Fréttablaðið - 27.08.2022, Side 24
„Því deild 32C er sannkallað hel-
víti á jörðu. Versti staður sem ég hef
komið á í lífinu og ég hef komið alls
staðar og séð allt.
Á B-gangi þar sem ég var lengst af
eru aðeins fjögur herbergi og þetta
er lokaðasta deild á Íslandi. Þar
þurfti að knékrjúpa fyrir ungum
starfsmönnum ef mann langaði í
sígarettu og það var alls ekki sjálf-
gefið að maður fengi að fara og lesa
í bók eða ná sér í kaffi.
Þetta þurfti allt að bera undir
g r ímu k lædda einkennisbú na
starfsmenn sem voru með fimm-
tán sekúndna athyglisgáfu og voru
þar að auki alltaf önnum kafnir við
að spritta. En gott og vel. Ég náði
nú sem betur fer til margra úr hópi
starfsmanna og á margar góðar
minningar þaðan.“
Í nýjum heimi
Hrafn segir bestu minningarnar
frá 32C tengjast félögum sínum
og vinum til lífstíðar sem hann
eignaðist þar. „Ég stofnaði Vina-
félagið 1. nóvember, á afmælinu
mínu. Strax fyrsta daginn þegar ég
var lentur í nýjum heimi. Alveg eins
og þegar ég var lentur í nýjum heimi
á Vöggustofunni, eða nýjum heimi
hvar sem er í nýju lífi.
Og hvað er það sem mann vantar
í nýjum heimi? Jú, mikilvægast af
öllu er að eignast fyrsta vininn og ég
eignaðist fyrsta vininn 1. nóvember
2020, þegar við Guðni kynntumst.
Hann hefur verið í klóm kerfisins
allt sitt líf. Hann er alvöru hetja.
Við stofnuðum Vinafélagið saman,
kölluðum okkur Krumma Klakason
og Guðna ekki forseta,“ segir Hrafn
og bætir við að Vinafélagið hafi
verið liður í því að skapa úr veru-
leikanum.
„Veruleikinn er yndislegt kaós
og býður upp á endalausa sköpun
ef maður er ekki hræddur og gefst
ekki upp. Hvað gerir maður í nýjum
heimi? Jú, maður heldur áfram að
skapa. Maður gefst ekki upp þótt
manni sé hent eins og rottu í Svan-
dísarvíti og allur heimurinn stimpli
mann geðveikan. Maður berst
áfram, að sjálfsögðu.“
Öll sund lokuð
Eftir tveggja vikna baráttu og fram-
lengingu nauðungarvistarinnar um
tólf vikur segist Hrafni hafa orðið
ljóst að hann slyppi aldrei úr klóm
kerfisins. „Allt vegna þess að ég
neitaði að taka lyfin og 9. nóvem-
ber varð mér ljóst að þeir ætluðu
að halda mér til eilífðarnóns, ef
þess þyrfti, til þess að ég tæki lyfin
þeirra og viðurkenndi að ég væri
geðveikur.
Ég varð því að gjörbreyta um
strategíu og bjó til furðusögu um
að ég hefði verið að reykja eiturlyf
sem heitir spice sem ég hef reyndar
aldrei prófað en að aukaverkanir af
þessu spice-i hefðu lýst sér í hegðun
sem gæti átt sér samsvörun við
lýsingu þeirra á maníu. Þannig að á
pappírum þá gátum við náð saman
um það.“
Hrafn segir læknana þó hafa verið
fasta við heygarðshornið um lyfin
og hafa verið byrjaða að hóta því að
kalla út hið svokallaða varnarteymi
geðsviðsins. „Og nauðungarsprauta
mig, þvert ofan í það sem ég hafði
sagt þeim, að það samrýmdist ekki
trúarbrögðum mínum. Þetta væri
bara eins og að neyða beikon ofan
í múslima,“ segir Hrafn, sem beið
staðfastur þess sem verða vildi.
„Svo rann stóri dagurinn upp að
læknarnir misstu þolinmæðina og
kölluðu á varnarteymið til þess að
sprauta mig. Mér var gert ljóst að ef
ég tæki ekki pillu yrði mér haldið
niðri og ég sprautaður.
