Fréttablaðið - 27.08.2022, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 27.08.2022, Blaðsíða 35
Embætti hagstofustjóra laust til umsóknar Hagstofa Íslands starfar á grundvelli laga um Hagstofu Íslands, nr. 163/2007. Hún er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir forsætisráðherra. Hagstofan er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar í landinu og hefur forystu um tilhögun, samræmingu og framkvæmd hennar og um samskipti við alþjóðastofnanir um hagskýrslu- og tölfræðimál. Leitað er að metnaðarfullum og framsæknum einstaklingi sem er vel fær um að takast á hendur rekstur stofnunarinnar, sjá til þess að lögbundnum verkefnum hennar sé sinnt af fagmennsku, geti sinnt og hafi skilning á þörfum samfélagsins og stjórnvalda fyrir vandaðar hagskýrslur og talnaefni, svo sem á sviði sjálfbærrar þróunar og velsældarmarkmiða, og sjái til þess að stofnunin sinni vel þjónustu við almenning og atvinnulíf. Menntun og hæfniskröfur: • Háskólapróf í hagfræði, tölfræði, félagsfræði eða skyldum greinum, þekking og reynsla af hagskýrslugerð eða notkun hagtalna. • Hæfileiki og þekking til að veita stofnuninni forystu og móta hlutverk hennar til framtíðar. • Skýr sýn á hlutverk Hagstofunnar í nútíð og framtíð, m.a. þjónustuhlutverk hennar og umbótaþörf með hliðsjón af þörfum samfélagsins, samfélagsbreytingum, tækniþróun og upplýsingaþörf. • Þekking á og reynsla af miðlun flókinna upplýsinga. • Farsæl reynsla af umbótavinnu og breytingastjórnun er kostur. • Hæfileiki til að tjá sig m.a. um málefni stofnunarinnar í ræðu og riti, a.m.k. á íslensku, ensku og einu öðru Norðurlandamáli. Við skipun í embætti hagstofustjóra verður einnig horft til þátta sem skilgreindir hafa verið í stjórnendastefnu ríkisins sem eru heilindi, leiðtogahæfni, árangursmiðuð stjórnun og samskiptahæfni. Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá, þar sem fram koma upplýsingar um menntun og fyrri störf, ásamt kynningarbréfi með upplýsingum um ástæður umsóknar og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur fyrir starfið. Um laun og önnur launakjör hagstofustjóra fer skv. 39. gr. a. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 1. september 2022 og skal umsóknum skilað á starfatorg.is með viðeigandi fylgigögnum fyrir lok þess dags. Forsætisráðherra mun skipa þriggja manna hæfnisnefnd sem metur hæfni umsækjenda og skilar greinargerð til ráðherra. Embætti hagstofustjóra er laust til umsóknar frá og með 1. nóvember 2022, en forsætisráðherra skipar í embættið til fimm ára í senn. Nánari upplýsingar veitir Bryndís Hlöðversdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu; bryndis.hlodversdottir@for.is Erum við að leita að þér? ATVINNUBLAÐIÐ 7LAUGARDAGUR 27. ágúst 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.