Fréttablaðið - 31.08.2022, Side 20
Fram
undan er
verkefni
sem við
erum
spenntar
fyrir, þetta
er í okkar
höndum
og við
ætlum
okkur
þetta
HM-sæti.
Þetta gerist í raun og
veru ekki stærra. Þetta
er félag sem vill berj-
ast um alla titla sem í
boði eru.
16 Íþróttir 31. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 31. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGUR
Berglind Björg Þorvaldsdóttir,
atvinnu- og landsliðskona í
knattspyrnu, hefur í nægu að
snúast þessa dagana. Hún er
hluti af landsliðshópi Íslands
sem á fram undan úrslitaleiki
í undankeppni heimsmeist-
aramótsins í knattspyrnu og
þá skrifaði hún nýlega undir
samning við franska stór-
veldið Paris Saint-Germain.
FÓTBOLTI Berglind var áður á mála
hjá norska félaginu Brann en eftir
aðeins nokkra mánuði í herbúðum
félagsins kom kallið frá París þar
sem hún skrifaði undir tveggja ára
samning. Berglind segir, í samtali
við Fréttablaðið, að aðdragandinn
að félagsskiptunum hafi verið
stuttur.
„Forráðamenn félagsins höfðu
samband við mig fljótlega eftir Evr-
ópumótið. Ég heyrði náttúrulega af
áhuga PSG á mér í fyrra og félagið
reyndi að fá mig en það gekk ekki
upp. Nú gekk þetta upp og ég er bara
mjög ánægð með að vera orðin leik-
maður þessa stóra félags.“
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Berglind spreytir sig í Frakklandi.
Erfitt að segja
nei við PSG
aron@frettabladid.is
FÓTBOLTI Arnar Bergmann Gunn-
laugsson, þjálfari ríkjandi Íslands-
og bikarmeistara í Víkingi Reykja-
vík, framlengdi í gær dvöl sína hjá
félaginu út tímabilið 2025. Víkingar
hafa undanfarin ár klifraði upp
metorðastigann í íslenskri knatt-
spyrnu og nú berst félagið um titla.
Vegferð Arnars með liðið hefur hins
vegar ekki alltaf verið dans á rósum.
Það er á erfiðu tímunum sem
hefur reynt á samstarf Víkinga við
Arnar en þá hefur stjórn félagsins
haft trú á þeirri vegferð sem hann
er á með liðið, það hefur nú skilað
sér í glæstum árangri.
„Það er ótrúlegt að finna fyrir
þessu trausti,“ segir Arnar í sam-
tali við Fréttablaðið eftir að hafa
framlengt dvöl sína hjá Víkingi
Reykjavík. „Stjórn félagsins á stór-
an þátt í þessari velgengni okkar.
Þegar maður finnur þennan sam-
hljóm í vinnunni sinni, og það er
sama hvort það er í fótbolta, endur-
skoðun eða lögfræði, þá líður manni
bara það vel að maður finnur enga
ástæðu til að breyta til.“
Á fyrri hluta tíma Arnars með
liðið reyndi virkilega á þolinmæði
bæði stjórnar og stuðningsmanna
en stjórn félagsins sýndi því skiln-
ing og hafði trú á hugmyndafræði
þjálfarans.
„Ég hef alltaf sagt að það reyni
aldrei á hugmyndafræði og leik-
kerfi þjálfarans fyrr en illa gengur,
þá virkilega fara menn að hvísla.
Þá þarf þjálfarinn að hafa tiltrú
stjórnarinnar með sér og sem betur
fer hafði ég það þegar illa gekk hjá
okkur.“
Árangri fylgir athygli og Arnar
segist hafa heyrt af áhuga annarra
knattspyrnufélaga. „Það er bara
hluti af þessum leik okkar. Þegar
það gengur vel, hvort sem þú ert
leikmaður eða þjálfari, þá er alltaf
verið að tala um það hvað gæti gerst
og tilboð fara að berast. Auðvitað
hef ég metnað fyrir því að reyna
fyrir mér erlendis en mér liggur bara
ekkert á. Ég er hjá félagi núna sem
býður mér upp á að berjast um titla,
hjálpa leikmönnum og þróa unga
leikmenn. Það eru ekki mörg lið sem
bjóða upp á það nema að það séu
einhverjar óraunhæfar væntingar
sem því fylgi. Á meðan svo er, þá er
Víkin mjög góður staður til að vera
á.“ n
Á góðum stað og liggur ekkert á að reyna fyrir sér erlendis
Arnar og Kári Árnason tókust í hendur eftir undirskrift. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Kvennalands-
liðið þurfti að
æfa innan dyra
í gær vegna
veðurs á höfuð-
borgarsvæðinu.
