Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.08.2022, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 27.08.2022, Qupperneq 41
Starfssvið og helstu verkefni: Safnstjóri Listasafns Íslands ber stjórnunarlega og fjárhagslega ábyrgð á rekstri og faglegri starfsemi safnsins. Að öðru leyti eru starfsskyldur safnstjóra m.a.: • Dagleg stjórnun og rekstur safnsins svo sem fyrir er mælt í lögum og reglum. • Yfirstjórn og varðveisla safneignar. • Fjárhagsleg ábyrgð, áætlanagerð um meðferð fjármuna og rekstur safnsins. • Stjórnun listaverkainnkaupa til safnsins. • Stjórnun sýningarhalds, fræðslustarfsemi, útgáfu og þjónustu við safngesti, þ.m.t vörusölu. • Stjórnun lána á listaverkum til hins opinbera og til annarra safna í samræmi við lög og reglur. • Skipulagning og tilhögun rannsókna sem safnið hefur með höndum. • Leiða ráðgjafahlutverk og samvinnu viðurkenndra listasafna á landsvísu. • Móta framtíðarsýn fræðslu, miðlunar og sýningarhalds safnsins. • Ábyrgð á öryggi safneignar og húsakosts. • Annast umsýslu safneignar, aðgengi og kynningu fyrir almenning og opinbera gesti. • Að vera menningar- og viðskiptaráðuneyti til ráðgjafar um myndlist og listsögulegan menningararf. Hæfniskröfur og eiginleikar umsækjanda eru m.a.: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi og staðgóð þekking á starfssviði Listasafnsins. • Þekking á starfsumhverfi og lögum um Listasafn Íslands. • Framúrskarandi leiðtogahæfni, skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði. • Árangursrík reynsla af stjórnun og mótun liðsheildar. • Árangursrík reynsla af mannauðsmálum, mannþekking og drifkraftur. • Þekking á opinberri stjórnsýslu og lagaumhverfi opinberra stofnana. • Nánar á Starfatorg.is. Nánari upplýsingar: Áhugasamt fólk, óháð kyni, sem uppfyllir skilyrði ráðningar og býr yfir þeirri hæfni og eiginleikum sem er áskilið, er hvatt til að sækja um embættið. Menningar- og viðskiptaráðherra skipar í embættið til fimm ára að fengnu mati hæfnisnefndar. Gert er ráð fyrir að skipað verði í embættið frá og með 15. október 2022. Umsóknarfrestur er til og með 12. september 2022. Frekari upplýsingar um hæfniskröfur og umsóknarferli má finna á www.starfatorg.is. Upplýsingar veitir Skúli Eggert Þórðarson ráðuneytisstjóri í síma 5459825. Embætti safnstjóra Listasafns Íslands er laust til umsóknar. Safnstjóri Listasafns Íslands stjórnar starfsemi og rekstri safnsins og mótar listræna stefnu þess. Listasafn Íslands er þjóðlistasafn og höfuðsafn á sviði myndlistar. Hlutverk safnsins er m.a. að safna íslenskri myndlist og vera miðstöð varðveislu, rannsókna, heimildasöfnunar og miðlunar á íslenskri myndlist. Það veitir öðrum söfnum ráðgjöf, stuðlar að samvinnu listasafna og vinnur að samræmdri safnastefnu á sviði myndlistar. Safnið heyrir undir menningar- og viðskiptaráðuneytið og annast rekstur þriggja safnhúsa í Reykjavík; Aðalsafnhús, Listasafn Ásgríms Jónssonar og Safnahúsið við Hverfisgötu. Listasafn Íslands stendur að öflugu sýninga- og fræðsluhaldi árið um kring. Það kaupir listaverk í samræmi við lög og reglugerð sem gilda um safnið og tekur á móti listaverkagjöfum. Leitað er að einstaklingi til að stýra Listasafni Íslands sem hefur sýnt ótvíræða leiðtogafærni og hefur til að bera þá þekkingu, reynslu og aðra eiginleika til að takast á við það verkefni, svo sem frekar greinir í auglýsingu þessari. Leiðtogi óskast Listasafn Íslands
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.