Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.08.2022, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 27.08.2022, Qupperneq 62
Hugtakið „þróun“ hefur talsvert verið í orðræðunni undanfarin misseri. Við lifum í síbreytilegu sam- félagi þar sem áherslubreyt- ingar og ný verkfæri sem styðja við störf almennt líta dagsins ljós nokkuð ört og jafnvel of ört fyrir mörg. Að sögn Selmu Kristjánsdóttur, fagstjóra starfsmenntamála hjá VR, verður fólk oftar en ekki að tileinka sér ný vinnubrögð og bæta við sig aukinni hæfni til þess að hægt sé takast á við og geta nýtt þessa þróun. „En hvernig veit fólk hverju skal við bæta og hvernig það getur styrkt sig til að takast á við þessar áskoranir sem framtíðin ber í skauti sér? Hæfni framtíðarinnar The World Economic Forum, eða Alþjóðaefnahagsráðið, er sjálf- stæð alþjóðastofnun sem sérhæfir sig í greiningu á framtíðarhæfni á vinnumarkaði. Stofnunin er staðsett í Genf í Sviss, er ekki bundin sérhagsmunasamtökum og starfar ekki í hagnaðarskyni. Stofnunin á í samstarfi við opinbera og einkageirann við að greina mögulega framtíðar- hæfni fólks í takti við þær öru breytingar sem eru og verða á vinnumarkaði. Á nokkurra ára fresti gefur Alþjóðaefnahagsráðið frá sér skýrslu sem kallast „The Future of Jobs Report“. Í þessum skýrslum kortleggur ráðið framtíð starfa og birtir þá hæfniþætti sem munu teljast mikilvægir fyrir störf framtíðarinnar, tækninýjungar og innleiðingu þeirra í alþjóðasam- félaginu út frá þeim atburðum eða breytingum sem hafa átt sér stað í gegnum tíðina. Tíu mikilvægustu hæfniþættirnir 2025 Í skýrslu ráðsins má meðal annars finna útlistun á tíu mikilvægustu hæfniþáttum starfa árið 2025 sem Alþjóðaefnahagsráðið telur mikilvæga í framtíðinni. Má nefna sem dæmi að hæfni til að leysa úr flóknum vandamálum er einn þeirra þátta sem atvinnurekendur trúa að muni áfram vera mikilvæg- ir á næstu árum, en þessi þáttur hefur verið á lista hjá stofnuninni yfir mikilvæga hæfniþætti síðan árið 2016. Aðrir hæfniþættir sem eru að ryðja sér til aukins rúms eru þættir er lúta að sjálfsstjórn starfs- fólks. Má þar nefna virka þátttöku í lærdómsferli, seiglu, streituþol og sveigjanleika. Þar sem margir þessara hæfniþátta snúa að sjálfs- stjórn og persónulegri hæfni fólks er brýnt að hver og einn einstakl- ingur taki þátt í eigin starfsþróun, hugi að hæfni sinni og hafi þessa mikilvægu hæfniþætti sér til hlið- sjónar. Í höndum einstaklinga og fyrirtækja Möguleikar til eigin starfsþró- unar eru margir og þegar horft er til kostnaðarhliðarinnar koma starfsmenntasjóðir stéttar- félaga oftar en ekki dyggilega til stuðnings. Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks er starfsmenntasjóður félagsfólks aðildarfélaga og fyrirtækja sem Losnar fólk aldrei undan pressunni að læra? Selma Kristjánsdóttir segir að hæfni til að leysa úr flóknum vandamálum hafi verið á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir mikilvæga hæfniþætti á at- vinnumarkaði síðan 2016 og verði þar áfram. Fréttablaðið/anton brink starfa eftir kjarasamningi VR, Landssambands íslenzkra verzl- unarmanna og Samtaka atvinnu- lífsins. Styrkjamöguleikar sjóðsins eru nokkrir sem meðal annars má sjá í útlistun á leiðunum þremur hér á síðunni. Til viðbótar við þær mögulegu leiðir sem færar eru þarf að huga að því hvað telst styrkhæft í sjóðinn og þá flokkun má sjá í töflu félagsfólki VR/LÍV til frekari útskýringar.“ n 6 kynningarblað A L LT 27. ágúst 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.