Fréttablaðið - 02.09.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.09.2022, Blaðsíða 8
Samkvæmt áætlun ríkisins er vakta vinnu­ fólk um þriðj ungur rík is starfs manna í um fjórð ungi stöðu gilda. Styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki sem vinnur hjá ríkinu fylgir mikill kostnaðarauki. Hjá Land- spítalanum er áætlað að ráða þurfi um 200 manns til að mæta breytingunum. bth@frettabladid.is SAMFÉLAG Um eitt og hálft ár er liðið síðan stytting vinnuvikunnar tók gildi hjá vaktavinnufólki hjá ríkinu. Eins og fram kom í Frétta- blaðinu í gær gæti þurft að ráða allt að 70 nýja lögregluþjóna á Íslandi vegna breytinganna. Árlegur kostn- aðarauki ríkisins vegna alls vakta- vinnufólks sem starfar hjá hinu opinbera hefur verið áætlaður 5,5 til 6 milljarðar króna. Breytingin styttir vikuna um fjórar klukkustundir, vinnuvika sem áður var 40 tímar varð 36 tímar. Þar sem lögreglulið þarf víða að manna allan sólarhringinn eru áhrifin mikil á þá stétt sem og heil- brigðisstarfsfólk sem vinnur allan sólarhringinn svo tvö dæmi séu nefnd. Samkvæmt áætlun ríkisins er vaktavinnufólk um þriðjungur ríkisstarfsmanna í um fjórðungi stöðugilda. Það fer nálægt því að um ræði 7.300 starfsmenn í um 5.500 stöðugildum að því er fram hefur komið í Kjarnanum. Ríkislögreglustjóri lýsti í Frétta- blaðinu í gær áhyggjum af stöðunni og nefndi ríka þörf á að fjölga í lög- regluliðinu til að bregðast við stytt- ingu vinnuvikunnar. Það er ekki í fyrsta skipti sem slíkar raddir heyrast frá lögreglu. Stjórn Landssambands lögreglu- manna sendi í fyrra frá sér ályktun þar sem sambandið lýsti y f ir miklum áhyggjum af þeirri stöðu sem lögreglan stæði frammi fyrir eftir innleiðinguna. Að mati sam- bandsins væru of fáir lögreglumenn við störf og hlutfall lærðra lögreglu- manna orðið „hættulega“ lágt. Ráða þyrfti f leira fólk. Hjá Landspítalanum einum hefur verið áætlað að ráða þurfi um 200 manns til viðbótar við þá sem störf- uðu þar fyrir breytingar til að mæta nýjum tímum. BHM sagði í ályktun á sínum tíma að með kjarasamningunum og styttingunni væri stigið mikilvægt skref í átt að auknum lífsgæðum starfsmanna. „Með styttingu vinnuvikunnar verður vinnustaðurinn skilvirkari og um leið fjölskylduvænni og getur styttingin stuðlað að auknu jafn- rétti kynjanna á vinnumarkaði og inni á heimilum,“ sagði í ályktun BHM. Samtök at vinnulífsins voru aftur á móti skeptísk á styttinguna og bentu á samband verðbólgu og launahækkana. „Á nýársdag 1972 tóku gildi lög um 40 stunda vinnuviku sem hækkaði allt tímakaup um 10% og launakostnað enn meira. Víxlverk- un launahækkana og verðlags hófst og magnaðist með hverju árinu. Innan fárra ára virtist 50% verð- bólga komin til að vera og þurfti að færa miklar fórnir á löngum tíma til að ná henni niður,“ sögðu Samtök atvinnulífsins. „Stóri lærdómurinn fyrir þá sem vilja stytta vinnutíma nú með laga- breytingu á Alþingi ætti að vera sá að vinnutími – ef horft er til sög- unnar – styttist lítið við það. Árið 1971 var til dæmis algengt að unnið væri til hádegis á laugardögum í dagvinnu en árið 1972 var algengt að fólk ynni til hádegis á laugar- dögum í yfirvinnu. Afleiðingin var að launakostnaður fyrirtækja jókst og verðbólgan fór af stað með til- heyrandi eignabruna.“ n Milljarða kostnaðarauki ríkis vegna vaktavinnufólks hjá hinu opinbera Lögreglumenn að störfum. Stytting vinnu- vikunnar þýðir að fjölga þarf störfum innan þeirra raða um allt að sjö tugi. