Fréttablaðið - 02.09.2022, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.09.2022, Blaðsíða 18
Upphefst nú atburðarás þrungin spennu og mikið ævin- týri. Þarna takast á gott og illt, diskó og pönk. Um tíma er allt mjög ógnvænlegt en fer þó vel að lokum, kannski á nokkuð óvæntan hátt. Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654 Íslenska dans- og söngvamyndin Abbabbabb gerist vorið 1980 þegar Hanna, 11 ára, og vinir hennar í hljómsveitinni Rauðu hauskúpunni komast að því að óprúttnir náungar ætla að sprengja upp skólann á loka- ballinu. Þau þurfa að beita öllum sínum ráðum til að ná söku- dólgnum. Upphefst nú atburðarás þrungin spennu og mikið ævintýri. Þarna takast á gott og illt, diskó og pönk. Um tíma er allt mjög ógnvænlegt en fer þó vel að lokum, kannski á nokkuð óvæntan hátt. Það er Nanna Kristín Magnús- dóttir sem leikstýrir myndinni. Hún skrifar líka handritið en myndin er byggð á samnefndum söngleik Gunnars Lárusar Hjálm- arssonar, eða Dr. Gunna. Eins og gefur að skilja er tón- listin áberandi í söngva- og dansmynd. Mjög skemmtilegt er hvernig tónlistin og umhverfið fanga andrúmsloftið fyrir rúm- lega 40 árum þegar heimur unga fólksins nötraði af átökum milli pönksins sem var að hefja innreið sína hér á landi og diskósins sem átt hafði árin á undan. Nanna Kristín er enginn aukvisi í leikstjórastólnum, það höfum við áður séð. Hér heldur hún upp- teknum hætti og án efa er ekki auðvelt að leikstýra ungum og óreyndum leikurum en það gerir hún með mikilli prýði, auk þess sem öll umgjörð myndarinnar er til mikils sóma. n Smárabíó, Háskólabíó og Laug- arásbíó Rosaleg og taktföst spenna Kvikmyndin Svar við bréfi Helgu er ástarsaga með þeim Þor- valdi Davíð Kristjánssyni, Heru Hilmarsdóttur og Anítu Briem í aðalhlutverkum. Myndin er byggð á samnefndri bók eftir Bergsvein Birgisson og fjallar um Bjarna, ungan bónda sem verður ástfanginn af Helgu, konunni á næsta bæ. Þau hefja ástríðufullt, forboðið ástarsam- band og brátt fara tilfinningarnar að flæða jafn hömlulaust og hafið sem umkringir þau. Sagan gerist á Ströndum á fimmta áratug síðustu aldar. Í bók Bergsteins skrifar aldraður bóndi bréf til ástkonunnar sem honum bauðst að fylgja til borgar- innar forðum tíð. Gerði hann rétt í að taka sveitina fram yfir kærleikann? Hefði hann fremur átt að flytjast til Reykjavíkur til að moka skurð eða reisa bragga fyrir Ameríkana? Minningar úr sveitinni flétt- ast inn í safaríkar frásagnir af því sem hann kallar fengitíð lífs síns. Fornar ástir renna saman við sagnir af gleymdum líkum, lág- fættum hrútum sem liggja afvelta milli þúfna og því þegar Farmall- inn kom. Líkt og bók Bergsteins er mynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur ljóðræn og á köflum hugljúf. Auk þess að leikstýra myndinni skrifar Ása Helga handritið ásamt Bergsveini og Ottó Geir Borg. Í öðrum helstu hlutverkum eru Björn Thors, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Arnmundur Ernst Björnsson, Þröstur Leó Gunnars- son, Þorsteinn Gunnarsson, Sóley Elíasdóttir og Sigurður Sigurjóns- son. Framleiðendur myndarinnar eru Birgitta Björnsdóttir og Skúli Fr. Malmquist fyrir Zik Zak og Vin- tage Pictures. n Smárabíó, Háskólabíó, Laugarás- bíó og Bíó Paradís Hugljúf og ljóðræn eftirsjá á gamals aldri Komin í bíó Aðalhlutverk: Hera Hilmarsdóttir, Aníta Briem og Þorvaldur Davíð Kristjánsson Handrit: Bergsveinn Birgisson, Ottó Geir Borg og Ása Helga Hjör- leifsdóttir Leikstjóri: Ása Helga Hjörleifsdóttir Fróðleikur n Svar við bréfi Helgu er önnur kvikmynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur í fullri lengd. Sú fyrsta var Svanurinn (2017) eftir sögu Guðbergs Bergssonar. n Árið 2009 lék Ása Helga Hjörleifsdóttir hlutverk Mastermind í stuttmyndinni Love Is in the Air eftir Simao Cayatte. Myndin er fjórar mínútur að lengd. n Útskriftarmynd Ásu Helgu úr kvikmyndagerð við Columbia Uni- versity í New York (2012), Ástarsaga, var frumsýnd á RIFF sama ár og hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar og var valin í alþjóðlega keppni á stuttmyndahátíðinni í Clermont-Ferrand í febrúar 2013. Gerði hann rétt í að taka sveitina fram yfir kærleikann? Frumsýnd 16. september 2022 Aðalhlutverk: Ísabella Jónatansdóttir, Óttar Kjerulf Þorvarðarson, Vilhjálmur Árni Sigurðsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Vala Snædal Sigurðardóttir, Jón Arnór Pétursson og Daði Víðisson. Handrit: Nanna Kristín Magnúsdóttir, byggt á söngleik Gunnars Lárusar Hjálmarssonar Leikstjóri: Nanna Kristín Magnúsdóttir Fróðleikur n Fyrstu spor sín á hvíta tjaldinu steig Nanna Kristín í mynd Hilmars Oddssonar, Sporlaust (1998). n Nanna Kristín var framleiðandi að mynd Ragnars Bragasonar, Börn, (2006). n Árið 2007 hlaut Nanna Kristín Edduverðlaunin sem besta leikkona í aðalhlutverki í myndinni Foreldrar. n Frumraun hennar sem leikstjóri á hvíta tjaldinu var í myndinni Cubs (2016). 2 kynningarblað 2. september 2022 FÖSTUDAGURKVIKMYNDIR MÁNAÐARINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.