Fréttablaðið - 31.08.2022, Side 12

Fréttablaðið - 31.08.2022, Side 12
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Stórútgerð- ir, eigendur þeirra og öll stór- fyrirtæki landsins eru fyrir löngu farin út úr smá- krónunni, skiljan- lega. Það er skynsam- legt. Ólíklegt er að varanleg sátt náist á vinnu- markaði fyrr en sátt næst um gjaldtöku af auð- lindum. Pólitík snýst um að auðvelda líf og heimilisrekstur fólksins í landinu. Gera stritið fyrir hinu daglega brauði léttara. Sterkari samkeppnishæfni fyrirtækja skiptir líka máli fyrir hag heimila. Í nútímanum þurfa pólitískar ákvarðanir að fara um langan veg í misflóknum kerfum áður en þær skila sér heim í eldhús til fólks. Fyrir vikið þarf stjórnmála- fólk stundum að hafa fyrir því að skýra tengslin milli stefnumála þeirra og eldhússins. Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég las á dögunum grein eftir Friðrik Jónsson, formann BHM. Þar segir hann þetta um tengslin milli sjávarútvegsstefnunnar og kjarasamninga en þeir eru eldhúspólitík fyrir alla: „Ólíklegt er að varanleg sátt náist á vinnumarkaði fyrr en sátt næst um gjaldtöku af auðlindum. Mun það taka áratugi nema áherslubreyting verði á vettvangi stjórnmálanna en þangað til þarf að leitast við að skapa tímabundna sátt.“ Þetta sýnir vel að sjávarútvegsmálin fjalla ekki bara um afmarkaðan hluta í þjóðarbúskapnum heldur tengjast stærri málum samfélagsins. Þau eru hvorki einkamál sérfræðinga né einkamál þeirra sem eiga beinna hagsmuna að gæta. Hún varðar alla þjóðina og er stórt hagsmunamál fólksins heima við eldhúsborðið. Gjaldmiðlamál eru fyrir mörgum frekar óspennandi viðfangsefni. Samt hefur fátt annað meiri áhrif á hvers- dagslífið: á pólitíkina við eldhúsborðið, vinnuna fyrir hinu daglega brauði og starfsemi fyrirtækja. Þegar við kölluðum fyrst eftir þjóðaratkvæði um aðild að Evrópusambandinu var viðkvæði margra: „Þetta má nú bíða. Gerum bara það sem þarf. Því ef við fáum að ráða verður krónan eins og hver annar gjald- miðill.“ Nú hafa þeir stjórnað í allmörg ár. Spyrjum af því tilefni við eldhúsborðið: Hvers vegna þurfa fjölskyldur og lítil og meðalstór fyrirtæki í íslenska krónuhagkerfinu að borga tíu sinnum hærri vexti en vinir okkar í danska krónuhagkerfinu. Til þess að glíma við sömu verðbólgu? Þetta er hin sanna eldhúspólitík sem snertir hið daglega líf fólks. Er einhver ástæða til að bíða lengur? Eigum við ekki skilið sömu kjör? n Pólitík fyrir eldhúsið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar Hvað er að frétta? Stöðugar fréttir allan daginn á frettabladid.is kristinnhaukur@frettabladid.is arnartomas@frettabladid.is Frægðarhöll Lilju Lilja Alfreðsdóttir fær nú enn einu sinni á baukinn fyrir vafa- sama ráðningu. Nú fyrir ráðn- ingu Hörpu Þórsdóttur þjóð- minjavarðar. Ráðningin hefur valdið fjaðrafoki sem er reyndar ágætt að einu leyti fyrir Lilju. Hún skyggir á aðra vafasama ráðningu, Svanhildar Hólm, hjá Viðskiptaráði, í starfshóp um samkeppni og neytendamál. Þessar tvær bætast í frægðarhöll umdeildra ráðninga Lilju, með Páli Magnússyni ráðuneytis- stjóra og Einari Huga Bjarnasyni raðnefndarmanni og fleirum. Það er spurning hvort Lilja geti ráðið pípara án þess að komast í klandur? Rimahverfi á nálum Fjölmiðlar greindu nýlega frá því að ung kona í Rimahverfi hefði fengið óþægilega heimsókn um helgina. Tvær dularfullar konur bönkuðu upp á og vöktu óhug með bjagaðri íslensku sinni og skrítnum spurningum. Tengdust þær yfirstandandi innbrota- hrinu í hverfinu? Nei. Umræddar konur ráku auga í fréttirnar og svöruðu fyrir sig þar sem þær höfðu einfaldlega farið húsavillt. Uppsafnaður uggur Grafarvogs- ins hvarf eins og dögg fyrir sólu. Það væri óskandi að óhugnaður í samfélaginu væri oftar einfald- lega misskilningur. n Vextir á dönskum húsnæðislánum eru um þessar mundir 0,7 prósent, fastir út lánstímann. Ein ástæða þess að Danir geta haldið vöxtum svo lágum og stöðugum er að þeir eru í ESB og danska krónan er fasttengd evrunni og studd af Evrópska seðlabankanum. Í öllum löndum ESB eru vextir einungis brotabrot af því sem er hér á landi þrátt fyrir að samræmd mæling verðbólgu sýni að í allri Evrópu er verðbólgan næstlægst hér á Íslandi. Aðeins í Sviss er minni verðbólga en hér á landi. Sviss er þekkt fyrir efnahagslegan stöðugleika. Hví eru þá stýrivextir svo háir hér? Jú, ráð- andi öfl hér á landi hafa ákveðið að vera með séríslenskan gjaldmiðil til innanlandsbrúks. Íslenska krónan hefur verið eins og korktappi í stórsjó, stórskaddað almenning og dregið úr samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Á einni öld hefur hún rýrnað svo að hún er í dag aðeins 1/2000 hluti þess sem hún var um 1920. Ekki er hægt að geyma verðmæti í íslenskri krónu vegna þess að þau verða að engu. Verð- tryggingunni var ætlað að bæta úr því en afleiðingar verðtryggingar hafa birst okkur í kollsteypum sem skaða atvinnulífið í landinu og almenning en maka krókinn fyrir fjármála- kerfið og efnamikla fjárfesta. Ekki eru hins vegar allir á Íslandi háðir smá- krónukerfinu. Íslenska smákrónan er fyrir almenning og minni fyrirtæki. Stórútgerðir, eigendur þeirra og öll stórfyrirtæki lands- ins eru fyrir löngu farin út úr smákrónunni, skiljanlega. Það er skynsamlegt. Vaxtahækkanir Seðlabankans hafa hækkað greiðslubyrði venjulegrar barnafjölskyldu vegna húsnæðislána um 100 þúsund eða jafnvel meira en eru hvalreki fyrir fjármagnseigendur. Bankarnir græða vegna þess að Seðlabankinn fer beinlínis í vasa barnafjölskyldna og sækir peninga til að færa bönkum og fjárfestum. Á meðan taka hinir ríku gjaldeyrislán til að kaupa hlutabréf í bönkum og brosa að hinum sem verða að taka lán á íslenskum vöxtum. Alltaf kjósum við samt aftur þessa valdhafa sem standa vörð um fjármagnið og traðka á fólkinu í landinu. Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur. Við þurfum að krefjast svara um hverju það sætir að ráðamenn ríghalda í skaðlegan gjald- miðil sem skaðar fólkið í landinu. Hvers vegna mega bara auðmenn og stórfyrirtæki búa við stöðugleika og hagstæð lánakjör? n Þangað leitar kvalinn klárinn Ólafur Arnarson olafur @frettabladid.is SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 31. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.