Fréttablaðið - 02.09.2022, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 02.09.2022, Blaðsíða 36
Við vorum svolítið eins og Stones og Bítlarnir eða Wham! og Duran. Okkur langaði bara að búa til músík, einhvers konar rokktónlist. Síðan bara svona þróaðist þetta. SSSÓL, eða Síðan skein sól eins og hún hét í upphafi, hélt sína fyrstu tónleika í Hlað- varpanum í lok mars 1987 og fagnar 35 ára afmælinu með stórtónleikum í næsta mán- uði. Jakob Smári bassaleikari segir engu breyta hvoru nafn- inu bandið sé kallað því þetta sé „sama bandið, sömu lögin og sama stemningin“. toti@frettabladid.is SSSÓL telst skuldlaust til farsælustu og langlífustu rokkhljómsveita landsins en hún hélt sína fyrstu tón- leika þar sem Tapasbarinn er núna í lok mars 1987 og er því orðin 35 ára og nokkrum mánuðum betur. „Þetta er svolítið langur tími,“ segir Jakob Smári Magnússon bassa- leikari og bætir aðspurður við að þrátt fyrir aldur og ýmis störf sé mannskapurinn vel gíraður í stór- tónleika í Háskólabíói þann 15. október þar sem afmælinu verði fagnað með þeim stæl sem alltaf hefur einkennt hljómsveitina á sviði. „Það er bara stemning í hópnum. Við erum náttúrlega ekkert að spila mikið saman, upprunalega bandið, þannig að þetta eru bara skemmti- legir endurfundir fyrir okkur og gaman að fagna þessu saman og við ætlum allavegana að skemmta okkur,“ segir Jakob Smári og bætir við að þeir hafi verið svo lengi í bandinu að það sé ekki aðeins hluti af ferli þeirra, heldur lífi og jafnvel sjálfsmynd. Hann segist þó ekki muna nákvæmlega hvernig nafnabreyt- ingin úr Síðan skein sól yfir í SSSÓL kom til en minnist þess að eitt- hvað hafi verið um að fólk skamm- stafaði langt nafnið í SSSÓL og þeir hafi endað með að breyta nafninu formlega. „En þetta er svo sem sama bandið, sömu lögin og sama stemn- ingin.“ Rokkaðir sunnudagsmorgnar SSSÓL er í dag skipuð, auk Jakobs Smára, þeim Helga Björnssyni söngvara og Eyjólfi Jóhannessyni gítarleikara sem allir eru uppruna- legir meðlimir. Ingólfur Sigurðsson er líka enn í sveitinni en hann kom í stað Péturs Grétarssonar sem byrjaði á tromm- um, en venjulega er litið á Helga, Jakob, Eyjólf og Ingólf sem uppruna- lega mynd sveitarinnar þar sem þeir spiluðu á fyrstu plötunni. „Við Helgi vorum saman í Grafík og hættum á sama tíma,“ segir Jakob Smári en nokkru eftir að þeir félagar yfirgáfu Grafík hafði Helgi samband. Þá voru hann og Pétur trommari að spá í að stofna band og vildu fá hann með. „Og á sama tíma vorum ég og Eyjó gítarleikari að tala um að gera eitthvað en við höfðum verið saman í Tappa Tíkar- rassi þannig að þetta small svona. Þarna var komið bassaleikari, gítar- leikari, trommur og söngur.“ Jakob Smári minnist þess að í upphafi hafi sunnudagsmorgnar verið eini tíminn þar sem þeir voru allir lausir fyrir æfingar. „Ekkert rokk í því en við allavegana hitt- umst alltaf á sunnudagsmorgnum og æfðum. Við Eyjó vorum í dag- vinnu og hinir tveir í leikhúsinu. Eiginlega uppteknir öll kvöld og þannig byrjuðum við.