Fréttablaðið - 02.09.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.09.2022, Blaðsíða 12
Það er svo margt sem okkur finnst svo augljóst og við myndum venjulega aldrei fara að lýsa, en þarf að lýsa. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Erla Ragnarsdóttir Reykjamörk 12, Hveragerði, áður til heimilis á Flateyri, lést í faðmi sinna nánustu, föstudaginn 26. ágúst, á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Útför hennar fer fram frá Hveragerðiskirkju mánudaginn 5. september nk. klukkan 14.00. Sigurður Sigurdórsson Guðmundur Jón Sigurðsson Þórunn Jóhanna Sigurðardóttir Valgeir Ásgeirsson Sigurdór Sigurðsson Silla Vignisdóttir barna- og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona, systir og frænka, Ásdís Hrefna Ármanns Feifer lést á heimili sínu í Flórída 13. júlí. Jarðsett hefur verið í Gufuneskirkjugarði hjá foreldrum hennar að ósk hinnar látnu. Peter Feifer Hrafnhildur Elka Ármannsdóttir Kristín Guðrún Ármannsdóttir Hannes Guðmundsson Guðrún Eva Guðmundsdóttir Bjarki Elíasson Ásdís Birta Gunnarsdóttir Sigurður Á. Hjartarson Ármann Kr. Stefansson Sanne Stefansson Dagmar Kr. Hannesdóttir Freyr Halldórsson Hannes Kr. Hannesson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, Sæmundur Hrólfsson lést á heimili sínu Austurmýri 3, Selfossi, 26. ágúst. Útför fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 9. september kl. 13. Heiðrún Hallgríms Ólafur Jóhann Sæmundsson Elín Árnadóttir Björn S. Sæmundsson Bryndís Guðmundsdóttir Magnús Þ. Magnússon Rósa B. Sæmundsdóttir Sverrir Ingimundarson Jóhanna F. Sæmundsdóttir Birkir G. Guðnason barnabörn, barnabarnabarn og systkini hins látna. Elskuleg systir, mágkona og frænka, Sólveig Jóna Jóhannsdóttir sjúkraliði, Ljósheimum 18a, lést á Landspítalanum í Fossvogi 30. ágúst. Hún verður jarðsungin frá Langholtskirkju 8. september klukkan 13.00. Ásdís Jónsdóttir Stefán G. Jónsson Elísabet Stefánsdóttir Ásgrímur S. Stefánsson Sigurbjörg Stefánsdóttir makar og aðstandendur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Jóhanna Kristjana Friðfinnsdóttir Urðargili 11, Akureyri, lést 28. ágúst. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 9. september kl. 13. Gunnar Bergmann Arnkelsson Sverrir Árnason Dýrleif Fríða Haraldsdóttir Arnar Árnason Ásta Arnbjörg Pétursdóttir Andri Freyr Sverrisson Alma Karen Sverrisdóttir Aron Árni Sverrisson Kristjana Líf Arnarsdóttir Elmar Blær Arnarsson Þórdís Birta Arnarsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Aðalsteinn Grímsson Eilífsdal, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi þann 26. ágúst. Útför fer fram frá Guðríðarkirkju mánudaginn 5. september kl. 13 en jarðsett verður í Reynivallakirkjugarði að útför lokinni. