Fréttablaðið - 31.08.2022, Page 25

Fréttablaðið - 31.08.2022, Page 25
Jesú er til, hann spilar á banjó ber með sér nemendabrag sem er ekki óeðlilegt eða af hinu slæma. tsh@frettabladid.is Óperan Mærþöll eftir Þórunni Guð- mundsdóttur verður frumsýnd í Gamla bíói næstkomandi fimmtu- dag. Óperunni er lýst sem fullorðins ævintýraóperu og er söguþráðurinn byggður á Mærþallar sögu, gömlu íslensku ævintýri. „Það er svo skemmtilegt að það eru svo margar kvenpersónur í þessu ævintýri, þar á meðal þrjár álfkonur. Það er nú þannig bæði í leikritum og óperum að það hallar svo oft á konur, það eru gjarnan miklu fleiri karlhlutverk. Þannig að þegar ég fann þessa sögu þá fannst mér alveg tilvalið að taka hana og vinna með hana tónlistarlega,“ segir Þórunn sem skrifar bæði libretto og tónlist óperunnar. Þórunn kveðst hafa uppgötvað Mærþallar sögu í Þjóðsögum Jóns Árnasonar og fundist hún vera full af skemmtilegum uppákomum og sterkum tilfinningum á borð við glettni og harm. „Það eru ýmis minni þarna sem maður kannast við úr öðrum ævin- týrum, álög, galdrar og afbrýðisemi. Svo finnst mér alltaf svo skemmti- legt með þessi íslensku ævintýri að það eru oft bara kotungsfólk og hversdagspersónur sem kynnast fólki frá hirðinni, prinsum og líka yfirnáttúrulegum verum eins og álfum.“ Sönghópurinn samanstendur bæði af reynsluboltum úr óperu- heiminum og yngri söngvurum svo sem Bjarna Thor Kristinssyni, Hönnu Dóru Sturludóttur, Eyjólfi Eyjólfssyni, Björk Níelsdóttur, Erlu Dóru Vogler, Gunnlaugi Bjarnasyni, Halldóru Ósk Helgadóttur, Heiðdísi Hönnu Sigurðardóttur, Kristínu Sveinsdóttur, Lilju Guðmundsdótt- ur, Ólafi Frey Birkissyni og Þórgunni Önnu Örnólfsdóttur. „Það er bara mjög skemmtilegt að sjá þennan hóp vinna saman því það virðast allir geta sýnt sínar sterkustu hliðar. Ég er mjög ánægð með þenn- an sönghóp og það er valinn maður í hverju rúmi,“ segir Þórunn. Meðleik á sýningum annast átta manna kammersveit, konsertmeist- ari er Hildigunnur Halldórsdóttir. Búninga- og leikmyndahönnuður er Eva Björg Harðardóttir og leikstjóri er Bjarni Thor Kristinsson. Að sögn Þórunnar höfðar óperan bæði til barna og fullorðinna og ætti alls ekki að einskorðast við þá sem eru vanir óperuforminu. „Við höfum fengið fólk á æfingar og það hafa allir náð að hrífast með myndi ég segja. Þetta er alls ekki þannig að maður þurfi að vera einhver sérfræðingur í óperum til að geta notið þess að koma. Þetta er hugsað fyrir fullorðna en ég er viss að börn geta líka notið þess að koma.“ Þá segir Þórunn einstaklega gaman að fá að sýna óperuna í Gamla bíói þar sem Íslenska óperan sleit barnsskónum. „Okkur finnst fara mjög vel um þessa her- togahöll, þar sem verkið gerist aðallega, í þeirri höll sem Gamla bíó er.“ n Ævintýraópera fyrir alla aldurshópa Í óperunni Mærþöll koma fram ýmsar skemmtilegar kvenpersónur, þar á meðal þrjár álfkonur. MYND/EYÞÓR Þórunn Guð- mundsdóttir LEIKHÚS Jesú er til, hann spilar á banjó Hákon Örn Helgason Tjarnarbíó Leikstjóri og flytjandi: Hákon Örn Helgason Leikarar: Almar Blær Sigurjónsson, Andrés Pétur Þorvaldsson, Arnór Björnsson, Jökull Smári Jakobsson og Stefán Þór Þorgeirsson Dramatúrg: Magnús Thorlacius Leikmyndahönnun: Rakel Andrésdóttir Tónlist: Inspector Spacetime Sigríður Jónsdóttir Leikárið er hafið! Þá er viðeigandi að kíkja í Tjarnarbíó og sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Einn góðan veðurdag er Hákon Örn Helgason á barmi örvæntingar í Vesturbæjarlaug. Hann