem
hann kallar Surtlu og sam-
tímis við íslenska ríkið sem
hann stefnir fyrir harkalega
frelsissviptingu og læknamis-
tök sem eru líkleg til að kosta
hann lífið.
Það eru mikil forréttindi
að fá að takast bæði á við
íslenska ríkisvaldið og
hana Surtlu mína í öllu
sínu veldi samtímis. Ég er
í engum vafa um hvernig viðureign
mín við íslenska ríkið fer en ég hef
ekki hugmynd um hvort ég lifi sjálf-
ur að sjá réttlætinu fullnægt. En sá
dagur mun koma,“ segir Hrafn, þar
sem hann situr í sólinni fyrir utan
Sjúkrahótel Landspítalans þar sem
hann dvelur á meðan ráðist er að
lófastóru meininu í hálsi hans með
geislum og krabbameinslyfjum.
„Ég veit ekki hvernig staðan er
núna með Surtlu. Læknir í Fossvogi
sem ég fékk til að tala mannamál,
taldi að þetta væri „game over" á
nokkrum vikum – með fyrirvara
um kraftaverk,“ segir Hrafn, en ljóst
er að Surtla hefur haft nokkur ár til
að koma sér fyrir.
„Ég las eitthvað um það að
krabbameinssjúklingar brygðust
við greiningu í einhverjum stigum:
vanmáttur, afneitun, reiði og þung-
lyndi og eitthvað en ég fór beint á
YES! stigið. Gaman, gaman í stríðinu
enda hafði ég ekki tíma til þess að
fara í gegnum öll hin stigin.“
Sex vikna planið
Hrafn segist þarna strax hafa farið
að vinna eftir því sem hann kallar
sex vikna planið. „Bíddu, hvað seg-
irðu? Sex vikur. Ég get verið fúll í
kortér,“ segir Hrafn, sem þarna fann
skýringu á hvað hafði ýtt honum
út í djúpa sjálfsskoðun sem hófst í
heimsfaraldrinum.
„Þetta gaf mér skýringar á af
hverju ég hafði verið í þessu. Það
var bara Surtla að knýja mig upp-
gjörs svo ég væri búinn að ganga í
gegnum það þegar á hólminn væri
komið. Og nú er ég hérna.“
Hrafn rifjar upp að hann hafi
ákveðið að hætta að drekka í byrjun
árs 2020 þegar hann heyrði fyrst af
heimsfaraldrinum, þar sem hann lá
á bráðamóttökunni vegna hjarta-
meins sem rakið var til áfengis-
neyslu.
„Ég sór minn eið á sjúkramót-
tökunni 17. janúar um að ég myndi
ekki framar taka sjúkrahússpláss
vegna drykkju,“ segir Hrafn, sem
réðist í meiriháttar tiltekt í nátt-
úrunni og lífi sínu. Hann hófst
síðan handa, eins og frægt er orðið,
við hreinsun fjörunnar sinnar hjart-
fólgnu í Kolgrafarvík.
Sjálfboðaliðasamtökin Veraldar-
vinir gengu í framhaldinu til liðs við
Hrafn og hreinsunarstarfið teygði
sig langt út fyrir Strandir. Það var
síðan í varnarþingi Veraldarvina á
Brú í Hrútafirði sem stríðshanskan-
um var kastað og mesti átakakafli í
viðburðaríkri ævisögu Hrafns hófst.
Nýtt líf
„Nú er ég loksins tilbúinn að leggja
fram mitt mál eftir að hafa í næstum
tvö ár þurft að rannsaka sjálfur
með hjálp lögmanns míns, Reimars
Péturssonar, og ómetanlegra vina,
ráðgátuna miklu um hvað gerðist
á Brú í Hrútafirði 31. október 2020
klukkan 23.06. Þegar sérsveitir rík-
islögreglustjóra úr tveimur lands-
fjórðungum og gjörvallt lögreglu-
lið Vestur-Húnavatnssýslu ásamt
samningateymi ríkislögreglustjóra
og héraðslækni á Hvammstanga
voru saman komin á Brú í Hrúta-
firði, þar sem ég var að ganga til
náða eftir viðburðaríka viku og
Hrafninn flýgur yfir gaukshreiðrið
Hrafn Jökulsson
mætir Surtlu
æðrulaus þótt
læknir hafi
gefið honum
skamman tíma,
að vísu með
fyrirvara um
kraftaverk.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Þórarinn
Þórarinsson
thorarinn
@frettabladid.is
hlakkaði til þess að vakna frjáls
maður 1. nóvember þegar ég yrði 55
ára og ætlaði að byrja nýtt og enn þá
skemmtilegra líf.“
Hrafn rekur atburðarásina síðan
eins og honum einum er lagið og
segir ósköpin hafa byrjað þegar
hann stóð upp frá tölvunni í mat-
salnum klukkan 23.03. „Ég hafði
sent vinum mínum hvatningarorð
í tilefni af afmæli mínu og beðið
þá um að gefa nú Veraldarvinum
afmælisgjöf af þessu tilefni. Síðan
gekk ég fram á tröppurnar til þess
að kalla á hundinn Mosa. Hundur-
inn Mosi ætlaði með mér í frelsið
daginn eftir.
Ég stóð þarna í myrkrinu. Him-
ininn var stjörnum skrýddur og
tunglið óð í skýjum. Mér fannst ein-
hverjir nornakraftar vera í loftinu
en ég gat ekki ímyndað mér að neitt
slæmt gæti hent á svo fögru kvöldi.
En þar sem ég stóð þarna og ætlaði
að kalla á hann Mosa minn byrjuðu
allt í einu blá og rauð ljós að blikka
í myrkrinu. Á þeim var ekkert form
og það fyrsta sem þessum fjörulalla
datt í hug var: En gaman, er þetta
geimskip?
Upp með hendur!
En þá heyrðist rödd úr myrkrinu
sem kallaði: „Vopnuð lögregla!
Hrafn, upp með hendur!“ Þá hugsaði
ég og ég man hverja nanósekúndu
eins og ég man líf mitt mestan part:
Ekki geimskip, vopnuð ríkislög-
regla?? Þá komu, eins og í Andrés-
blöðunum tvö spurningarmerki. Og
síðan setningin á ensku, einhverra
hluta vegna: „I hit the jackpot.““
Hrafn segist að sjálfsögðu hafa
farið að fyrirmælum lögreglu og
22 Helgin 27. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