Fréttablaðið - 02.09.2022, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 02.09.2022, Blaðsíða 22
Auðvitað hittist svo á að þau bóka sama flug til Balí. Ekki nóg með það, heldur fá þau sæti hlið við hlið og vélin er fullsetin. Fráskilin hjón (George Clooney og Julia Roberts) taka sig saman og fara til Balí til að forða ástfanginni dóttur sinni frá því að gera sömu mistök og þau gerðu fyrir aldar- fjórðungi. Í myndinni fylgjumst við með Wren Butler sem er nýútskrifuð úr Háskólanum í Chicago. Hún ákveður að fara með Lily, bestu vinkonu sinni, í útskriftarferðalag til Balí. Þar kynnist Lily heima- manni og takast með þeim ástir. Úr verður að þau ákveða að láta pússa sig saman. Þetta verður til þess að foreldrar Lily grípa til þess ráðs að reyna að koma í veg fyrir ráðahaginn til að forða dóttur sinni frá því að gera sömu mistök og þau gerður fyrir 25 árum. Wren dvelur áfram á Balí og nýtur hátíðarhaldanna í kringum trúlofunina og brúðkaupið. Þar finnur hún líka ástina í myndar- legum heimamanni sem er læknir á staðnum. Hjónin fyrrverandi eru ekki bara skilin að skiptum. Þau þola ekki tilvist hvort annars. Þegar þau fá fréttirnar af yfirvofandi brúðkaupi dóttur sinnar ákveða þau hvort í sínu lagi að fara rak- leiðis til Balí til að reyna að afstýra stórslysi. Auðvitað hittist svo á að þau bóka sama flug til Balí. Ekki nóg með það, heldur fá þau sæti hlið við hlið og vélin er fullsetin. Þau sitja því uppi með hvort annað sem sessunaut í löngu flugi. Til allrar hamingju tekst þeim að fá konuna sem er þriðji farþeginn í sæta- röðinni til að sitja á milli sín. Stuðpúðinn í miðjusætinu fær, ásamt fleiri farþegum og flug- liðum, þær upplýsingar að Clooney og Roberts komi svona illa saman vegna þess að þau hafi verið hjón. „Óhamingjusömustu nítján ár ævi minnar,“ segir Clooney. „Við vorum bara gift í fimm ár,“ segir Roberts. „Ég taldi með tímann sem það tók mig að jafna mig eftir hjónabandið,“ segir Clooney. Þrátt fyrir þessa fullkomlega gagnkvæmu andúð – eigum við að segja hatur – neyðast fyrrverandi hjónakornin til að snúa bökum saman í samsæri sínu til að véla Óvinir sameinast um samsæri Fróðleikur n Myndin gerist á Balí en er tekin upp í Queensland í Ástralíu. n Þetta er í fimmta skipti sem George Clooney og Julia Roberts leika saman í mynd. Áður hafa þau leikið saman í Ocean’s Eleven (2001), Confessions of a Dangerous Mind (2002), Ocean’s Twelve (2004) og Money Monster (2016). n Eftir að hafa leikið í rómantísku gamanmyndinni One Fine Day sagðist George Clooney aldrei framar ætla að leika í slíkum myndum, heldur einungis í alvarlegum myndum með mikilvæg samfélagsleg skilaboð. Þetta er fyrsta rómantíska gamanmyndin sem hann leikur í síðan 1996. dóttur sína út úr hjónabandshug- leiðingum. Þau grípa til ýmissa ráða og sjást ekki fyrir í þeim efnum. Óhætt er að mæla með þessari mynd fyrir þá sem hafa gaman af að hlæja og skemmta sér. Leikstjórinn er Ol Parker, sem áður hefur leikstýrt meðal annars Mamma Mia! Here We Go Again. Hann skrifaði líka handritið ásamt Daniel Pipski. n Háskólabíó, Laugarásbíó, Smára- bíó og Sambíóin Álfabakka, Egils- höll og Akureyri Frumsýnd 16. september 2022 Aðalhlutverk: Kaitlyn Dever, George Clooney og Julia Roberts Handrit: Ol Parker og Daniel Pipski Leikstjóri: Ol Parker 6 kynningarblað 2. september 2022 FÖSTUDAGURKVIKMYNDIR MÁNAÐARINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.