“ Óvænt sveitaballaband Síðan skein sól varð fljótlega en að sögn Jakobs nokkuð óvænt öf lug og gríðarvinsæl sveita- ballahljómsveit og Helgi annál- aður fyrir að keyra upp tryllta stemningu. „Hann er rosalega góður í því. Náttúrlega mikill performer og stemningsmaður og ég held að menn hafi séð þetta strax þegar við vorum að halda tónleika. Það var alltaf svona ákveðin stemn- ing og stuð og svo tók þetta bara við næstu árin og við vorum búnir að spila út um allt,“ segir Jakob um innreið þeirra á sveita- ballamarkaðinn. „Sem er svolítið skemmtilegt því að þegar bandið var stofnað, þá var það ekkert hugmyndin. Okkur lang- aði bara að búa til músík, einhvers konar rokktónlist. Síðan bara svona þróaðist þetta,“ heldur hann áfram og rifjar upp að þegar sveitaballa- möguleikinn kom upp hafi hljóm- sveitin fundað sérstaklega. „Er þetta eitthvað sem við ætlum að fara að gera?“ Órafmagnaður útúrdúr Síðan skein sól lagði grunninn að velgengninni með mikilli vinnu og stífu tónleika haldi í félagsmið- stöðvum, skólum og ýmsum tón- leikastöðum borgarinnar fyrstu árin þangað til allt varð brjálað á sveitaböllunum. „Við ák váðum að demba okkur ekki í sveitaböllin strax. Eða ætluðum svo sem ekkert að gera það,“ segir Jakob og bætir við að þeir hafi frekar ákveðið að fara í órafmagnaða hringferð um landið 1989. Ferð sem hann telur með ánægjulegustu hápunktunum á ferlinum sem hafi einnig markað ákveðin þáttaskil. „Þetta var allskonar og ég held að þetta hafi lagt grunninn að því sem að síðar varð vegna þess að við fórum út um allt, lögðum á okkur mikla vinnu og höfðum náttúrlega rosa gaman að þessu. Þannig að svona eins og ég segi, það var lagt upp með allt annað. Svo urðum við svona sveitaballakallar.“ Staðið á skýi Hljómsveitin varð ein sú allra vin- sælasta á landinu og dældi út smell- um á borð við Blautar varir, Geta pabbar ekki grátið, Ég verð að fá að skjóta þig, Halló, ég elska þig, Nótt- in, hún er yndisleg, Ég stend á skýi, Svo marga daga, Síðan hittumst við aftur, Toppurinn, Háspenna, Nos- talgía, Kartöflur, Klikkað, Leyndar- Sssama bandið, sömu lögin og sama stemningin mál, Dísa, Vertu þú sjálfur, Þú ert ekkert betri en ég, Einmana og Lof mér að lifa, svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er í raun miklu meira en maður gerir sér grein fyrir,“ segir Jakob og hefur eftir Ívari Guð- mundssyni, tónlistarpáfa á Bylgj- unni, að hæglega megi telja 32 lög með sveitinni til „hittara“. „Þannig að þetta er slatti enda voru okkar lög uppistaðan af pró- gramminu þegar við vorum að spila á sveitaböllunum. Þau voru næstum því eins og tónleikar eða þannig enda lögðum við líka alltaf svo mikla áherslu á að vera að búa til músík.“ Sálarstríð Sálin hans Jóns míns og fleiri hljóm- sveitir voru einnig frekar til fjörsins á sama tíma og Jakob Smári segir aðspurður að ekki sé hægt að neita því að rígur hafi verið milli band- anna. „Já. Já, já, það var alveg svoleiðis, enda vorum við í samkeppni. Þetta voru Sálin, Sólin, Stjórnin var þarna líka og fleiri bönd eins og Todmo- bile.“ Og Sólin og Sálin voru tveir turnar. „Það var eitthvað svona á milli okkar. Einhver rígur. Við vorum svolítið eins og Stones og Bítlarnir eða Wham! og Duran. Það var svolítið svoleiðis fílingur. Það er ekki hægt að neita því þótt menn séu allir góðir vinir í dag. Þetta var bara einhver stemning.“ Miðasalan á 35 ára afmælistón- leikana í Háskólabíói laugardags- kvöldið 15. október hófst á Tix.is í gær. n Síðan skein sól í upphafi áður en nafnið breyttist í SSSÓL en í raun gildir einu hvort þeirra er notað. Bæði tryggja sama rokkið og stuðið. MYND/AÐSEND Fyrstu plöturnar þrjár dugðu til þess að koma Sólinni á kortið og vel það. 20 Lífið 2. september 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 2. september 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.