Fréttablaðið - 02.09.2022, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 02.09.2022, Blaðsíða 38
Það var bara eins og einhver hefði kýlt mann í magann. Þetta var svo mikið sjokk. AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Andrés Bertelsen andres@ frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is K a f f i tilboð Kl 14-17:00 Kaka að eigin vali og kaffi/te/kakó 1.290 kr Happy Hour Bjór á krana, vínglas hússins eða freyðivínsglas 990 kr alla virka daga 14-17:00 laugardaga 12-17:00 toti@frettabladid.is Íslenska rokksveitin Chernobyl Jazz Club hefur gert samning við ítalska útgáfufyrirtækið Argonauta records um útgáfu og dreifingu á plötunni Grímulaust með áherslu á Banda- ríkin og Evrópu. „Þetta er spennandi og verður gaman að sjá hvort þetta opni ein- hverjar dyr fyrir okkur erlendis,“ segir trommarinn Hreiðar en fyrir- tækið hefur starfað í tíu ár og sér- hæfir sig í útgáfu á hörðu rokki. Hljómsveitin gaf plötuna út sjálf stafrænt um mitt síðasta ár. Fyrsta lagið þeirra, Djazzklúbburinn, kom út í febrúar 2021 og féll að sögn Hreiðars vel í kramið hjá íslenskum rokkhundum þannig að því var fylgt eftir skömmu síðar með laginu Ruðvalgur sem söngkonan Amalía samdi um kvíða sinn og þunglyndi. „Ruðvalgur er birtingarmynd kvíða og þunglyndis og fjallar um hvernig þessar yfirþyrmandi til- finningar geta heltekið fólk með skelfilegum af leiðingum,“ sagði Hreiðar við Fréttablaðið þegar lagið kom fyrst út og bætti aðspurður við að hljómsveitin sé þó alls ekkert þunglyndisband og beinn skyldleiki við samnefnt kjarnorkuver lítill. Gero Lucisano, eigandi Argo- nauta, segir lög sveitarinnar hafa gripið hann tröllataki og hann hafi heillast gersamlega af einstöku and- rúmsloftinu mettuðu hörðu rokki og einstökum sönghæfileikum Amalíu. Hann sé því stoltur af því að geta gefið stafrænu útgáfuna þeirra út í föstu formi á þessu ári. n Ruðvalgur í útrás Fyrst tóku þau Reykjavík og nú á að taka heiminn í gegnum Ítalíu. MYND/AÐSEND Díana Bjarnadóttir segir prinsessuna, nöfnu sína, hafa verið með ótrúlega sterka áru en hún starfaði hjá Giorgio Armani í London fyrir 25 árum og sá um að stílisera kærustuparið lafði Díönu og Dodi al-Fayed rétt áður en þau héldu í sína hinstu för til Parísar. toti@frettabladid.is „Það eru 25 ár síðan ég fékk þann heiður að stílisera Díönu prinsessu og Dodi al-Fayed þegar ég starfaði hjá Giorgio Armani á Sloane Street í London,“ segir stílistinn Díana Bjarnadóttir sem rifjaði upp kynni sín af parinu á Facebook á miðviku- daginn þegar aldarfjórðungur var liðinn frá því þau létust í bílslysinu hörmulega í París. „Ljósa Armani-dragtin sem hún var í þegar hún steig um borð í f lug- vélina á leið til Parísar var gjöf frá Giorgio Armani sjálfum og ég fékk það hlutverk að af henda henni hana,“ segir Díana sem hitti prins- essuna nokkrum sinnum á meðan hún sinnti VIP-viðskiptavinum Black Label verslunar Armani í London. Síðan náðust myndir af Díönu í dragtinni um borð í bát með Dodi rétt áður en leið þeirra lá til Parísar þar sem dauð- inn beið þeirra en Díana segir að svört dragt og annar fatnaður prinsess- unnar kvöldið örlagaríka hafi einnig komið verið frá Armani. Geislandi hamingja „Hún var bara ein af þessum manneskjum sem hafði alveg ótrúlega sterka áru en ég hitti hana þrisvar áður en hún fór til Par- ísar.“ Díana segir ríka og fræga fólkið hafa komið gagngert í Black Label versl- unina til þess að láta dressa sig upp fyrir hverskyns viðburði, verð- l a u n a a f h e n d - ingar og annað. „Þau komu þrjá daga í röð að versla og hún var rosalega hamingjusöm,“ segir Díana um nöfnu sína og taldi auðséð að prinsessan hefði sjald- an verið hamingjusam- ari. „Og það var alveg gagnk væmt. Hann var greinilega mjög skotinn í henni,“ segir hún um Dodi og lýsir honum sem karlmannlegum h e r r a m a n n i , ólíkum hinum d æ m i g e r ð a Bret a . „ Mér f a n n st þau passa ágæt- lega saman,“ segir Díana. Tónlistin þagnaði „Ég fékk þann heiður að afhenda Díönu prinsessu gjöfina tveimur dögum fyrir ferðina þeirra og óska þeim góðrar ferðar til Parísar.“ Tveimur dögum seinna var Díana í leigubíl að næturlagi á leiðinni heim úr brúðkaupi á Kensington Hotel þegar tónlistin var rofin í útvarpinu vegna mikilvægrar fréttar. „Ég var í hörkustuði þegar tón- listin stoppaði en við sem sátum í leigubílnum vorum öll frá Giorgio Armani og höfðum verið að dansa í brúðkaupi nóttina þegar atvikið gerðist í göngunum í París. Það var bara eins og einhver hefði kýlt mann í magann. Þetta var svo mikið sjokk.“ Díana segir að hún og vinnufélag- ar hennar, sem höfðu hitt prinsess- una og Dodi þrisvar í röð í verslun- inni örfáum dögum áður, hefði öll verið þess fullviss að hann myndi biðja prinsessunnar í þessari ferð. Hún segir þau því öll hafa setið sem þrumu lostin í leigubílnum. Dofin, orðlaus og tárin hafi streymt. „Morguninn eftir var jafn erf- iður,“ segir Díana og bætir við að það hafi haft mikil áhrif á hana að vera í London dagana á eftir þegar þjóðin sýndi sorg sína á torgum úti. „Díana prinsessa var einstök kona, með öllu hrokalaus, mannleg, skemmtileg, brosandi. Mikill daðrari og með ótrúlega sterka útgeislun sem ég hef hvorki séð fyrr né síðar.“ n Stíliseraði Díönu nöfnu sína fyrir örlagaríka Parísarferð Stílistinn Díana Bjarnadóttir á sterkar minn- ingar um nöfnu sína prinsess- una sem hún óskaði góðrar ferðar til Par- ísar með Armani -dragt fyrir 25 árum. MYND/AÐSEND 22 Lífið 2. september 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.