Fréttablaðið - 27.08.2022, Síða 82
Ég náttúrlega byrja rétt
fyrir Guð blessi Ísland.
Svo stóð til að ég
myndi slútta þegar
Covid brast á. Ég gat
bara ekki gert þjóðinni
það að hætta strax.
Þegar Hlö-vélin er beðin um að
skilja eftir traustan lagalista fyrir þá
hlustendur sem sitja eftir með sárt
ennið í heitum pottum umhverfis
landið, segir hann slíkan lista þegar
vera til.
„Pottapartí-diskurinn sem var sá
síðasti í Veistu hver ég var? seríunni
stendur alltaf fyrir sínu og ég gerði
eitt sinn playlista á Spotify sem
heitir Pottapartý Sigga Hlö. Þar er
að finna slatta af neðangreindum
lögum af þessu þriggja diska meist-
arastykki.
Diskur 1 - Potturinn
1. Rydeen - Yellow Magic Orchestra
2. Abracadabra - Steve Miller Band
3. Save Me - Clout
4. You’ll Never Know - Hi Gloss
5. Last Night A DJ Saved My Life -
Indeep
6. Hallelujah - Milk & Honey
7. What Are You Doing Tonight -
Tomas Ledin
8. Maria Magdalena - Sandra
9. You're My Heart, You're My Soul
- Modern Talking
10. Couldn’t Get It Righ. - Climax
Blues Band
11. Owner Of A Lonely Heart - Yes
12. Don't Stop Believin' - Journey
13. It Started With A Kiss - Hot
Chocolate
14. Can't Fight This Feeling - REO
Speedwagon
15. Ain’t Nobody - Chaka Khan &
Rufus
16. Hold Me Now - Thompson
Twins
17. I Want Your Love - Chic
18. Such A Shame - Talk Talk
19. Self Control - Laura Branigan
Diskur 2 - Partýið
1. Born To Be Alive - Patrick
Hernandez
2. You Think You’re A Man - Divine
3. Fame - Irene Cara
4. Gonna Get Along Without You
Now - Viola Wills
5. The Safety Dance - Men With-
out Hats
6. Funky Town - Lipps Inc.
7. Celebration - Kool & The Gang
8. Heat Of The Moment - Asia
9. Beat It - Michael Jackson
10. Baggy Trousers - Madness
11. Pop Muzik - M
12. S.O.S. Fire In The Sky - Deodato
13. Never again - Classic Nouveaux
14. Turn Me Loose - Loverboy
15. Save A Prayer - Duran Duran
16. Eyes Without A Face - Billy Idol
17. To Cut A Long Story Short -
Spandau Ballet
18. Dancing With Tears In My Eyes
- Ultravox
19. Let’s All Chant - Michael Zager
Band
Pottapartí Sigga
Hætt er við að eitthvað kólni í heitu
pottunum þegar Siggi fer upp úr.
Meistari, meistari kveður. Hlö out!
Ekkert mál að úthýsa Michael Jackson
Sjálfsagt er stærsta ritstjórnar-
lega ákvörðunin sem Siggi
Hlö tók á þeim fjórtán árum
sem Veistu hver ég var? gekk á
Bylgjunni sú að hætta að spila
lög með Michael Jackson.
Siggi ákvað þetta þegar
ásakanir um að poppgoðið hefði
áreitt unga pilta kynferðislega
komust í hámæli. Þótt Jackson
hafi verið frekur til fjörsins og
feykivinsæll á því árabili sem
þátturinn teygir sig yfir segir
Siggi þetta hafa verið ósköp lítið
mál.
„Já, ég gerði það og það var bara
ekkert mál. Það er fólk sem skilur
mig ekki og svo er fólk sem skilur
mig. Og mér er bara alveg sama,
þú veist. Ég á þetta og má þetta,“
segir Siggi sem sér ekki eftir neinu.
„Þetta er bara mín persónulega
ákvörðun. Ég er svo sem ekki að
dæma eitt né neitt en mér líður
bara betur með að spila hann
ekki.“
Þegar ásakanir
um kynferðis-
brot Jacksons
komu fram af
þunga kaus
Siggi að vísa
80’s stjörn-
unni á dyr.
Vinsælasti útvarpsþáttur
landsins um langt árabil,
Veistu hver ég var?, fer í loftið
í síðasta sinn á Bylgjunni í
dag og aðdáendur Sigga Hlö.
munu sjálfsagt margir hverjir
dansa með tárin í augunum
þegar meistari, meistari
kveður ef að líkum lætur í
síðasta sinn með þessum
löngu sígilda frasa: Hlö out!
toti@frettabladid.is
Sítt að aftan gleðin verður nokkuð
tregablandin á Bylgjunni frá klukk-
an 16 fram að kvöldfréttum og bjór-
inn dálítið beiskur í heitu pottunum
þegar Siggi Hlö lýkur sínum síðasta
Veistu hver ég var? þætti eftir að
hafa haldið gleðinni gangandi með
tónlist frá árunum 1975 til 1995 frá
því skömmu fyrir hrun.
„Ég byrjaði í maí 2008 þannig að
þetta eru fjórtán ár og einhverjir
mánuðir,“ segir Siggi og staðfestir
að vissulega hafi hann orðið var við
nokkurn harmagrát eftir að hann
lét þau boð út ganga að hætta bæri
leik þótt hátt hann stæði, eftir allan
þennan tíma.
