Fréttablaðið - 02.09.2022, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 02.09.2022, Blaðsíða 34
Nýlistasafnið sýnir verk fimm ólíkra listamanna frá ólíkum löndum. Rauði þráðurinn í sýningunni er listræn úrvinnsla á umbreyt­ ingu vatns. Samsýningin Þau standast ekki tímann var opnuð í Nýlistasafninu í síðustu viku. Sýningin samanstend­ ur af verkum fimm listamanna frá ólíkum löndum sem voru valin í gegnum opið kall; Grahams Wiebe, Magnúsar Sigurðssonar, Minne Kersten, Patriciu Carolinu og Sig­ rúnar Hlínar Sigurðardóttur. Sigrún Hlín: „Ég held að þau hafi valið okkur sem hóp af því það voru sameiginleg þemu sem við höfðum áhuga á, sameinandi þráður eða til­ finning. Síðan settu þau það bara í okkar hendur að ákveða hvernig við vildum vinna saman og við ákváðum að sýna öll okkar eigin verk. Eftir nokkurra vikna samtal fundum við að það sem við höfð­ um öll áhuga á og gæti verið sterkt þema væri vatnsafl og það hvernig vatn umbreytist og hefur áhrif á umhverfi sitt.“ Að sögn Grahams Wiebe, sem er ungur listamaður frá Kanada, hjálp­ aði það til við að móta hina listrænu sýn hversu snemma listamennirnir hófu samtal sín á milli. Graham: „Við byrjuðum að tala saman um fjórum til fimm mán­ uðum áður en sýningin var opnuð. Sú hugmynd að samstarfi sem við vildum vinna með var að þegar fólk stigi inn í rýmið myndu ákveðin hljóð blandast saman og ákveðin verk eiga í samtali við önnur verk. Við vildum frekar gera það en að skapa eitt stórt verk saman öll fimm.“ Patricia: „Að vinna með öðrum þýðir ekki endilega að maður þurfi að gera sama hlutinn, það getur verið að aðstoða hvert annað við að setja upp verk eða að viðurkenna hvernig verk hinna hafi áhrif á þig. Það hefur gengið mjög vel með þessum hópi og ég er mjög ánægð með að hafa verið pöruð saman við þessa frábæru listamenn.“ Stúdía fyrir vatnsgreftrun Graham gerði nokkur verk fyrir sýninguna, þar á meðal verk sem ber titilinn Study for a Water Burial 2 og samanstendur af tveimur salt­ bergslömpum sem eru settir í svo­ kallaða „ultrasonic“ hreinsivél. Gra­ ham gerði fyrri útgáfu af verkinu í Kanada en hann lenti í þeirri miður skemmtilegu upplifun að vinnu­ stofa hans brann til grunna og svo f læddi inn á vinnustofuna sem hann fékk eftir það. Graham: „Stundum þegar fólk sem er með sterka tengingu við vatn, hafið eða sjóinn deyr, þá er aska þess sett í svokallað saltker. Þessum kerjum er svo hent út í sjó­ inn af báti eða bryggju og svo leys­ ast þau upp í vatninu á um það bil fjórum tímum. Þannig mig langaði að gera eins konar stúdíu fyrir það.“ Að sögn Grahams hermir hreinsi­ vélin eftir hitastigi og titringi hafs­ ins og mun á endanum leysa upp saltbergslampana sem munu leka yfir vélina og niður á gólf sýningar­ rýmisins. Elti gráa litinn Sigrún Hlín gerði tvö verk fyrir sýn­ inguna sem eru bæði gerð úr endur­ unnum efnum. Fyrra verkið ber titil­ inn Taka með og er prjónað úr bandi sem Sigrún spann úr afgangsefnum sem hún fann á vinnustofu sinni. Sigrún Hlín: „Ég er að reyna að elta gráan lit. Ég fékk það smá á heilann hvernig grái liturinn getur geymt hundruð lita í sér og maður sér það ekki fyrr en maður kemur alveg upp að honum. Mótífið kemur úr loft­ myndum sem ég skoðaði í korta sjá Landmælinga Íslands af jökulám sem flétta sig niður eftir jöklum, brjóta landið undir sig og eru fullar af bergi í alls konar litum sem verður síðan að þessum eins leita gráa lit.“ Náttúra Íslands varð kveikja Patricia Carolina er mexíkóskur listamaður og búsett í Noregi. Pat­ ricia stundaði myndlistarnám á Íslandi fyrir nokkrum árum og annað hinna tveggja verka sem hún sýnir á Nýlistasafninu byggir á fyrstu kynnum hennar af íslenskri náttúru. Verkið ber titilinn Wind­ shield Wiper og er stórt veggteppi ofið í vélknúnum vefstól. Patricia: „Ég tók myndina sem kveikti hugmyndina að þessu verki á fyrstu bílferðinni minni hér á Íslandi. Ég var mjög spennt að sjá landslagið og vinur minn leigði bíl til að við gætum farið í bíltúr. Veðrið var hræðilegt en þar sem þetta var fyrsta skiptið mitt á Íslandi var ég hrikalega spennt að fara út. Ég tók fullt af myndum af því sem ég hélt að væri landslagið en eftir á þegar ég skoðaði myndirnar frá ferðinni þá var ómögulegt að sjá eitthvað út úr þeim annað en bílrúðuna og regn­ dropana á glerinu. Mér fannst það þó vera nokkuð skemmtileg leið til að virða fyrir sér landslagið.“ Þau standast ekki tímann er opin í Nýlistasafninu til 25. september næstkomandi. n Umbreytingarferli vatns Eitt af verkum Grahams Wiebe ber titilinn Study for a Water Burial 2. