Mosfellingur - 13.01.2022, Side 8
Ingólfur Hrólfsson formaður
s. 855 2085 ihhj@simnet.is
Úlfhildur Geirsdóttir varaformaður
s. 896 5700 bruarholl@simnet.is
Margrét Ólafsdóttir gjaldkeri
s. 863 3359 margretjako@gmail.com
Snjólaug Sigurðardóttir ritari
s. 897 4734 snjolaugsig@simnet.is
Kristbjörg Steingrímsdóttir meðstjórnandi
s. 898 3947 krist2910@gmail.is
Jóhanna B. Magnúsdóttir 1. varamaður
s. 899 0378 hanna@smart.is
Þorsteinn Birgisson 2. varamaður
s. 898 8578 thorsteinn.birgis@gmail.com
StJÓrn FaMoS
Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu
Skrifstofa félagsstarfsins er opin
alla virka daga kl. 13–16. Sími félags-
starfsins er 586-8014. Forstöðumaður
félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ
er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda-
og félagsmálafræðingur, s: 698-0090.
Skrifstofa FaMos á Eirhömrum
er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16.
FélaG aldraðra
í Mosfellsbæ og nágrenni
famos@famos.is
www.famos.is
- Fréttir úr bæjarlífinu8
Gunnar Pétur býður
sig fram í 5. sæti
Gunnar Pétur Haraldsson býður sig
fram í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæð-
isflokksins í Mosfellsbæ sem fram
fer 5. febrúar.
„Mosfellsbær er
í mikill uppbygg-
ingu, og því fylgja
mörg mismun-
andi verkefni og
áskoranir og lang-
ar mig að leggja
mitt af mörkum
til þess að leysa þau verkefni sem
fram undan eru. Ég hef gríðarlega
mikinn metnað og áhuga á félags-
og tómstundamálum en ég vil t.d.
sjá Mosfellsbæ vera með eina bestu
íþróttaaðstöðu landsins. Ég tel mjög
mikilvægt að unga fólkið í bænum
hafi skoðun og rödd þess heyrist en
einnig þarf að passa upp á það að í
Mosó verði áfram best að búa!“
Takmarkanir fram-
lengdar til 2. febrúar
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið
að framlengja óbreyttar gildandi
takmarkanir á samkomum.
Ákvörðun ráðherra byggist á
tillögum sóttvarnalæknis sem telur
nauðsynlegt að takmarka áfram sem
mest útbreiðslu Covid-19 til að verja
heilbrigðiskerfið. Samhliða nýrri
reglugerð um samkomutakmarkanir
hefur ráðherra til hagræðis sett
sérstaka reglugerð um skólastarf,
líkt og gert hefur verið á fyrri stigum
faraldursins. Frá því á Þorláks-
messu hefur 20 manna almenn
samkomutakmörkun verið í gildi
en undanþága verið fyrir 50 manna
sitjandi samkomur. Þá er heimilt
að 200 manns komi saman gegn
framvísun neikvæðs hraðprófs.
Áskorun frá stjórn FaMos
Samkvæmt lögum FaMos skal halda
aðalfund fyrir febrúarlok. Þá skal
kjósa formann, tvo í aðalstjórn og
tvo varamenn. Samkvæmt lögunum
mega formaður og aðalmenn í
stjórn ekki sitja lengur en fjögur
ár. Núverandi formaður og tvær úr
aðalstjórn eru því ekki kjörgeng. Þau
sem vilja gefa kost á sér í stjórn eru
vinsamlegast beðin að tilkynna það
til formanns í tölvupósti (famos@
famos.is) fyrir janúarlok 2022.
Hér er kjörið tækifæri fyrir ykkur öll
sem hafið gaman af félagsmálum og
góðan tíma til að sinna þeim.
Íþóttastarf í ljósi takmarkana
Gleðilegt ár kæru vinir
HEIlSa oG HUGUr
Við ætlum að byrja 17. janúar að
Varmá. Þeir sem eru skráðir þar mæta
í Fellið kl. 10:00. Posi á staðnum.
rInGÓ oG BoCCIa
Byrjar ekki alveg strax og vatnsleik-
fimin er í biðstöðu vegna hámarks-
fjölda í sundlauginni. Sendur verður
út póstur þegar allt annað byrjar.
GÖnGUHÓPUr
Fer af stað miðvikudaginn 19. janúar
kl. 13:00 frá Fellinu/Varmá.
danSlEIKFIMInn
Byrjar í febrúar.
GaMan SaMan
Getur ekki byrjað strax og leikfimin á
Eirhömrum ekki heldur. Annað starf
er í gangi og hvetjum við ykkur kæru
vinir að nýta ykkur það sem í boði er
hverju sinni.
Við minnum á að í öllu starfi okkar
verður að fara eftir þeim sóttvarnar-
reglum sem eru í gildi hverju sinni í
samfélaginu.
Fyrsti Mosfellingur ársins
2022 er drengur sem fæddist
í Björkinni þann 6. janúar
kl. 00:33, fimm dögum
fyrir settan dag. Hann var 14
merkur og 51 cm og foreldrar
hans eru Hrafnhildur Eva
Guðmundsdóttir og Hjalti
Andrés Sigurbjörnsson.
„Fæðingin gekk eins og í
sögu og allt ferlið tók tæpar 6
klukkustundir. Hann fæddist
í vatni og synti beint í fangið
á pabba sínum sem sat við
laugina að styðja mömmuna,“
segja foreldrarnir.
Drengurinn er annað barn
foreldranna en fyrir eiga þau
dótturina Heiðu Margréti
Hjaltadóttur sem verður
fjögurra ára þann 15. febrúar
2022.
Í fjölskylduvænu umhverfi
í nálægð við náttúruna
„Við hlökkum til að ala
hann ásamst systur hans upp
í Mosfellsbæ. Við fluttum í
Tröllateig fyrir rúmu ári því
okkur langaði til þess að búa
í fjölskylduvænu samfélagi
í nágrenni við náttúruna og
fjöllin en ég, Hjalti Andrés,
er frá Kiðafelli í Kjós og
Hrafnhildur Eva ólst upp í
Grafarvogi.
Hér er notalegt að búa, við
höfum gott útsýni yfir Esjuna
og mikið af gönguleiðum
þar sem við erum líka með
íslenska fjárhundinn hana
Heklu og göngum mikið,“
segir Hjalti Andrés.
Drengur fæddist 6. janúar 2022 • Fæðingin gekk eins og í sögu • Fluttu í Mosó fyrir ári
fyrsti mosfellingur ársins
Fjölskyldan í TröllaTeig
M
yn
di
r/
Ra
gg
iÓ
la