Mosfellingur - 13.01.2022, Page 10

Mosfellingur - 13.01.2022, Page 10
 - Mosfellingur ársins10 Mosfellingur ársins 2021 er Elva Björg Pálsdóttir forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ. Elva Björg er tóm- stunda- og félagsmálafræðingur og hóf störf sem leiðbeinandi í handavinnu árið 2010 og tók svo við starfi forstöðumanns 2013 hjá Mosfellsbæ. „Ég er bara mjög snortin, ég átti alls ekki von á þessu,“ segir Elva Björg þegar við tilkynnum henni um nafnbótina. „Ég er fyrst og fremst þakklát og þið eruð að koma mér rosalega á óvart. Þetta er mjög skemmtileg byrjun á árinu og gaman að fá klapp á bakið. Ég vil auðvitað tileinka öllum eldri borgurum í Mosfells- bæ þessa viðurkenningu,“ bætir hún við þegar hún fréttir að undirskriftalistar hafi gengið manna á milli með áskorun um að velja hana Mosfelling ársins. Eldri borgarar eru greinilega mjög ánægðir með hennar störf. Mikilvægt að halda úti starfseminni „Ég finn fyrir þakklæti í mínu starfi á hverjum degi og það eru sannkölluð for- réttindi að vinna með eldri borgurum. Hjá okkur er gleði alla daga og á bakvið hvert andlit býr svo mikil saga sem gaman að er að fræðast um. Það er ekki sjálfgefið að vinna við það sem gefur manni svona mikið í lífinu. Mitt starf er fólgið í því að vera eldra fólkinu innan handar enda er ég fyrst og fremst að vinna fyrir þau. Þau eiga jafnan frumkvæðið að því sem þau vilja gera og í sameiningu setjum við upp skemmtilega dagskrá. Það er auðvitað krefjandi á tímum Covid að halda starfseminni gangandi en við höfum náð að halda okkar striki ótrúlega vel í gegnum þetta allt saman. Stjórnvöld eru líka búin að greina það að mikilvægara sé að halda úti starfsemi þessa aldurshóps en að setja á frost. Tómstundir eru ekki bara fyrir fólk sem vill sitja og prjóna. Það er svo margt hægt að gera og öll viljum við verða gömul og búa okkur vel í haginn.“ Mest stækkandi hópur í heiminum „Við erum með góða aðstöðu hér á Eirhömrum og hefur sveitarfélagið verið okkur hliðhollt. Öryggisíbúðirnar hér eru vinsælar og fólk flyst hingað til að minnka við sig. Gjarnan flyst hingað líka fólk utan af landi. Eldri borgurum fer alltaf fjölgandi og er mest stækkandi hópur í heiminum. Það er og verður því áskorun að láta þjónustuna fylgja með. Starfsemi okkar nær líka langt út fyrir okkar húsakynni því um alla sveit er eldra fólk að hreyfa sig eða stunda einhverja af- þreyingu á vegum félagsstarfsins og félags eldri borgara í Mosfellsbæ og nágrenni. Það eru t.d. hópar í World Class í Lága- fellslaug, að Varmá, Karlar í skúrum og útifjör víðsvegar svo eitthvað sé nefnt. Hreyfing er það langvinsælasta hjá eldra fólkinu í dag enda kynslóðirnar að breytast, fjölbreytnin að aukast og kröfurnar í takt við tímann.“ Skemmtilegt að tilheyra hópi Elva segir mjög mikilvægt að taka vel á móti nýju fólki. „Ég held að það séu 90% líkur á að fólk komi aftur eftir að það kem- ur til okkar í fyrsta skipti. Ég geri engan mannamun og ég trúi því að það sé ágætis kostur sem hjálpi mér í starfi. Samkvæmt skilgreiningunni er félags- starfið miðað við 67 ára og eldri en öllum er tekið fagnandi og Mosfellingar hafa alltaf forgang. Fókinu finnst skemmtilegt að tilheyra einhverjum hópi í staðinn fyrir að gera ekki neitt. Starfið hérna er mjög vel sótt og sýnilegt öllum sem vilja vera með. Það er auðvitað leiðinlegt að þurfa banna hitt og þetta vegna samkomutakmarkana en það birtir til um síðir. Þegar ástandið í þjóðfélaginu var hvað verst hringdum við í alla til að taka stöðuna. Mér finnst þau ekkert hafa stórkostlegar áhyggjur enda öll bólusett og flott. Eldri borgarar í Mosfellsbæ eru bara