Fréttablaðið - 02.09.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.09.2022, Blaðsíða 16
Þetta verður eins og að bjóða hlust- endum okkar í stúdíóið. Við fáum sendar sögur frá teboðsgestum og hver veit nema við opnum fyrir spurningar. Nína Richter ninarichter @frettabladid.is Ingunn Lára Kristjánsdóttir ingunnlara @frettabladid.is Hefur þú velt fyrir þér hversu að- laðandi þú ert? Færðu reglulega athugasemdir eða hrós og veist ekki hvort þú eigir að treysta því? Eða minnist aldrei nokkur lifandi manneskja orði á útlit þitt, og finnst þér kannski að fleiri mættu hrósa þér? Rannsóknir sýna að mann- eskjan er frekar léleg í að meta eigið aðdráttarafl. Að auki hefur tæknin litað upplifun fólks á eigin fegurð. Til að mynda bjaga sjálfs- myndarlinsur farsímanna hlutföll í andlitum fólks. Þá hafa „filterar“ á Instagram og TikTok ruglað marga í ríminu og sett fólki ómöguleg og óraunhæf viðmið um hvers konar fegurð telst raunhæf. Þá er rétt að minnast á að þokki felst í fleiru en útliti, en persónu- leiki, snyrtimennska, líkams- beiting, klæðnaður og heilsu- farslegir þættir hafa þarna áhrif. Að ótöldum mismunandi smekk fólks sem er líklega mikilvægasta breytan. Þó hafa sérfræðingar í mann- legri hegðun tínt saman sex atriði sem virðist einkenna daglega upp- lifun óvenjulega aðlaðandi fólks. 1. Aðlaðandi fólki er oft hrósað fyrir útlitið. Jafn einfalt og það kann að hljóma virðist aðlaðandi fólk oft heyra það beint frá öðrum. En þá er komin önnur spurning, hvort það trúi hrósinu. 2. Þvert á það sem margir kunna að halda virðist sumt aðlaðandi fólk einnig lenda í því að fá sjaldan hrós. Að fólk telji við- komandi vita hversu aðlaðandi hann er, og sé jafnvel leiður á því að heyra það. 3. Fólk hefur tilhneigingu til að hafa afgerandi skoðanir á að- laðandi fólki. Gjarnan er fólki mjög illa við viðkomandi, eða mjög vel við hann. Uppsprettan er gjarnan afbrýðisemi eða óöryggi og virðist gjarnan á yfir- borðinu, sprottið upp úr engu. 4. Að ókunnir sendi einkaskilaboð er eitthvað sem aðlaðandi fólk upplifir oftar en þau sem líta út eins og hefðbundið almúgafólk. 5. Fólk verður gjarnan vandræða- legt í kringum persónur sem eru meira aðlaðandi en meðal- manneskjan. Ef óhóflegur vand- ræðagangur samferðafólks er eitthvað sem þú upplifir á hverjum degi, eða fólk er allt öðruvísi í framkomu við þig en annað fólk, ertu mögulega bara aðlaðandi. 6. Geislabaugs-áhrifin eru fyrir- bæri sem sérfræðingar í mann- legri hegðun tala um. Fólk ætlar aðlaðandi einstaklingum eigin- leika á borð við gáfur, gæsku og heiðarleika, án þess að nokkuð styðji þá hugmynd. Sex atriði um líf fallegasta fólksins Það er einfaldara en margir halda að útbúa sultu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Sumir verja jarðvistinni með útlits- legt forskot. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 5. september mánudagur n Hvanndalsbræður Tehúsið, Egilsstöðum kl. 21.00 Hvanndalsbræður fagna 20 ára starfsafmæli með tónleikum. n Slökunarjóga Bókasafni Kópavogs kl. 12.00- 12.30 Boðið er upp á létt slökunarjóga í fjölnotasal aðalsafns. Aðgang- ur ókeypis. 6. september þriðjudagur n Keppni á sundunum Brokey kl. 18.00 Siglingafólk leikur sér á þriðju- dagskvöldum í vinalegri móta- röð. n Músíkmóment Bókasafni Hafnarfjarðar kl. 18.00 Dáðadrengirnir í hljómsveitinni Fjöru mæta með dansvænt strandrokk í sumarlokin. 7. september miðvikudagur n Pönkganga með Dr. Gunna Bókasafn Kópavogs kl. 12.15 Gengið um söguslóðir pönksins. n Teboðið x Smitten Gamla Bíó kl. 20.00 Birta Líf og Sunneva Einarsdóttir verða með hlaðvarp í beinni þar sem teboðsgestir þeirra mæta og eiga gott sumarkvöld. Smitten heldur uppi stuðinu. 