Fréttablaðið - 02.09.2022, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.09.2022, Blaðsíða 10
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Salan á Íslands- banka snýst um endurtekn- ar tilraunir örfárra manna til að sölsa undir sig eignir og auðlindir þjóðar- innar. Sennilega er VG ekki eini flokk- urinn sem er þarna til að passa að ákveðnir hlutir gerist ekki. Guðmundur Gunnarsson ggunnars @frettabladid.is benediktboas@frettabladid.is Símafólk mætir ekki RÚV ræður leiktíma leiks Íslands og Hvíta-Rússlands. Leikurinn fer fram klukkan 17.30 í dag en þegar þetta er skrifað eru um 3.300 miðar farnir en völlurinn tekur um 10 þúsund manns. Það vantar því sjö þúsund manns til að fylla völlinn. KSÍ auglýsti mikið á samfélagsmiðlum í aðdraganda leiksins en fór ekki hinar hefðbundnu leiðir, að auglýsa í dagblöðum og á öldum ljósvakans. Það er því ekki furða að enginn sé að mæta á leikinn í dag því það er gömul saga og ný að fólk sem lifir sínu lífi í gegnum símann er ekki mikið að borga sig inn á viðburði – þó að það hafi skoðun á ýmsu. Skammið RÚV „Ég held að leiktíminn hafi ekkert með mætingu að segja en þið verðið bara að skamma RÚV,“ sagði Þorsteinn Halldórs- son landsliðsþjálfari á blaða- mannafundi í gær en ástæðan fyrir þessum leiktíma er að RÚV sýnir beint frá tónleikum Sinfó strax eftir fréttir og veður. Aðrir hafa bent á að miðaverð sé ástæðan en það kostar um 2.000 krónur fyrir börn yngri en 16 ára á fínum stað en þúsund kall fyrir verri stað. Fimm manna fjölskylda þarf því að leggja út 14 þúsund krónur ef hún vill sitja á góðum stað. Og á þá allt hitt eftir ef hún vill eiga góðan dag. n Sigurður K. Kolbeinsson ræðir við ýmsa þekkta og óþekkta Íslendinga um lífið og tilveruna og sagðar eru skemmtilega sögur og frásagnir aftur í tímann sem mörgum kunna að þykja skemmilegar. Laugardaga kl. 10.00 www.hotelbokanir.is/lifid-er-lag-hladvarp og á Spotify Kristján L. Möller er næsti gestur hlaðvarpsins. Á fimmta ári stjórnarsamstarfsins er forsvarsfólk ríkisstjórnarflokkanna þriggja hætt að láta eins og markmiðið hafi verið að bjóða þjóðinni upp á hlað- borð af hægri og vinstri pólitík og allt þar á milli, ein- hvers konar brot af því besta. Þetta hefur auðvitað legið fyrir lengi. En einhverjir hagsmunir tengja þessa flokka saman. Sennilega er VG ekki eini flokkurinn sem er þarna til að passa að ákveðnir hlutir gerist ekki, svo vitnað sé í orð vara- formanns flokksins í opnunarræðu hans á flokks- ráðsfundi VG í síðustu viku. Það er alla vega ljóst að núverandi ríkisstjórn spilar ekki sókn. Flokkarnir þrír eru í varnarbandalagi þar sem alið er á hræðslu við breytingar, jafnvel þær sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar kallar eftir. Varnarbandalagið stendur til dæmis dyggan vörð um hagsmuni stórútgerðarinnar og vaxandi ítök hennar í samfélaginu. Passar upp á að kröfu þjóðar- innar um breytingar verði ekki svarað. Það má engan mun sjá á því hvort hægrið, miðjan eða vinstrið hafna af meiri ákefð öllum hugmyndum um að lögmál markaðarins, framboð og eftirspurn, ráði verðinu sem útgerðin greiðir þjóðinni fyrir afnot af sjávar- auðlindinni. Öllum flokkunum þremur virðist henta frekar nakin ríkisafskipti af heilli atvinnugrein þar sem