algjörir snillingar,“ segir Elva Björg að lokum. Mosfellingar geta greinilega hlakkað til að eldast og taka þátt í fjölbreyttu starfi eldri borgara í Mosfellsbæ. Elva Björg Pálsdóttir er Mosfellingur ársins • Félagsstarf eldri borgara vinsælt Sannkölluð forréttindi að vinna með eldri borgurum Elva Björg tekur við viðurkenningunni úr höndum Hilmars Gunnarssonar ritstjóra Mosfellings. Styttan er eftir leirlistakonuna Þóru Sigurþórsdóttur. Mosfellingum gafst kostur á að tilnefna þá sem þeim þóttu verðugir að hljóta nafnbótina Mosfellingur ársins. Fjöldi tilnefninga barst í gegnum heimasíðu blaðsins Mosfellingur.is. Mörg skemmtileg ummæli fylgdu með, eins og sjá má hér að neðan. Elín Anna Gísladóttir - Gegnheill Mosfellingur sem vinnur ötullega að bættum hag allra. Verðugur fulltrúi Mos- fellsbæjar á Alþingi. Stóð sig frábærlega í pontu í fyrstu stefnuræðunni. Páll Líndal - Palli stóð fyrir Palla open í maí til styrktar Reykjadal og Hlaðgerðarkoti. Allur ágóði fór óskiptur til þessara aðila. Vel gert. Jóhann Ingi Jónsson - Valinn knattspyrnudómari ársins. Fékk að dæma marga af stærstu leikjum ársins og endaði á að fá þann stærsta, sjálfan bikarúrslitaleikinn. Andrés á Hrísbrú - Hann er síðasti kúabóndinn í Mosfellssveit og alltaf í góðu skapi. Þóra Sigurþórsdóttir - Þóra hefur verið ein vinsælasta leirlistakonan hér á landi síðustu áratugi. Það eru fáir sem hafa jafn ríkt hugmyndaflug og Þóra og er hennar stíll alveg sér á báti. Haraldur Sverrisson - bæjarstjóri. Fyrir áralanga varðstöðu um hag bæjarbúa. Haraldur hefur haldið vel utan um stjórn bæjarins á góðum og erfiðum tímum í 15 ár. Einar Scheving - Höfðingi sem á skilið nafnbótina fyrir það sem hann leggur á sig fyrir bæinn okkar og þá aðallega má nefna handboltann. Vilhjálmur Þór Matthíasson - Hann er farsæll viðskiptamaður, góður vinnuveitandi, gefur til samfélagsins. Forstjóri Fagverks og Malbikstöðvarinnar. Fjöldi tilneFninga 2012 Greta Salóme Stef- ánsdóttir Ævintýralegt ár hjá söngkonunni sem m.a. keppti fyrir Ísland í Eurovision. 2011 Hanna Símonardóttir Sjálboðaliði hjá Aftureldingu í 14 ár og aðal driffjöðurin í starfi félagsins. 2018 Óskar Vídalín Kristj- ánsson Einn af stofnendum Minningarsjóðs Einars Darra eftir fráfall sonar hans. 2017 Jón Kalman Stefánsson Einn fremsti rithöfundur þjóðarinnar til fjölda ára. Orðaður við Nóbelinn. 2016 Guðni Valur Guðnason Kringlukastari og Ólympíufari sem náði miklum árangri á stuttum tíma. 2015 Sigrún Þ. Geirsdóttir Vann það þrekvirki að verða fyrst íslenskra kvenna til að synda yfir Ermarsundið. 2009 Embla Ágústsdóttir Lætur fötlun ekki stöðva sig í að lifa lífinu. Miðlar af reynslu sinni og lífssýn. 2008 Albert Rútsson Athafnamaður sem opnaði glæsilegt hótel í Mosfellsbæ, Hótel Laxnes. 2007 Jóhann Ingi Guð- bergsson Sundlaugarvörður í Lágafellslaug sem bjargar lífi tveggja ára stúlku. 2006 Hjalti Úrsus Árnason Kraftakarl sem frumsýndi heimildarmyndina um Jón Pál Sigmarsson. 2005 Sigsteinn Pálsson Stórbóndi á Blikastöðum sem fagnaði 100 ára afmæli sínu á árinu. 2014 Jóhanna Elísa Engel- hartsdóttir Snéri við blaðinu og varð fyrsti sigurvegari í Biggest Loser á Íslandi. 2013 Hljómsveitin Kaleo Skaust upp á stjörnuhimininn eftir sína fyrstu plötu og Vor í Vaglaskógi. 2010 Steinþór Hróar Steinþórsson Steindi Jr. slær í gegn með Steindanum okkar og á vinsælasta lag landsins. 2020 Sigmar Vilhjálmsson Breytti Arion í veitingastaðinn Barion og skapaði hverfisstað í Mosó á skrýtnum tímum. 2019 Hilmar Elísson Bjargaði sundlaugargesti sem var við köfun í Lágafellslaug frá drukknun.

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.