Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.08.2022, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 27.08.2022, Qupperneq 76
Umfjöllun og fréttir alla daga Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, og Kristján Þór Einarsson, GM, sigruðu í Korpubikarnum sem fram fór í samvinnu við Icelandair á Korpúlfs- staðavelli dagana 19.-21. ágúst 2022. Þau léku bæði frábært golf og líklega er þetta besti árangur sem sést hefur á stigamóti hér á landi. Leiknar voru 54 holur á þremur dögum en mótið var jafnframt lokamótið á stiga- mótaröð GSÍ. Guðrún Brá lék snilldar golf og endaði á 12 höggum undir pari vall- ar. Hún sigraði með 12 högga mun. Hún fékk þrettán fugla og tvo erni á 54 holunum sem er frábært. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, Íslands- meistari í golfi 2022, varð önnur á pari vallar og Berglind Björnsdóttir, GR, varð þriðja á 2 höggum yfir pari. Kristján Þór, sem er Íslands- meistari í golfi 2022, lék á 18 höggum undir pari vallar, sem er samkvæmt bestu heimildum besti árangur sem íslenskur kylfingur hefur náð á 54 holum. Hann fékk tuttugu fugla á 54 holum og einn örn. Allir hring- irnir voru undir 70 höggum sem er afar sjaldgæft. Kristján var með fjögurra högga forskot fyrir lokahringinn en Axel Bóasson, GK, veitti honum harða keppni og náði að jafna hann á 10. holu og komast í forystu á 12. braut en hann var átta undir pari eftir 12 holur. Kristján fékk tvo fugla á síðustu fjórum en Axel lék þær á pari. Munurinn því tvö högg í lokin. Næstir voru Hlynur Bergsson, Hjalti Hlíðberg Jónasson, sem eru báðir úr GKG, og Böðvar Bragi Pálsson, GR léku allir á 8 höggum undir pari vall- ar. Alls léku 16 leikmenn í mótinu í karlaflokki undir pari vallar – sem er frábær árangur í golfmóti á Íslandi. Með sigrinum tryggði Kristján Þór sér jafnframt stigameistara- titilinn 2022. n Kristján Þór og Guðrún Brá báru sigur úr býtum í Korpubikarnum Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR, er stigameistari 2022 á stigamótaröð GSÍ. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS, varð önnur, skammt á eftir Jóhönnu og Perla Sól Sigurbrands- dóttir, Íslandsmeistari í golfi 2022, varð þriðja. Þetta er í fyrsta sinn sem Jóhanna Lea er stigameistari. Hún lék á alls fjórum mótum af sex á tímabilinu. Hún sigraði á einu þeirra, Leiru- mótinu hjá GS, hún varð ein í öðru sæti í Hvaleyrarbikarnum og í þriðja sæti á B59 Hotel mótinu. Á Íslands- mótinu í golfi endaði hún á meðal 20 efstu. n Jóhanna Lea stigameistari Íslenska kvennalandsliðið í golfi hóf leik miðvikudaginn 24. ágúst á Heimsmeistaramótinu í liðakeppni áhugakylfinga, Espirito Santo Trop- hy. Andrea Bergsdóttir, Hulda Clara Gestsdóttir og Ragnhildur Krist- insdóttir skipa íslenska liðið. Með þeim í för eru Ólafur Björn Loftsson afreksstjóri og Baldur Gunnbjörns- son sjúkraþjálfari. Mótið fer nú fram í 29. skipti og hefst keppni miðviku- daginn 24. ágúst og lokadagurinn er 27. ágúst. Keppt er á tveimur völlum, Le Golf National og Golf de Saint-Nom- La-Bretèche, sem eru rétt utan við París í Frakklandi. Alls eru 56 þjóðir sem taka þátt en mótið hefur aðeins einu sinni verið með fleiri liðum, 57 á Írlandi árið 2018. Mótið er 72 holu höggleikur, og 2 bestu skorin af alls 3 telja á hverjum degi. n Keppa á HM í Frakklandi Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, nýkrýndur Íslandsmeistari í golfi 2022, er í úrvalsliði meginlands Evrópu sem keppir gegn úrvalsliði Bretlands og Írlands í Junior Vagli- ano liðakeppninni 2022. Mótið er árlegur viðburður þar sem að úrvalslið kvenna 16 ára og yngri keppir sín á milli – og eru aðeins kylfingar í fremstu röð á heimsvísu valdir í þetta mót. Perla Sól sigraði nýverið á Evrópumóti stúlkna 16 ára og yngri – og er hún fyrsti íslenski kylfingurinn sem nær þeim árangri í stúlknaflokki. Valnefnd á vegum EGA setti saman liðið – sem er þannig skipað: Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Johanna Axelsen (Danmörk), Anna Cañadó (Spánn), Andrea Revuelta (Spánn), Carla De Troia (Frakkland) og Lynn Van Der Sljuijs (Holland) sem sigraði nýverið á R&A áhugamannamótinu