Ég og varnarteymið áttum afskap-
lega skemmtilega kvöldstund. Ég
rabbaði fyrst við strákana um ýmis
siðfræðileg málefni og þeirra eigin
framlag til lífsins og hvað þeir hefðu
lagt til málstaðarins. Við áttum
saman góða stund fyrir aftökuna
og svo var ég tekinn og mér var
haldið niðri af fjórum fullfrískum
karlmönnum og sprautaður með
þessum ógeðslegu kemísku efnum,
sem samrýmist ekki mínum lífs-
skoðunum og trúarbrögðum.
Surtla birtist
Íslenska heilbrigðiskerfið er á síð-
ustu þremur árum búið að eyða
tugum milljóna í að lækna mig af
sjúkdómi sem ég er ekki haldinn.
Síðustu tvö ár hef ég margoft fundið
fyrir eymslum í hálsi og verið send-
ur í hvert Covid-prófið á fætur öðru.
Í mars á þessu ári fann ég að
þetta var ekki einleikið og bað um
lækni á deildina 33C þar sem ég var
þá. Læknirinn kom og leit á háls-
inn á mér, sagði að þetta væri ekki
eðlilegt, lét taka blóðprufu og svo
heyrði ég aldrei neitt meira.“
Það var svo ekki fyrr en 24. júní að
Surtla fannst eftir að Jóhanna Engil-
ráð, dóttir Hrafns, rak pabba sinn til
læknis. „Og ég fékk að vita af Surtlu í
vikunni á eftir.
Það fyrsta sem íslenska ríkið hefði
átt að gera þegar það svipti mig
frelsinu og lífinu og öllu 1. nóvem-
ber hefði að sjálfsögðu átt að vera að
setja mig í allsherjar athugun. Fyrst
að íslenska ríkið vildi lækna mig þá
átti það að taka stöðutékk á mér.“
Hrafn segist ítrekað hafa beðið
læknana um að rannsaka á honum
líkamann. „Og ég skal sýna ykkur
hvernig einn miðaldra, útbrunninn
alkóhólisti breytti á tíu mánuðum
líkama sínum úr því að hann gat
varla risið upp við dogg yfir í það
að hann getur barist einn við allan
heiminn. Af hverju athugið þið það
ekki?
Og ég var líka að biðja þá um að
skoða hausinn á mér. Skoðið hvern-
ig ég hugsa áður en þið læknið mig,
viljið þið ekki vita hvernig ég hugsa?
Ég hugsa ekki eins og þið. Ég hugsa
allt öðruvísi. Ég mótaði hugsun
mína sjálfur. Og allt mitt líf byggist
á sköpun. Því sem ég skapa í mínum
eigin huga og því sem ég geri með
mínum tveimur höndum. Einsamall
og berhentur og með huga mínum.
Aldrei glaðari
Ákærurnar tvær snúast um plataf-
mælið á Brú og fangelsið í Svan-
dísarvíti. Hin ákæran snýr að van-
rækslu og mistökum sem eru nú að
öllum líkindum að leiða til dauða
míns. Þannig að við förum í mann-
bótamál að fornum sið,“ segir Hrafn,
sem sjálfum sér líkur mætir örvum
glaður í bæði stríðin; við Surtlu og
íslenska ríkið.
„Drottinn minn dýri. Ég hef aldrei
verið glaðari heldur en núna því ég
hef aldrei verið sáttari við líf mitt.
Mér finnst líf mitt fullkomið eins og
það er og ég hef náð að leysa mína
lífsgátu. Og er svo þakklátur fyrir
það tækifæri að geta verið að skoða
líf mitt og njóta lífsins en vera ekki
allt í einu dauður sísona. Það er enn
þá verk að vinna í þágu málstaðar-
ins,“ segir Hrafn sem hvorki bregður
sér við sár né bana.
„Það er gaman að vera í lífshættu.
Þá er maður á lífi. Svona á þetta að
vera. Ég vil vera úti á dekki í pusinu.
Og gleðjast,“ segir Hrafn sem hefur
síðustu vikur skemmt sér við að líta
um öxl yfir ævintýralegan og fjöl-
breyttan feril þar sem hann, iðulega
ófyrirsjáanlegur, hefur meðal ann-
ars verið; ljóðskáld, blaðamaður,
stríðsfréttaritari í Bosníu, skáktrú-
boði, Grænlandsvinur, rithöfundur
og óþreytandi baráttumaður fyrir
aðeins betri heimi ýmsum vett-
vangi.