„Já, já. Fólk er alveg sorgmætt yfir
þessu og ég líka. Ég á eftir að sakna
þess að vera ekki á þessum tíma en
þetta bara passar ekki lengur inn í
mitt líf og mitt starf þannig að þá
bara verður maður að taka hefti-
plásturinn og rykkja honum af.“
Hættir á toppnum
Siggi segir kveðjustundina þó
ekki jafn tregafulla og ætla mætti
enda gengur hann sáttur frá borði.
„Samkvæmt Gallup-könnun held
ég að þetta hafi verið vinsælasti
þátturinn fyrstu helgina og hann
hefur nánast alltaf verið það síðan
og er ennþá vinsælasta útvarpsefni
á Íslandi. Fréttir og talmál og allt
þetta er langt fyrir aftan mig.“
Enda er aldurshópurinn sem
hlustar á sígilda tónlistina, sem
Siggi hefur gert út á með þessum
líka stórgóða árangri, breiður.
„Sumir sem eru að hringja inn voru
ekki einu sinni fæddir þegar þáttur-
inn byrjaði. Pældu í, bara að segja
þessa setningu,“ segir Siggi og hlær.
„Sumir vita ekki einu sinni hvað 80’s
er. Slakiði á! Og svo er þetta bara
alveg upp úr.“
Þegar Siggi er spurður hvort hann
kunni skýringar á bæði vinsældum
tónlistar þessa tuttugu ára tímabils
og þáttarins segir hann að það sé
af nógu að taka í tónlistinni. „Það
er náttúrlega nóg af músík þarna
og nóg af tónlistarstefnum en ég
hef alltaf sagt að það hafi keyrt mig
áfram þannig að ég er búinn að
nenna þessu svona lengi er fólkið
sem hafði gaman af þessu að mér.
Burt með bölmóð og pólitík
Það er mitt mesta hrós að fólk
nennti að sprella með mér. Aldrei
talað um pólitík eða neinn bölmóð.
Það var bara lokað á það. Alltaf
gaman, allir í góðu skapi og sumir
alveg, jú, jú komnir með vel í tána.
En aðrir ekki.“
Siggi lýsir þættinum þannig sem
hamingjustund þjóðarinnar. „Hægt
að gleyma bölmóðnum og hringja í
kallinn. Ég segi alltaf að ég hafi bara
stungið á einhverju kýli sem var
alltaf þarna. Þú veist, ég bjó þetta
ekki til.
En þetta er bara svona staður
í helginni þar sem fólk er komið
heim, byrjað að græja steikina og
þau sem eru að fá sér rauðvín eða
bjór eru svona að opna einn bauk
upp úr fjögur. Og ef þú ert í sumar-
húsi þá ferðu í pottinn á þessum
tíma. Þetta er ekki nýtt. Þetta var
búið að vera svona löngu áður en
ég byrjaði í útvarpi en allt í einu
opnaðist gluggi fyrir fólk að sprella.
Hafa gaman og á því hefur
íslenska þjóðin þurft að halda
nokkur skipti í þessi fjórtán ár. Ég
náttúrlega byrja rétt fyrir Guð blessi
Ísland. Svo stóð til að ég myndi
slútta þegar Covid brast á. Ég gat
bara ekki gert þjóðinni það að hætta
strax,“ segir Siggi sem telur rétt að
láta nú staðar numið.
„Það eru mjög margir sem átta
sig ekki á því að ég er tvo og hálfan
tíma í loftinu á viku og eyði átta til
tíu klukkutímum á viku í að undir-
búa mig. Ég er með þrettán síðna
handrit og þetta eru 750 þættir og
það kostar vinnu. Ég er að hætta
vegna þess að dagvinnan mín þarf
alla mína athygli,“ segir Siggi sem
er kominn á kaf í ferðaskrifstofu-
bransann.
Þreytist ekki á ELO
Þegar Siggi er beðinn um að taka til
spilunarlista fyrir aðdáendurna sem
hann er að skilja eftir í heitu pott-
unum vísar hann einfaldlega á þá
safndiska sem hann hefur gefið út
undir merkjum þáttarins.
„Ég fékk náttúrlega gullplötu á
þessari vegferð minni og þessir
Veistu hver ég var? diskar eru auð-
vitað stóri „play listinn“ minn,“
segir hann og hlær áður en hann
nefnir sérstaklega lögin Don’t stop
believin’ með Journey og Turn me
loose með Loverboy sem dæmi um
lög sem hann hafi gefið frí eftir
ofspilun. „En ég þreytist aldrei á að
spila ELO. Líklega langmest spilaða
hljómsveitin í sögu þáttarins og þeir
bara þreytast ekki.“ n
Hlö out –
í síðasta sinn
Siggi Hlö hefur staðið gleðivaktina með þjóðinni í gegnum súrt og sætt síðustu fjórtán árin en telur tímabært að ljúka keppni þar sem dagvinnan kallar hátt.
Einhver söknuður fylgir aðskilnaðinum við símaglaða pottverja en Hlö-vélin kveður sátt og í sínu venjulega stuði. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
42 Lífið 27. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 27. ágúst 2022 LAUGARDAGUR