í stúlknaf lokki fékk einnig sæti í liðinu eftir sigurinn. n Perla Sól keppir á stóru sviði í Evrópu Kristján Þór Einarsson hefur átt viðburðaríkt golftímabil þar sem hann hefur skarað fram úr og sópað að sér titlum Hann segist ætla að halda áfram að hafa gaman af golfi. „Þolinmæði er það fyrsta sem kemur upp í hugann og mikill stuðningur frá fólkinu í kringum mig,“ segir Kristján Þór Einarsson, stigameistari GSÍ og Íslandsmeistari 2022, þegar hann er spurður hver sé lykillinn að góðri spilamennsku að undanförnu og í sumar. Kristján segir að hann sé gamli kallinn á mótaröðinni þar sem margir ungir kappar undir tvítugu og rétt rúmlega það séu meðal keppenda. Hann er þó aðeins 34 ára. „Þeir segja stundum við mig á fyrsta teig: Maður fær bara að spila með gamla í dag“, segir Kristján og hlær, en hann var einmitt tvítugur þegar hann varð Íslandsmeistari 2008. Núna vann hann titilinn aftur á sama stað fjórtán árum síðar. Kristján Þór var heldur betur á boltanum í Korpubikarnum um síð- ustu helgi. Hann lék hringina þrjá á 18 undir pari, eitthvað sem hefur aldrei sést á Íslandi áður. Hann fékk tuttugu fugla og einn örn á 54 holum sem er frábært og magnað. En hann fékk harða keppni frá Keilismanninum og atvinnukylf- ingnum Axel Bóassyni sem þurfti að vinna upp fjögur högg í loka- hringnum. Hann gerði það og gott betur og var kominn í forystu þegar fimm holur voru eftir, en Kristján sýndi áfram seiglu og tryggði sér sigur. Hvað segir Kristján eftir þennan annan sigur á móti í mánuðinum og stigameistaratitilinn? „Ég var alveg rólegur og naut þess að sjá Axel í miklu stuði. Hann var 8 undir pari eftir 12 holur og hafði unnið upp fjögurra högga forskot á tíundu holu í lokahringnum og gerði gott betur því hann var kominn í forystu á tólftu. Ég náði frábæru pútti á 14. f löt og var sterkur á loka- holunum sem dugði til sigurs. Ég hef aldrei leikið jafn gott golf og í þessu móti. Aðstæður voru líka mjög góðar. Korpan er í frábæru ásig- komulagi og f latirnar sérstaklega góðar, héldu mjög vel línu þann- ig að það hjálpaði til í púttunum. Svo eru fleiri mál sem hafa hjálpað mér í sumar. Mér hefur aldrei liðið jafn vel á golfvellinum. Ég var ekki með mjög miklar væntingar í vor en var ákveðinn í að spila mitt golf. Ég hef þurft að vinna í erfiðum per- sónulegum málum, barnaverndar- máli sem endaði í forsjárdeilu og það hefur tekið nokkurn tíma en er nú að baki að mestu. Að ganga í gegnum þá reynslu hefur kennt mér meiri þolinmæði og mér finnst það hafa hjálpað mér á golfvell- inum. Það er frábært að geta leikið áhyggjulaust golf þar sem ánægjan og gleði hefur ráðið ríkjum.“ Hefurðu eitthvað hugsað um að reyna við atvinnumennsku? „Ég gerði það árið 2014 og það hefur aldrei verið á dagskrá eftir það.“ Kristján segir það svolítið sér- kennilegt að keppnistíðinni sé lokið hér heima. „Það er nægur tími eftir af sumri og ætti að vera hægt að spila í tveim- ur mótum til vibótar.“ Kristján segist ætla að halda áfram að æfa og leika keppnisgolf og hafa gaman af því. „Það hefur verið stígandi í mínum leik í sumar, ég er kominn með meira sjálfstraust sem kylfingur og persóna. Ég ætla að halda áfram að æfa vel en svo verð ég líka í golfi með börnunum mínum tveimur sem eru 8 og 9 ára.“ En er eitthvað eitt sem stendur upp úr eftir keppnissumarið hjá Kristjáni? „Já, þegar maður lítur til baka er það sérstakt að í tveimur stórum mótum, meistaramótinu og Íslands- mótinu í Eyjum þurfti að aflýsa einni umferð. Ég man ekki eftir að hafa upplifað það á sama sumrinu,“ n Þolinmæði og stuðningur Kristján Þór Einarsson er stigameistari GSÍ. Ég er kominn með meira sjálfstraust sem kylfingur og persóna. Ég ætla halda áfram að æfa vel Perla Sól er einn efnilegasti kylfingur Íslands um þesar mundir. Jóhanna Lea skaraði fram úr. Kristján Þór og Guðrún Brá spiluðu frábært golf í Korpubikarnum. Perla Sól er Íslandsmeistari í golfi. Íslenska kvennalandsliðið keppir á heimsmeistaramóti áhugakylfinga. 36 Bílar 27. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐGOLF FRÉTTABLAÐIÐ 27. ágúst 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.