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Hulda Þorsteinsdóttir Erla Aðalsteinsdóttir Ólafur Þór Júlíusson Lilja Aðalsteinsdóttir Þór Hauksson Heiða Aðalsteinsdóttir Guðmundur Ingi Þorvaldsson og barnabörn. Sjónlýsingarleiðsögn verður í boði fyrir blinda og sjónskerta í Árbæjarsafni á laugardag en við sjónlýsingu þarf að horfa öðruvísi á hlutina en maður er vanur. arnartomas@frettabladid.is Árbæjarsafnið býður blindum og sjón- skertum upp á sjónlýsingarleiðsögn á morgun klukkan 15. Þar munu Þórunn Hjartardóttir og Guðbjörg H. Leaman stýra ferðinni en þær hafa unnið saman við sjónlýsingar í um áratug. „Það þarf í rauninni að horfa öðru- vísi á hlutina en maður er vanur,“ segir Þórunn, um hverju þurfi að huga að þegar sjónlýst er. „Það er svo margt sem okkur finnst svo augljóst og við mynd- um venjulega aldrei fara að lýsa, en þarf að lýsa. Til dæmis var áður fyrr kannski boðið upp á sjónlýsingu á myndefni fyrir sjónvarp, en ekki fyrir fjarstýring- una.“ Í leiðsögninni á morgun verður gengið um safnsvæðið, en Þórunn segir dag- skrána ekki fullmótaða þar sem hún muni fara eftir aðstæðum og þátttak- endum. „Auðvitað náum við ekki að skoða nema brot af því sem er á Árbæjarsafni, enda svo margt skemmtilegt að skoða,“ segir hún. „Það fer líka aðeins eftir áhugasviði þeirra sem koma hvað við endum á að skoða, svo þetta verði sem skemmtilegust upplifun fyrir alla.“ Flókið ferli Þórunn og Guðbjörg kynntist fyrst sjón- lýsingum árið 2012 þegar Blindrafélagið stóð fyrir námskeiði á vegum doktors Joels Snyder sem hefur kennt fræðin víða um heim. „Blindrafélagið styrkti þátttakendur á námskeiðinu gegn því að þeir tækju mögulega þátt í verkefnum sem kæmu upp,“ segir Þórunn. „Það voru tíu manns sem kláruðu námskeiðið en eftir fyrstu verkefnin hélt enginn þessu áfram nema við tvær, eftir því sem við best vitum. Svo höfum við sótt nokkrar alþjóðlegar ráðstefnur sjónlýsenda og fengist við ýmis verkefni.“ Verkefnin sem ber á borð sjónlýsenda eru fjölbreytt og segir Þórunn verklagið og lýsingarnar ólíkar eftir viðfangsefn- inu hverju sinni. „Í haust verður þriðja serían af Ófærð sýnd á Netf lix og við vorum í fyrsta skipti fengnar til að semja sjónlýsingu á íslensku fyrir íslenska þáttaröð. Ég þýddi svo sjónlýsingu á Kötlu og Broti fyrir Netflix. Það er svolítið skrítið að þessar seríur hafi allar fengið sjónlýsingu á Net- flix en ekki þegar þær voru sýndar hér.“ Getur ekki verið f lókið að sjónlýsa svona þáttum? „Jú, það er svo stuttur tími sem maður hefur til að skjóta inn orðum, velja hverju þurfi að lýsa og hvaða orð eigi best við, með sem fæstum atkvæðum.“ Sjónlýsingin á safninu á morgun er ókeypis og er blint og sjónskert fólk boðið sérstaklega velkomið. n Sjónlýsing á þjóðararfi Það er allt öðruvísi að sjónlýsa söfnum og sýningu en sjónvarpsseríum, segir Þórunn. MYND/JAVIER BALLISTER 44 f.Kr. Keisaraynjan Kleópatra lýsir þriggja ára son sinn Sesaríon meðstjórnanda sinn í Egyptalandi. 1625 Kötlugos hefst með gríðarlegu öskufalli og flóðum. 1666 Bruninn mikli í Lundúnum hefst. 70 af 80 þúsund- um heimila í borginni verða eldinum að bráð. 1876 Kveikt er á götuljósi í Reykjavík í fyrsta sinn, steinolíulugt á stólpa í Bakarabrekku. 1967 Vígð er brú yfir Jökulsá á Breiða- merkursandi. 1973 J.R.R. Tolkien, höfundur Hringa- dróttinssögu og Hobbitans, fellur frá. 1990 Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna gengur í gildi. Merkisatburðir TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 2. september 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.