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR thp@frettabladid.is SÝRLAND Sý rlensk stjór nvöld hafa sent aðalritara Sameinuðu þjóðanna og forseta öryggisráðsins bréf þar sem Bandaríkjaher er sak- aður um stórfelldan stuld á olíu frá olíulindum landsins. Um 900 bandarískir hermenn eru staðsettir í Sýrlandi og taka þátt í stríðinu gegn Íslamska ríkinu sem áður réði yfir stórum hluta landsins. Herseta Bandaríkjamanna þar er brot á alþjóðalögum þar sem hvorki Sýrland né Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt blessun sína yfir hana. Bandarískir hermenn eru stað- settir á yfirráðasvæðum stjórnar- andstæðinga sem berjast undir merkjum Sýrlenska lýðræðishers- ins, SDF, flestir í herstöðinni al-Tanf skammt frá írösku landamærunum. Hún hefur orðið fyrir árásum sem Bandaríkin saka uppreisnarmenn, sem njóti stuðnings Írans, um að bera ábyrgð á. Að sögn yfirvalda í Damaskus er olían flutt yfir landamærin til Írak og fullyrða þau að Bandaríkjaher steli um því sem nemur 66 þúsund olíutunnum á dag. Það jafngildir um 83 prósentum af olíuframleiðslu landsins á degi hverjum. Sýrlensk stjórnvöld fullyrða að 29. ágúst hafi 123 tankbílar fullir af illa fenginni olíu farið yfir landamærin til Írak frá Al-Hasakah-héraði í norðausturhluta Sýrlands. n Saka Bandaríkjaher um stórfelldan olíustuld Bandarískir hermenn í norðurhluta Sýrlands árið 2019. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA gar@frettabladid.is TÆKNI Fyrirtækið TransPod í Kanada hefur nú kynnt áætlun um hraðlest sem nær eitt þúsund kílómetra hraða á klukkustund og gengur fyrir rafmagni. Segist fyrir- tækið geta selt farmiða í lestina á allt að 44 prósentum lægra verði en flugmiða á sömu vegalengd. Lest TransPod ber nafnið FluxJet og er henni ætlað að fara um eins konar túpur. Sagt er að hún verði í raun blanda af f lugvél og lest og verði drifin áfram af snertilausum orkuflutningi sem byggir á tækni sem kallast „veillance f lux“. Hægt sé að f lytja 54 farþega og tíu tonn af vörum í hverri ferð. Sú fyrsta gæti orðið árið 2035 milli borganna Calgary og Edmonton. Er það 300 kílómetra vegalengd með aðeins 45 mínútna ferðatíma. n Ofurhraðlest kynnt í Kanada FluxJet á að ná eitt þúsund kíló- metra hraða. MYND/TRANSPOD helenaros@frettabladid.is NÍKARAGVA Baráttukonan og fyrr- verandi leikkonan Bianca Jagger hefur staðið í ströngu síðustu mán- uði í heimalandi sínu, Níkaragva, vegna pólitískrar kúgunar og ofsókna á hendur kaþólskum prest- um þar í landi. Hún sakar forseta Níkaragva, Daniel Ortega, og eigin- konu hans og varaforseta, Rosario Murillo, um að bera ábyrgð á þeim. Jagger segir þau hjónin hafa hert árásir á presta kirkjunnar og lýst yfir opinberu stríði á hendur kirkj- unni. Stríðið hefur aukið andstöðu Jagger gegn stjórn þeirra en hún hefur einnig gagnrýnt viðbrögð kirkjunnar. n Kúga og ofsækja kaþólska presta helenaros@frettabladid.is RÚSSLAND Stjórn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta vill hollustu fyrir hönd skólabarna landsins. Mennta- málaráðuneytið hefur ákveðið að nemendur fái vikulega kennslu- stund í því sem kallast „samtöl um það mikilvæga“. Norska blaðið VG greinir frá. Fyrsti skóladagur rússneskra barna var í gær en samkvæmt VG verður börnum kennt að stríðið í Úkraínu sé dæmi um sanna ást til landsins og rússnesku þjóðarinnar. Sannir föðurlandsvinir eigi alltaf að vera reiðubúnir að deyja fyrir land og þjóð. Með þessu sé menntamálaráðu- neytið að efla rússnesk siðferðileg gildi og vernda rússneskt samfélag fyrir eyðileggjandi upplýsingum og mögulegum sálrænum áhrifum. VG segir jafnframt að börnunum verði kennt að stríðið í Úkraínu snúist um að vernda íbúa í Donbas- héraði sem hafa orðið fyrir einelti og kúgun þar. Þá séu íbúar Donetsk- og Lúhansk-héraða rússneskir og endurkoma Rússlands því mikilvæg. Lýsa eigi rússnesku hermönnunum sem hetjum. Prófessor sem VG ræddi við segir þetta ekki koma að óvart. Stjórn Pútíns vilji viðhalda þjóðernis- stoltinu og að hann sé reiðubúinn til að beita ofbeldi ef þess þurfi. Þeir kennarar sem ekki fari eftir skipun- um muni missa vinnuna eða verða hnepptir í fangelsi. Hann segir hug- myndir stjórnar Pútíns allsráðandi innan rússneska samfélagsins. n Stjórn Vladímírs Pútín vill hollustu fyrir rússnesk skólabörn Fyrsti skóladagur rússneskra barna var í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA-EFE Baráttukonan Bianca Jagger Áætlað er að lestin geti hafið ferðir árið 2023. 8 Fréttir 2. september 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.