Fréttablaðið - 27.08.2022, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 27.08.2022, Blaðsíða 80
BÆKUR Hvað er Drottinn að drolla? Auður Haralds Fjöldi síðna: 270 Útgefandi: JPV útgáfa Kristján Jóhann Jónsson Saga Auðar Haralds Hvað er Drott- inn að drolla? er skemmtileg aflestrar og stundum fyndin. Gæti verið prýðilegt lesefni fyrir fram- haldsskólanema. Farsæl skrifstofu- kona lendir 676 ár aftur í tímann og vaknar í smáþorpi á Mið-Englandi, rétt áður en svarti dauði heltekur Evrópu. Sögur af tímaf lakki eru margar, bæði í bókmenntum og kvikmyndum. Það er freistandi og skemmtilegt að notfæra sér í frá- sögn allt það smáa en mikilvæga sem breyst hefur á löngum tíma og bæði skopleg og raunaleg tilhugsun að hversdagslífið geti skyndilega snúist á haus. Yfirburðir nútímans Stundum kemur gesturinn í tíma- f lakkssögum úr gamla tímanum og inn í nútímann, verður kjána- legur og gerir allt skakkt eins og jólasveinunum okkar hættir til þegar þeir koma ofan úr fjöllunum. Í sögu Auðar kemur gesturinn úr nútímanum inn í fortíðina og hefur heilmikla yfirburði. Guðbjörg skrif- stofukona lendir að vísu í líkama miklu yngri konu, heitir þá Elísa- bet og ber oft fyrir sig minnisleysi þegar hana vantar þekkingu Elísa- betar. Hins vegar er hún vel lesin í miðaldasögu og veit allt mögulegt sem hinir nýju „samtímamenn“ hennar hafa ekki aðgang að. For- tíðin stendur nútímanum nokkuð langt að baki. Guðbjörg sem nú heitir Elísabet, spreytir sig dálítið á sóttvörnum en fljótt verður ljóst að í lágþróuðu samfélagi er ekki hægt að verjast bakteríum. Það er af tæknilegum ástæðum og auk þess eru handhafar þekkingarinnar árið 1346 vantrúaðir á upplýsingar þess- arar konu sem þeir vita ekki betur en sé Elísabet. Tvær pestir Ef til vill mætti gagnrýna söguna fyrir að fara eilítið hægt af stað. Hreinlætismál verða að ásteytingar- steini strax í upphafi og margsinnis er hnykkt á þeim vanda áður en yfir lýkur. Að vissu leyti réttlætist það hins vegar í frásögninni þegar pestin kemur og blómstrar í sóða- skapnum. Það er líka umhugsunar- efni hvernig svarti dauði birtist í sögulegri skáldsögu rétt eftir Covid. Drepsótt í varnarlausu samfélagi er ansi mikið harkalegri en í okkar tæknivædda nútíma. Við vældum nú samt ef ég man rétt og hrinum út af því hvað Covid væri okkur erfitt og sumum virtist jafnvel finnast að aldrei, hvorki fyrr né síðar, hefði nokkur kynslóð lent í svo hræði- legum raunum. Höf undurinn lætur að þessu liggja í lok sögunnar og umhugsunarefnið á fullan rétt á sér. Erum við nútímamenn frekar grátt leikin af sjálfsmeðaumkun? Í því miðaldasamfélagi sem hér er lýst túlka guðsmennirnir pestina sem refsingu guðs og það verður ekki með nokkru móti sagt að full- trúar guðs í þessari bók beri honum fagurt vitni. n NIÐURSTAÐA: Skemmtileg, söguleg skáldsaga, nokkuð fyndin og heldur uppi ágætri spennu. Svarti dauði er uppistaða í þeirri fortíð sem lýst er. Drottinn og pestirnar hans Hvað er drottinn að drolla? er nýjasta skáldsaga Auðar Haralds. Viftur Heilbrigt loft - heilbrigt heimili Betri loftgæði Rétt rakastig Minni líkur á myglusveppum Minna ryk Færri veirur og bakteríur Minna orkutap • • • • • • viftur.is -andaðu léttar Loftskiptikerfi varmaendurvinnsla - loftsíun - loftskipti tsh@frettabladid.is Rússneski listahópurinn Pussy Riot mun sýna verk í Þjóðleikhúsinu í nóvember. Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri staðfestir þetta. „Pussy R iot-hópur inn kom hingað á vordögum og vann hér í húsinu sem var nú háleynilegt í upp- hafi en hætti svo að vera leynilegt. Þær unnu hér sýningu sem þær eru búnar að túra Evrópu með og Þjóð- leikhúsið aðstoðaði við og sú sýning verður flutt í Þjóðleikhúsinu í nóv- ember,“ segir Magnús Geir. Að sögn hans er um að ræða leik- sýningu, listgjörning og tónleika, sem verður sýnd samhliða fyrstu yfirlitssýningu Pussy Riot sem verður opnuð í gallerí Kling & Bang í nóvember. Pussy Riot er femínískur listhóp- ur sem notar list sína sem pólitískt af l til að berjast fyrir lýðræði, mál- frelsi, trúfrelsi og réttindum hin- segin fólks í Rússlandi, meðal ann- ars. Meðlimir hópsins eru harðir andstæðingar Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta og hafa meðal annars verið ofsóttir og fangelsaðir af rússneskum stjórnvöldum. Hópurinn kom hingað til lands síðasta vor með aðstoð Ragnars Kjartanssonar listamanns og æfði í Þjóðleikhúsinu. „Gjörningar Pussy Riot eru án efa einhver mikilvægustu póli- tísku listaverk 21. aldarinnar. Ef einhverjir listamenn hafa gefið allt fyrir listina þá eru það þessir töffarar,“ sagði Ragnar í samtali við RÚV í gær. n Pussy Riot sýnir verk í Þjóðleikhúsinu í vetur Frá tónleikum Pussy Riot í Los Angeles þann 10. ágúst síðastliðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 40 Menning 27. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.