Liðið er nú í
dauðafæri á að
komast í fyrsta
sinn í sögunni
inn á Heims-
meistaramótið.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Aron
Guðmundsson
aron
@frettabladid.is
Hún var á mála hjá Le Havre þar í
landi frá 2020 til 2021. Hún segir
góða tilfinningu fylgja því að snúa
aftur til Frakklands.
„Mér hefur alltaf liðið vel í Frakk-
landi en fyrst og fremst er það bara
ótrúlega spennandi fyrir mig að
vera mætt aftur í frönsku deildina.
Hún er mjög skemmtileg og sterk.
Nú er ég bara að reyna að koma mér
almennilega fyrir þarna úti, leita
mér að íbúð og öllu því sem þessum
félagsskiptum fylgir. Ég fór strax í
æfingaferð með liðinu til Barcelona
en ég hef þá allavegana verkefni
fyrir höndum þegar landsliðsverk-
efninu lýkur.“
Hún segir það hafa heillað sig
mest að hafa tækifæri til að spila
fyrir jafn stórt félag og Paris Saint-
Germain er, sannkallað stórveldi í
evrópska boltanum.
„Það er erfitt að segja nei við
félag eins og PSG. Þetta gerist í raun
og veru ekki stærra. Þetta er félag
sem vill berjast um alla titla sem í
boði eru bæði í Frakklandi sem og
í Meistaradeild Evrópu. Þá hefur
liðið frábærum leikmönnum á að
skipa. Ég veit að ég mun bæta minn
leik úti.“
Skilja sátt eftir krefjandi tíma
Tími Berglindar hjá Brann fór ekki
eins og vonir stóðu til. Hún var
mikið meidd þessa mánuði sem hún
var á mála hjá félaginu, eitthvað sem
hryggir hana nú þegar hún lítur yfir
farinn veg.
„Við enduðum hins vegar okkar
samstarf í góðu. Auðvitað er það
erfið staðreynd að kyngja að ég var
meidd stóran hluta af tíma mínum
hjá félaginu og hvað mig persónu-
lega varðar þykir mér það leitt að
hafa ekki náð að gefa meira af mér
fyrir félagið og liðið. Svona er bolt-
inn hins vegar og maður veit aldrei
hvað næsti dagur ber í skauti sér.“
Þó svo Berglind eigi eftir að setja
sér persónuleg markmið fyrir tím-
ann hjá PSG eru markmiðin hjá
liðinu skýr. „Fyrst og fremst vil ég
bara hjálpa liðinu að vinna titla.
Fram undan eru spennandi tímar og
ég hlakka til að hefja þetta verkefni
á fullu með félaginu.“
Áður en hún gerir það eru tveir
mikilvægir leikir hjá íslenska
kvennalandsliðinu í undankeppni
HM sem bíða. Ísland er í öðru sæti
síns undanriðils, tveimur stigum á
eftir Hollandi. Ísland á hins vegar
eftir að spila tvo leiki á meðan Hol-
land á aðeins einn leik óspilaðan.
Sá er einmitt innbyrðis viðureign
liðanna tveggja.
Full einbeiting á verkefninu
Ísland mætir Hvíta-Rússlandi hér
heima á föstudag, í leik þar sem
stelpurnar okkar ættu að vera
sigurstranglegri aðilinn. Vinni þær
leikinn verða þær fyrir ofan Hol-
land þegar liðin mætast innbyrðis
á þriðjudag. Það myndi þýða að
Ísland yrði með pálmann í hönd-
unum fyrir þann leik. Jafntefli eða
sigur myndi duga til þess að vinna
riðilinn og tryggja sér farseðil beint
á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á
næsta ári. Sigri Holland vandast
hins vegar málið. Þá þarf Ísland að
fara í umspil um sæti í lokakeppn-
inni.
„Við komum gríðarlega vel inn
í þetta verkefni,“ segir Berglind.
„Fram undan er verkefni sem við
erum spenntar fyrir, þetta er í okkar
höndum og við ætlum okkur þetta
HM-sæti.“
Hún segir það ekki trufla liðið að
síðari leikur liðsins, gegn Hollandi,
sé sá leikur sem á endanum öllu
skiptir.
„Nei, þetta truf lar okkur ekki.
Nú erum við bara með fulla ein-
beitingu á leiknum gegn Belarús,
þær eru fínar í fótbolta og ég býst við
gríðarlega erfiðum leik. Við getum
ekki leyft okkur að horfa lengra en
akkúrat bara á þann leik fyrst, við
verðum að klára hann og í kjölfarið
getum við leyft okkur að hugsa um
leikinn við Holland.“ n