Þegar að því kemur, tékkarðu þig
út sáttur eftir að hafa litið yfir farinn
veg og það sem eftir þig liggur. Allar
minningarnar, ljóðin, blöðin, tíma
ritin, bækurnar, litlu byltingarnar
hér og börnin þín fjögur…?
„Sannarlega! Þetta er búið að
vera stórkostlegt líf. Ég held að ég
hafi ekki fengið níu líf. Ég held að
ég hafi fengið átján. Svona þegar
ég hef verið að skoða mitt ævin-
týralega lífshlaup. Ég held það séu
átján, kannski er ég bara búinn með
sautján.“
Höfundur eigin lífs
Við höfum verið vinir í tvo áratugi
þannig að ég þekki þig náttúrlega
vel og veit að kvarnirnar í hausnum
á þér snúast stöðugt á öðru hund
raðinu þannig að hugmyndirnar
streyma fram svo hratt að ég get
stundum beinlínis orðið þreyttur af
því einu að taka við þeim öllum.
„Já, svo er það munurinn á að fá
hugmyndir og framkvæma þær. Er
það ekki? Já, við höfum alltaf verið
svolítið góðir í því,“ segir Hrafn og
hlær lágt.
„Já, já. Ég hef komið víða við en ég
hef líka alltaf verið á mínu ferðalagi.
Og ég hef aldrei verið upptekinn til
dæmis af áliti annarra eða skoðun-
um annarra. Ég hef aldrei borið mig
saman við aðra. Hvort sem ég hef
verið í blaðamennsku, eða verið að
skrifa eða sama hvað ég er að gera.
Ég ber mig ekkert saman við aðra
af því að eini höfundurinn sem ég
hef lært af það er ég sjálfur og það
geri ég með því að lesa mína eigin
texta aftur og aftur og aftur þang-
að til þeir verða betri og betri og
skýrari og skýrari. Svo er auðvitað
gaman að lesa aðra höfunda ef þeir
eru skemmtilegir.“
Ekkert að óttast
Tölu verður ekki með góðu móti
komið á öll þau góðgerðarmál og
fjársafnanir sem Hrafn hefur lagt
lið eða staðið fyrir til þess að rétta
þeim sem minnst mega sín, ekki síst
börnum, hjálparhönd nær og fjær.
Þú hefur lítið verið að hugsa um
eigin hag og efnahag í öllum þessum
ævintýrum þínum sem hafa nú ansi
oft hafist með þessum orðum: Jæja,
hvernig eigum við að réttlæta tilveru
okkar í dag?
„Ég er ferðalangur og ferðalangur
þarf ekki hús eða íbúð. Ég hef aldrei
átt hús eða íbúð. Ég man ekki hvort
ég hef einhvern tímann verið skrif-
aður fyrir bíl. En hvernig réttlætum
við tilveru okkar? Við réttlætum til-
veru okkar einfaldlega með því að
reyna að vera svolítið næs hvert við
annað. Er það ekki? Byrja þar.“
Og fegra lífið aðeins?
„Já! Lífið er skemmtilegt. Það
er engin ástæða til þess að vera
hræddur. Við lifum í samfélagi sem
er gegnsýrt af ótta. Mörgum finnst
dauðinn vera tabú og erfitt að tala
um hann. Ég hef vanið mig á að
hugsa um og fást við dauðann allt
mitt líf.
Hann hefur verið förunautur
minn og ég þekki hann svo vel. Ég
hef svo oft verið þar sem hann átti
að vera en hann hefur ekki verið
þar. Þannig að ef þú vilt vita leynd-
armál þá er hann ekki til, skilurðu?
Þannig að við þurfum ekki að vera
hrædd við eitthvað sem er ekki til.
Ekki satt? Við getum byrjað þar.
Ekki vera hrædd.“ n
„Ég ákæri allt
íslenska lýð-
veldið, alla
stjórnmála-
menn, alla geð-
lækna, alla ráða-
menn íslenska
lýðveldisins.
En ég geri það
með bros á vör.“
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Veruleikinn er yndis-
legt kaós og býður upp
á endalausa sköpun ef
maður er ekki hrædd-
ur og gefst ekki upp.
24 Helgin 27. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