8. september fimmtudagur n Stefán Ingvar – Fullkomið ójafnvægi Tjarnarbíó kl. 17.30 Grínistinn og pistlahöfundurinn Stefán Ingvar Vigfússon mætir með glænýtt uppistand þar sem hann veltir fyrir sér lífinu, dauðanum, Hófi kærustu sinni og þvottavélum. n Purrlesque Gaukurinn kl. 20.00 Góðgerðarsýning til styrktar Villiköttum. Cabaret- og bur- lesque-sýning þar sem sjálf kisan er í aðalhlutverki. Hvað er um að vera í næstu viku? Hinn 47 ára gamli stórleikari Leonardo DiCaprio hætti nýlega með fyrirsætunni Camilu Mor- rone, rétt eftir 25 ára afmælið. Af fjölmörgum fyrirsætum sem hann hefur verið með hefur engin þeirra orðið eldri en 25 ára í sambandi með honum. Leikarinn ber jú svo mikla virðingu fyrir konum að hann slítur sambandinu á kvartaldaraf- mælinu. Þetta er að sjálfsögðu svo að kærastan fái tækifæri til að stofna eigin fjölskyldu, enda tifar líkams- klukka kvenna á öðrum hraða og DiCaprio er ekki á þeim buxunum að festa ráð sitt. Ekki þess verðugur til að sóa tíma þessara góðu kvenna. Þetta hefur ekkert að gera með það að framheil- inn nái fullum þroska við 25 ára aldur. Framhaldsskólarnir í Beverly Hills senda reyk- merki á síðsumarskvöldi og ungar konur á svæðinu vita hvað það þýðir. Nú ætlar DiCaprio að velja sér nýja kærustu. Klukkan á eldra módelinu hefur slegið 25. Farvel, gamla hró. Bless bless, segir hann við hina háöldruðu tuttugu og fimm ára konu. Finndu lífsfyll- inguna sem ég get ekki gefið þér. Njóttu efri áranna án mín. n Leonardo DiCaprio kveður gamalt hró Birta Líf og Sunneva Einarsdóttir voru að leggja lokahönd á undir- búning að Teboðinu sínu í Gamla Bíói þegar Fréttablaðið náði af þeim tali. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að vinkonurnar tvær ýttu fyrst á upptökutakkann fyrir hlaðvarpsþáttinn. Sunneva hefur sett á laggirnar tvo sjónvarpsþætti, #samstarf og LXS, og Birta Líf hefur eignast erfingja til að taka við krún- unni. Þær ætla að bjóða hlustendum sínum að upplifa þáttinn í beinni á sérstökum Smitten-viðburði í Gamla Bíói 7. september næstkom- andi. Þær fagna tveimur árum og 150 þáttum saman. „Upprunalega átti þetta að vera hlaðvarp um hinn vestræna heim en nú er þetta orðið vinkonuspjall. Við tölum um allt og ekkert, allt frá draugasögum í „dilemmas“. Þetta er bara ótrúlega skemmtilegt og við erum opnar bækur,“ segir Birta Líf aðspurð hvernig Teboðið hafi breyst í gegnum árin tvö. Í hlaðvarpsþættinum geta hlust- endur lagt fram fyrirspurnir í gegnum Instagram og verður svipað fyrirkomulagi í beinni á sviðinu í Gamla Bíói. „Þetta verður eins og að bjóða hlustendum okkar í stúdíóið. Við fáum sendar sögur frá teboðsgest- um og hver veit nema við opnum fyrir spurningar,“ segir Birta Líf og að sjálfsögðu hendir þá blaðamaður fram spurningunni: Er alltaf heitt te á könnunni? „Það leynist alls konar ofan í þess- ari tekönnu. Stundum te, stundum orkudrykkir, stundum smá Pro- secco.“ Aðspurð segir hún samstarfið hafa verið yndislegt. Þær Sunneva hafi báðar mjög skýra sýn fyrir stefnu Teboðsins og séu með ólíka kosti svo að samanlagt fullkomni þær hvor aðra. „Ótrúlegt en satt þá hefur þetta alltaf verið þægilegt samstarf.“ Birta segir þær vinkonurnar vera eins og opna bók. „Stundum er eins og fólk sé farið að þekkja okkur of mikið,“ segir hún og hlær. „Við gleymum oft að það sé hljóðnemi fyrir framan okkur.“ n Stundum leynist Prosecco í tekönnunni Sunneva og Birta ætla að bjóða hlustendum sínum í Gamla bíó 7. september. 2. september 2022 FÖSTUDAGUR n Uppskriftin Það er kominn september og þeir sem ætla að tína ber þetta árið þurfa að drífa sig í brekkurnar. Það er frekar einfalt verk að útbúa bláberjasultu sem er auð- vitað ljómandi góð með pönnu- kökum, vöfflum eða ofan á ost á ristaðri brauðsneið, svo að dæmi séu nefnd. Sultur eru líka bráðsnið- ugar tækifærisgjafir og auðvelt er að búa fallega um krukkuna með textílbút og teygju. Bláberjasulta Kíló af bláberjum 600 g sykur 1 tsk. sítrónusafi Smá vatn ½ tsk. salt Setjið hráefnið í pott og sjóðið í opnum potti í korter. Merjið með kartöflupressu og sjóðið blönduna áfram í 5 mínútur. Setjið í krukkur og gætið þess vel að hafa þær tandurhreinar. Lokið krukkunum strax og kælið. Gott er að merkja dagsetningu á lokin, með olíutússi. n Tína þá berjablá börn í lautu til og frá

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.