er á bóla- kafi í langtímabömmer þegar ljúfir banjótónar svífa allt í einu yfir vötnum sundlaugarinnar. Á forláta bekk situr maður, sem minnir hann á Jesú, í gulri sundskýlu og spilar á banjó. Hákon uppljómast allur. Hver er þessi maður? Af hverju er hann þarna? Finnst manninum þetta ekk- ert vandræðalegt? Hákon kann ekki við að nálgast tónlistarmanninn, sér síðan strax eftir því og ákveður að hefja rannsókn á málinu. Hákon Örn er höfundur, leikstjóri og aðalf lytjandi verksins sem var útskriftarverkefni hans frá Sviðs- höfundabraut Listaháskóla Íslands síðastliðið vor. Sumir þekkja hann kannski sem meðlim í hinum vin- sæla uppistandshópi VHS eða spunahópnum Improv Ísland. Hér er á ferðinni endurleikin minning, til að nota hans orð, og svamlar sýn- ingin á mörkum ýmissa listforma. Uppistand, leiksýning, tónleikar, rannsókn … Leikhús sem rannsóknarstofa Rannsóknir af öllu tagi eru vin- sælar hjá yngra listafólkinu um þessar mundir þar sem sviðslista- formið er teygt og togað til að skoða hin ýmsu málefni, svo sem eitraða karlmennsku, þá ólíklegu hluti sem fólk geymir í geymslum og sjálfið. En spyrja má hvort leiksviðið hafi ekki alltaf verið rannsóknarstofa fyrir mannlegt eðli. Þarf að skil- greina og setja sviðslistina fram á þennan máta? Hákon reynir að snúa upp á vænt- ingar áhorfenda í þessum rann- sóknarleiðangri með því að brjóta fjórða vegginn, mistakast og taka sjálfan sig ekki of alvarlega. Að svið- setja sjálfið er tækni sem þarfnast reynslu og þekkingar, ekki eingöngu vettvangur til að f lagga öllu því sem þér liggur á hjarta hverju sinni. Nálgunin hér ber vott af yfirborðs- kennd og kaldhæðni þar sem ekkert er tekið alvarlega, ekki einu sinni sýningin sjálf. Því fylgir ákveðin uppgerð sem birtist í framsetningu og leikstjórn, þó er húmorinn aldrei langt undan. Upprennandi sviðslistafólk Almar Blær og Andrés Pétur eru Hákoni til halds og traust á svið- inu. Þeir eru sömuleiðis að stíga sín fyrstu skref á atvinnuleiksviði, með viðkomu í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu á síðasta leik- ári. Viðvera þeirra á sviði er með ágætum en einkennist einmitt af ofangreindri uppgerð sem má skrifa á leikstjórnina og drama- túrginn. Leynivopn sýningarinnar er þó hinn geðþekki Andre Negrier, óvæntur og heiðarlegur andvari inn í ógrundaðan heim. Rakel Andrésdóttir hannar leik- myndina og vonandi fáum við að sjá meira frá henni á leiksviðinu. Hönnunin ber með sér skemmtileg einkenni naívisma og naumhyggju, einkar vel heppnuð. Egill Gauti Sigurjónsson, Vaka Agnarsdóttir og Elías Geir Óskarsson, betur þekkt sem hljómsveitin Inspector Space- time, sjá síðan um tónlistina sem er hressandi viðbót en vannýtt. Jesú er til, hann spilar á banjó ber með sér nemendabrag sem er ekki óeðlilegt eða af hinu slæma. Ungt listafólk þarf andrými til að prufa sig áfram í listsköpun sinni, leik- húsgestir eru hvattir til að fylgjast með. Listræna vegferðin er löng og strembin, þá er samt ekki nóg að leita til áhorfenda fyrir uppklapp heldur þarf að líta í eigin barm og skoða hvað skal gefa þeim. n NIÐURSTAÐA: Sveimandi hug- leiðingar og góðlátlegt grín ein- kenna sýningu sem þarf listræna jörð. Sveimhuga spæjari í sjálfsleit Hákon Örn Helgason leikur sjálfan sig í sýningunni Jesú er til, hann spilar á banjó. MYND/EVA ÁGÚSTA ARADÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 31. ágúst 2022 Menning 21FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.