Fréttablaðið - 02.09.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.09.2022, Blaðsíða 6
Lilja er augljóslega að stilla sér upp svolítið utan við helstu forystu í ríkisstjórninni, hvort sem það er viljandi eða ómeðvitað. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði Erfitt er að spá fyrir um áhrif umdeildrar skipunar á feril Lilju Alfreðsdóttur, að sögn prófessors, en pólitísk inn- eign ráðherrans hafi rýrnað. Nefnd innan Alþingis mun ræða málið eftir helgi. bth@frettabladid.is STJÓRNMÁL Eiríkur Bergmann, pró- fessor í stjórnmálafræði, segir að skipunarmál Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála, í stöðu þjóðminjavarðar komi ofan í f leiri mál sem hana varði og valdið hafi usla. „Lilja er farin að ganga allverulega á sitt pólitíska kapítal með endur- teknum skipunum fram hjá þeirri reglu að auglýsa beri opinberar stöður,“ segir Eiríkur. Þórunn Sveinbjarnardóttir, for- maður stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar Alþingis, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að á dagskrá fundar nefndarinnar næsta mánu- dag væri kominn liður um ráðn- ingar embættismanna og 36. grein starfsmannalaganna. Augljóst er að ólgan í kringum skipun þjóðminja- varðar er kveikja þeirrar umræðu. Félag fornleifafræðinga hefur sent umboðsmanni Alþingis kvörtun vegna ákvörðunar Lilju. Bætist kvörtunin ofan á hörð viðbrögð úr ýmsum áttum en Lilja hefur varið ákvörðun sína með hæfi Hörpu Þórsdóttur, sem hún skipaði. Eiríkur Bergmann segir erfitt að segja til um hvort mælirinn sé orð- inn fullur. „Ég held að Lilja sé ekki komin í þannig öngstræti að hún þurfi að hrökklast undan, en þetta mál hjálpar henni ekki í því að tryggja sig í sessi,“ segir Eiríkur. „Lilja er augljóslega að stilla sér upp svolítið utan við helstu forystu í ríkisstjórninni, hvort sem það er viljandi eða ómeðvitað. Er það til marks um að hún sé að marka sér sérstaklega stöðu? Maður veit það ekki,“ segir Eiríkur. Þeir sem hafa borið blak af ákvörðun Lilju, þar á meðal sam- ráðherrar í ríkisstjórn, benda á að heimild sé í lögum til að færa til embættismenn samkvæmt 36. greininni. Margir telja að undan- þáguákvæðið eigi ekki við í þessu máli. „Ég held að andi þessara laga sé nokkur skýr. Stöður sem þessar á að auglýsa,“ segir Eiríkur. Prófessorinn bendir á að skipan þjóðminjavarðar sé ekki hefðbund- in tilfærsla líkt og varði sem dæmi flutning fólks milli ráðuneyta. „Þetta er meiri háttar leiðandi staða í íslenskri akademíu og um slíkar stöður gilda almennar reglur. Mér finnst ekki fullnægjandi að rökstyðja svona ákvörðun með því einu að viðkomandi sé hæf,“ segir Eiríkur. „Þetta er ekki spurning um hvort manneskjan sé hæf heldur jafna möguleika fólks á að bjóða fram krafta og vera metið að verðleikum. Aðrir eru rændir möguleika á starf- inu og þar liggur vandinn. Það er aukaatriði hvort sú sem var skipuð sé hæf.“ Stundum má líta þannig á mál að átök um ákvarðanir ráðherra séu heilbrigðismerki, að sögn Eiríks. Um það hvort hætta sé á að Lilja missi traust leiðandi fólks innan menn- ingargeirans sem ráðherra segir Eiríkur erfitt að meta það. Það þurfi ekki að vera slæmt fyrir ráðherra að eiga í ágreiningi við tilteknar stéttir, því almenningur ráði afdrifum stjórnmálamanna en ekki ráðandi stéttir á hverju sviði fyrir sig. n Skipun á þjóðminjaverði fyrir eftirlitsnefnd Alþingis Lilja Alfreðs- dóttir, menn- ingar- og ferða- málaráðherra Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ræðir mál Lilju Alfreðsdóttur