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Graham Wiebe, Sigrún Hlín Sigurðardóttir og Patricia Carolina eru meðal þeirra fimm listamanna sem sýna verk sín á Þau standast ekki tímann í Nýlistasafninu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is tsh@frettabladid.is Borgarleikhúsið stendur fyrir sér­ stöku Umbúðalausu festivali næsta laugardag þar sem áhorfendum gefst tækifæri að sjá allar þrjár sýningarnar sem voru framleiddar í tilraunaverkefninu Umbúðalaust á síðasta leikári á einu kvöldi. Um er að ræða þrjár sýningar; How to make love to a man eftir Toxic Kings, Á vísum stað eftir Slembilukku og FemCon. Umbúða­ laust hlaut verðlaun sem Sproti ársins á Grímunni 2022. Sýning­ arnar hafa allar verið sýndar áður en að sögn Bryndísar Óskar Þ. Ing­ varsdóttur, eins meðlima Slembi­ lukku, koma þær til baka ferskari en nokkru sinni. „Þegar maður nær að geyma sýn­ ingu í svolítinn tíma þá kemur hún ferskari til baka. Það er eitthvað sem ég hef séð í gegnum Covid að þegar maður fær að geyma verkin sín og láta þau malla, þá hefur maður betri yfirsýn þegar maður fer í þau aftur,“ segir hún. Að sögn Bryndísar er ekki um miklar breytingar á verkunum að ræða, þau fá þó betra pláss á Nýja sviði Borgarleikhússins en verkin voru áður sýnd í stúdíói leikhússins á þriðju hæð. „Ég held að sýningarnar eigi það allar sameiginlegt að það er dálítið mikið rými í þeim fyrir persónu­ leika okkar að skína. Við getum alveg breytt setningum og svona eftir stemningunni í salnum.“ Sýningarnar eru allar um það bil klukkutími að lengd en hátíðin hefst klukkan 6 á laugardags­ kvöldið og stendur til sirka 11. Hlé verður gert á milli sýninga þar sem fólki gefst kostur á að kaupa sér veitingar. Sviðslistahópurinn Slembilukka mun sýna nýtt verk sem ber heitið Hvíta tígrisdýrið í byrjun næsta árs í samstarfi við Borgarleikhúsið og kveðst Bryndís vera gífurlega spennt fyrir því. „Við fengum styrk frá Rannís til þess að setja upp ævintýrasýningu og fengum inni í Borgarleikhúsinu. Þannig að Umbúðalaust er að sýna það að verkefninu er að takast að hlúa að yngsta fólkinu okkar,“ segir hún. Er verkefni eins og Umbúðalaust mikilvægt fyrir sviðslistafólk sem er að stíga sín fyrstu skref? „Já, mér finnst það. Það er líka bara svo ótrúlega hollt að fá inni í leikhúsinu þar sem eru til dæmis dramatúrgar sem geta komið og gefið góð ráð. Þannig að maður er ekki aleinn í einhverju litlu rými einhvers staðar úti í bæ að vesenast heldur er maður með smá stuðn­ ingsnet sem er rosalega gott.“ n Heilt kvöld af tilraunaleikhúsi Um er að ræða þrjár sýningar: How to make love to a man eftir Toxic Kings, Á vísum stað eftir Slembilukku og FemCon. MYND/BORGARLEIKHÚSIÐ tsh@frettabladid.is Úkraínski ballettinn Kyiv Grand Ballet er væntanlegur til Íslands í lok nóvember og mun flytja Hnotu­ brjótinn eftir Tsjajkovskíj í Hörpu í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Dansflokkurinn hefur verið á ferðalagi um Evrópu síðastliðna mánuði og haldið sýningar í Svíþjóð og Frakklandi en hann var staddur í Frakklandi þegar Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar á þessu ári. „Það er einstaklega ánægjulegt að geta nú aftur eftir þriggja ára hlé boðið upp á töfrandi ballett­ sýningar í Eldborg. Úkraínski ball­ ettf lokkurinn Kyiv Grand Ballet er skipaður mörgum af skærustu stjörnum ballettsviðsins þar í landi og eru þessar sýningar liður í áframhaldandi stuðningi Hörpu við úkraínska listamenn á þessum erfiðu tímum í heimalandi þeirra. Hnotubrjóturinn er svo hið full­ komna verk fyrir alla fjölskylduna í upphafi aðventu en við veitum ríf legan afslátt af miðaverði fyrir börn,“ segir Svanhildur Konráðs­ dóttir, forstjóri Hörpu. Aðaldansarar sýningarinnar eru þau Anastasia Gurska, aðal­ dansari hjá Þjóðaróperu Úkraínu, og Nicolai Gorodiskii, gestaaðal­ dansari hjá Þjóðaróperu Úkraínu. Listrænn stjórnandi er Alexander Gosachinsky sem hefur stýrt Gos­ Orchestra frá 2016. Hnotubrjóturinn er einn þekkt­ asti ballett heims og tónlist Tsjaj­ kovskíjs meðal þekktustu tónverka tónlistarsögunnar. Boðið verður upp á fjórar sýningar í Hörpu dag­ ana 24., 25. og 26. nóvember. n Kyiv Grand Ballet sýnir í Hörpu Aðaldansarar eru Anastasia Gurska og Nicolai Gorodiskii. 18 Menning 2. september 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 2. september 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.