Fréttablaðið - 02.09.2022, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 02.09.2022, Blaðsíða 13
KYNN INGARBLAÐ ALLT FÖSTUDAGUR 2. september 2022 Athafnarmaðurinn Nökkvi Fjalar Orrason notar Neubria Focus með frábærum árangri. MYND/AÐSEND Aukin einbeiting eykur lífsgæði Neubria Focus er háþróað bætiefni sem inni- heldur sjö náttúrulegar jurtir auk fjölvítamína sem vinna vel saman með það að markmiði að efla hugræna virkni. 2 Vonandi taka margir spettinn í For- setahlaupinu. MYND/UMFÍ gummi@fréttabladid.is Á morgun verður tilvalinn fjöl- skylduviðburður á Álftanesi en þá verður Forsetahlaupið haldið. Hlaupið er hluti af íþróttaveislu Ungmennafélags Íslands og 100 ára afmælis UMSK en það eru hlaupa- hópar Stjörnunnar og Álftaness sem hafa umsjón með því. Upphitun hefst klukkan 10 en ræst verður í hlaupið við Álftanes- laug. Forsetahlaupið er opið fyrir alla sem hafa gaman af því að taka þátt í íþróttaviðburðum og hver veit nema að Guðni Th. Jóhannes- son, forseti Íslands, bregði sér af Bessastöðum og í hlaupaskóna. Tvær vegalengdir í boði Tvær vegalengdir eru í Forseta- hlaupinu. Annars vegar 5 kíló- metrar þar sem hlaupið er á malbiki, hellulögn og á malarstíg og hins vegar einnar mílu hlaup sem er 1,6 kílómetrar á sléttu undirlagi. Hlaupið verður frá Álftaneslaug að Bessastöðum og þar snúið við og endamarkið verður við laugina. Ýmislegt verður í boði annað en hlaupið sjálft en leikjagarður verður við íþróttamiðstöðina og gestir og gangandi geta fengið grillaðar pylsur. Ræst verður út í míluhlaupið klukkan 10.30 og klukkan 11 í 5 kílómetra hlaupinu. Þátttökugjald er 1.000 krónur í míluhlaupinu og 2.000 krónur í 5 kílómetra hlaupinu. Frítt er fyrir börn og ungmenni 16 ára og yngri. Allir fá svo þátttökuverðlaun að hlaupinu loknu. n Forsetahlaupið á Álftanesi ALOE VERA MELTING & BÓLGUR 85%VIRKTCURCUMIN www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.