á fundi á mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI benediktarnar@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Steinunn Þórðar- dóttir, formaður Læk nafélags Íslands, segir óboðlegt að ríkið semji ekki við lækna á stofum. Í fyrradag rann reglugerð heil- brigðisráðherra um endurgreiðslu vegna þjónustu sérgreinalækna út án endurnýjunar sem olli því að sjúklingar þurftu að greiða þjónustu fullu verði í gærmorgun. Brugðist hefur verið við þessu og reglugerðin framlengd til 31. október. Steinunn segir að þetta sé í þret- tánda skipti sem slík reglugerð sé sett. Það skapi mikla óvissu. „Þetta varpar ljósi á undirliggj- andi vanda, sem er samningsleysi sérfræðilækna á stofum við Sjúkra- tryggingar, sem er nú búið að vara í tæp fjögur ár. Það býður upp á svona klúður að vera alltaf með endur- greiðslureglugerð sem er verið að endurnýja nokkra mánuði í senn, sem á að vera algjört bráðabirgða- úrræði á meðan verið er að semja,“ segir Steinunn. Hvorki hafi gengið né rekið í samningaviðræðum. „Þetta er bara komið gott, þolin- mæði lækna er orðin ansi lítil. Þetta er óboðlegt ástand.“ n Þolinmæði lækna sögð vera á þrotum ninarichter@frettabladid.is TÓNLIST Tónlistarkonan Unnur Sara Eldjárn á og rekur kynningar- stofuna Wrap my Music sem tekur að sér ráðgjöf við markaðssetningu fyrir tónlistarfólk. Hún sagði frá því á Facebook-síðu sinni að TikTok hefði greitt henni fyrir notkun á tónlist, og sagði upphæðina töluvert hærri en þá sem hún fékk frá streymisveitunni YouTube, „þrátt fyrir ágætis spilun þar í hverjum mánuði.“ Hún deilir kvittun frá TikTok þar sem taldar eru 1.833 íslenskar krónur í greiðslu fyrir notkun á tónlist síðustu þrjá mánuði. „Maður hélt að TikTok væri bara frábær auglýsing,“ segir Unnur Sara og bætir við að greiðslan hafi komið mikið á óvart. Hún segist ekki hafa fengið sundurliðun eða upplýsingar um fjölda spilana að baki upphæð- inni, en hún segir að um þúsund myndbönd séu á miðlinum þar sem notast er við hennar tónlist. „Það kom mér á óvart að sjá að ég væri að fá meira frá TikTok en You- Tube og Facebook, sem er líka með Instagram. Á Instagram er ég með 1.500 myndbönd, samt er ég að fá tíkalla þar. Mér finnst það benda til þess að þau borgi betur á TikTok, miðað við þessar upplýsingar.“ n TikTok borgar meira en YouTube Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands Unnur Sara Eldjárn, eigandi Wrap my Music birnadrofn@frettabladid.is REYKJAVÍK Reykjavíkurborg hefur slitið vinaborgarsamstar f i og sagt upp samstarfssamningi við Moskvu, höfuðborg Rússlands. Samstarfssamningurinn á milli borganna hefur verið í gildi frá árinu 2007. Tillaga um slitin var samþykkt einróma á fundi borgarráðs í gær en borgarstjóri átti fund með borgarstjóra Lvív í apríl og sendi- herra Úkraínu á Íslandi í júní þar sem rætt var um að slíta samstarfs- samningnum og vinaborgarsam- starfinu. Borgarstjóri hefur einnig fundað um málið með utanríkisráð- herra sem gerir ekki athugasemdir við tillöguna. Borgarstjórn Reykja- víkur hefur áður fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og lýst samstöðu og stuðningi við fólkið í Úkraínu. Að ráðgjöf borgarlögmanns verð- ur leitað viðbragða borgarstjórnar Moskvu áður en slit, á vinaborgar- samstarfi og ofangreindum samn- ingi, verða formleg. n Fimmtán ára vinasamstarf nú á enda Reykjavík slítur vinasamstarfi við Moskvu. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY 6 Fréttir 2. september 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.