Fréttablaðið - 31.08.2022, Síða 2
Hundblautt
Það rigndi eins og hellt væri úr fötu í miðborg Reykjavíkur í gærdag og dagurinn í dag á ekki að vera mikið skárri. Í kvöld gæti þó glytt í sól. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
h ú s g a g n av e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
AYJA - K129
3ja sæta, 2ja sæta og stóll.
Margir litir af áklæði eða leðri.
Komið og skoðið úrvalið
benediktarnar@frettabladid.is
ALÞINGI Fimm mánuðir eru síðan
Sigurður Ingi Jóhannsson inn-
viðaráðherra var kærður til for-
sætisnefndar fyrir brot á siðareglum
Alþingis fyrir ummæli sín um Vig-
dísi Häsler, framkvæmdastjóra
Bændasamtakanna, í gleðskap
tengdum Búnaðarþingi. Varafor-
seti forsætisnefndar segir ekkert
hafa gerst í málinu frekar.
„Það er ekki neitt að frétta. Þetta
hreyfist ekkert hjá honum Birgi
[Ármannssyni, forseta forsætis-
nefndar] sem er ákvarðanafælnasti
maður sem ég veit um. Hann þarf
alltaf að fá eitthvert annað álit,“
segir Björn Leví Gunnarsson, þing-
maður Pírata.
Hann býst ekki við að neitt gerist
í málinu þangað til Alþingi kemur
aftur til starfa í september.
„Nei, líklega ekki, kannski verður
eitthvað gert á sumarfundinum sem
er í næstu viku,“ segir Björn.
Hann segir að önnur mál hafi
tekið athyglina, til að mynda sala á
hlut ríkisins í Íslandsbanka og skip-
an Lilju Alfreðsdóttur, menningar-
og viðskiptaráðherra, á Hörpu Þórs-
dóttur í embætti þjóðminjavarðar.
„Það kemur alltaf eitthvað nýtt
í staðinn sem lætur alla gleyma
gamla dótinu, kannski er verið að
bíða eftir því að enginn skipti sér af
þessu,“ segir Björn. ■
Aðgerðaleysi í máli Sigurðar Inga
Sigurður Ingi
Jóhannsson,
innviðaráðherra
sigurjon@frettabladid.is
MENNING Uppboðshúsið Fold hefur
staðið í ströngu við sölu á hátt í þrjú
hundruð verkum í eigu Bændasam-
taka Íslands sem prýddu Hótel Sögu.
Fold hefur nú tvö verk eftir Leif
Breiðfjörð til sölu, bæði verkin eru
frá árinu 1973 og héngu í Súlna-
salnum.
Annað listaverkið er metið á
tæpar þrjár milljónir króna og hitt á
tæpar tvær milljónir króna. Jóhann
Ágúst Hansen, uppboðshaldari og
framkvæmdastjóri Foldar, segir að
þessi listaverk séu þau dýrustu sem
seld hafa verið frá Bændasamtök-
unum.
„Svona er þetta, það er ekkert
hægt að gera í þessu,“ segir Leifur
Breiðfjörð hlæjandi um söluna.
„Þessi verk voru í Súlnasalnum í
gamla daga, fólk dansaði undir
þessu.“ ■
Hafa selt nærri
þrjú hundruð
verk Hótel Sögu
Í dag verður ráðstefna Sorgar-
miðstöðvar um skyndilegan
missi. Fagstjóri Sorgarmið-
stöðvar segir að margt þurfi að
laga þegar kemur að verklagi
varðandi skyndilegan missi.
benediktboas@frettabladid.is
SAMFÉLAG „Það er ekki samræmt
verklag sem styður aðstandendur
eftir skyndilegan missi. Það getur
haft áhrif hvaða dagur er, í hvaða
hverfi viðkomandi býr, landshluta,
hvort það sé reyndur aðili á vakt eða
hvort það er sumarfrí. Þetta er því
miður svo handahófskennt, ósam-
ræmt og ómarkvisst,“ segir Guð-
rún Jóna Guðlaugsdóttir, fag stjóri
Sorgarmiðstöðvar, en í dag fer fram
ráðstefna Sorgarmiðstöðvar um
skyndilegan missi.
Skyndilegur missir snertir marga
og verður á ráðstefnunni fjallað um
hann frá mismunandi sjónarhorn-
um. Af vettvangi, á vinnustöðum,
frá sjónarhóli aðstandenda og í
pallborðsumræðum verður þeirri
spurning velt upp hvernig hægt sé
að gera betur fyrir syrgjendur sem
missa skyndilega.
Alma Möller landlæknir setur
ráðstefnuna sem verður í sal
deCODE, Sturlugötu 8, ásamt því að
vera streymt en hún hefst klukkan
eitt.
Guðmundur Ingi Guðbrands-
son, félags- og vinnumarkaðsráð-
herra, mun fjalla um sorgarorlof.
Anton Örn Karlsson, deildarstjóri
hjá Hagstofunni, segir frá tölum og
staðreyndum. Stefnir Snorrason,
varðstjóri hjá Slökkviliði höfuð-
borgarsvæðisins, segir frá komum
slökkviliðsins á vettvang skyndilegs
andláts. Rauði krossinn fjallar um
sálræna hjálp og Inga Berg Gísla-
dóttir, verkefnastjóri hjá Embætti
landlæknis, fjallar um vinnustaði.
Kolbeinn Elí Pétursson segir frá
sinni reynslu sem aðstandandi af
skyndilegum missi áður en Guðrún
Jóna kynnir verkefnið Hjálpum48.
„Við viljum styðja fólk sem missir
skyndilega og við viljum gera það á
fyrstu 48 klukkutímunum frá and-
láti,“ segir Guðrún Jóna um verk-
efnið. „Við viljum byrja smátt og
hafa verkefnið vel afmarkað og að
þeir sem koma að því séu allir hags-
munaaðilar því eins og staðan er
núna er ekkert í boði.
Heilsugæslan bendir á geðheilsu-
teymið sem bendir á Landspítalann
og enn aðrir segja að prestarnir séu
með þetta á sinni könnu og enn
aðrir benda á aðra. Þetta er veruleik-
inn. Það benda allir hver á annan,“
segir hún.
Guðrún Jóna segist vera spennt
fyrir komandi ráðstefnu. „Það upp-
lifa of margir ómarkvissan stuðning
eða jafnvel engan.“ ■
Skyndileg dauðsföll eru
yfir hundrað á hverju ári
Skyndilegur missir snertir marga og verður fjallað um hann frá mismunandi
sjónarhornum á ráðstefnunni sem fram fer í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Yfir hundrað á ári
Anton Örn Karlsson, deildar-
stjóri hjá Hagstofunni, mun
ræða um tölur og staðreyndir
um skyndilegan missi. Hann
segir að ekki hafi áður verið
teknar saman slíkar tölur.
„Við byggjum á flokkun
dánarmeina og það sem
við sjáum þegar við tökum
aldurinn 20-64 ára er að það
séu um 117-144 skyndileg
andlát á ári frá 2016-2020.
Karlar eru fleiri í þessum
hópi. Konur eru aðeins um 25
prósent á ári.“
Anton bar saman tölur
frá Svíþjóð og er Ísland með
svipaðar tölur og frændur
vorir. „Núna þegar þetta er
birt viljum við gjarnan fá
viðhorf fólks um hvort við
getum gert betur.“
Eitt verkanna sem voru á uppboði.
2 Fréttir 31. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