stjórnmálamenn leika sér að því að breyta veiði- gjöldunum eftir hentugheitum. Í heilbrigðis- og velferðarmálum virðist einkafram- takið öllum flokkunum jafn mikil ógn með þeim afleiðingum að biðlistar eftir nauðsynlegri þjónustu eru lengri en nokkurn tímann hafa sést og staðan á Landspítala versnar næstum dag frá degi. Kerfið vex og dafnar við þessar aðstæður. Fögur fyrirheit um aukið samstarf hins opinbera og einka- fyrirtækja verða eins og hvert annað grín þegar veru- leikinn blasir við í formi umfangsmikillar samkeppni ríkisins við fyrirtæki á samkeppnismarkaði án nauð- synlegs aðhalds og gegnsæis. Dæmin eru mun fleiri. Við þurfum ríkisstjórn sem breytir því sem þarf að breyta í þágu almannahagsmuna. Ekki ríkisstjórn sem einsetur sér helst að gera ekki neitt. n Um hvað er varðstaðan Hanna Katrín Friðriksson formaður þing- flokks Viðreisnar Skýrsla Ríkisendurskoðunar mun ekki segja okkur neitt sem skiptir máli um söluna á Íslandsbanka. Það er algjör óþarfi að halda niðri í sér andanum yfir þessari úttekt. Það er að segja ef blessað plaggið verður einhvern tímann tilbúið og Ríkisendurskoðandi hættir að fara mánaðar- villt í dagatalinu. Skýrslan mun útlista það sem mögulega hefði verið hægt að gera pínulítið öðruvísi varðandi framkvæmdina. Á stofnanamáli. Það er allt og sumt. Með öðrum orðum, hún mun ekki inni- halda neitt af því sem Íslandsbankagjörningur- inn raunverulega afhjúpar. Það er nefnilega ekki framkvæmdin við söluna sem skiptir máli, heldur ásetningurinn. Ákvörðunin um að gera þetta með þessum hætti. Sleppum stofnanamálinu. Aðferð lokaðs útboðs var beitt í Íslandsbankamálinu til þess að tryggja að rétta fólk fengi að kaupa. Þess vegna hringdu vel valdir miðlarar í suma en ekki aðra. Þeir sem ákváðu þetta vissu alveg að verð- bréfamiðlararnir myndu hegða sér með þessum hætti. Enda afhjúpar listi yfir kaup- endur, sem er eins og fimmtán ára gamall gestalisti inn á Skuggabarinn, þetta allt saman. Stútfullur af vinum og vandamönnum úr síðasta matarboði. Ásamt miðlurunum sjálfum auðvitað. Þeir allra meðvirkustu hafa verið duglegir við að réttlæta fúskið með því að benda á að þessi aðferð sé þekkt í útlöndum. Það kann að vera. En það er ekki þar með sagt að hún henti í samfélagi sem er svo lítið að því er stýrt af einstaklingum og ráðamönnum sem ýmist gengu saman í skóla eða tengjast fjöl- skylduböndum. Hringur valdsins á Íslandi er of þröngur til að við getum treyst því að lokuð sala á ríkiseign verði ekki misnotuð. Enda átti þessi aðferð aldrei að koma til tals, en varð samt fyrir valinu. Af ákveðinni ástæðu. Þetta bankasölumál snýst ekki um póli tískan skotgrafahernað eða skeytasendingar á milli ráðuneyta. Það snýst heldur ekki um það hver seldi pabba sínum hvað. Salan á Íslandsbanka snýst um endurteknar tilraunir örfárra manna til að sölsa undir sig eignir og auðlindir þjóðarinnar. Þetta mál er enn einn kaflinn í áratugalangri sögu íslenskr- ar sérhagsmunagæslu. Það er stóra myndin sem við eigum að vera að ræða. Meinið sem við eigum að vera að upp- ræta. Skýrsla Ríkisendurskoðunar mun ekki gera neitt fyrir okkur í þeim efnum. n Meinið SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 2. september 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.