Mosfellingur - 13.01.2022, Qupperneq 14
- Fréttir úr bæjarlífinu14
Takk fyrir
sTuðninginn
30 X 50 CM
Félagar í Björgunarsveit-
inni Kyndli þakka bæjar-
búum fyrir stuðninginn
á árinu sem var að líða
og óska þeim velfarnaðar
á nýju ári.
-Kveðja
félagaríKyndli
Þorrablót Aftureldingar hefur verið stærsti
viðburður í skemmtana- og menningarlífi
Mosfellinga mörg undanfarin ár. Mikil
stemming hefur skapast fyrir blótinu og fólk
skemmt sér konunglega og ávallt mikil eftir-
vænting í loftinu þegar þorrinn nálgast.
Á síðasta ári féll þorrablótið niður og nú
er spurning hver staðan er. Rúnar Bragi
Guðlaugsson og Ásgeir Sveinsson hafa ver-
ið forseti og varaforseti þorrablótsnefndar
Aftureldingar undanfarin 13 ár, og hafa þeir
ásamt hópi af öflugu fólki í þorrablótsnefnd
skipulagt þennan vinsæla viðburð allan
þann tíma.
Fleiri plön á teikniborðinu
„Það var mjög leiðinlegt að þurfa að
sleppa blótinu í fyrra og því miður eru blik-
ur á lofti aftur í ár með þorrablótið,“ segja
þeir félagar. „Upphaflegt plan var að halda
þorrablót 22. janúar en nú er útséð með að
það gangi vegna sóttvarnartakmarkana.
Við í nefndinni viljum samt gera allt til
þess að þorrablót verði haldið með ein-
hverju sniði og við erum með plan B, C og
D tilbúið eftir því hvernig staðan í faraldr-
inum þróast.
Plan B er að halda þorrablótið laugar-
daginn 19. febrúar sem er síðasti laug-
ardagur í þorra og yrði það þá með hefð-
bundu sniði.
Plan C er að halda viðburð 26. mars sem
yrði með sams konar sniði og þorrablót, en
öðruvísi mat og þema.
Plan D er að halda viðburð 30. apríl með
sama sniði og hefði verið haldið 26. mars.
Ein stærsta fjáröflun Aftureldingar
„Við finnum fyrir mkilli stemningu fyrir
því að halda lífi í þessum viðburði þó svo
að það þurfi að fresta honum eitthvað
fram á vor og með þessu plani er nefndin
að hugsa í lausnum og koma til móts við
þær fjölmörgu óskir um að halda stóran
styrktarviðburð fyrir Aftureldingu um leið
og færi gefst.
Mosfellingar eru orðnir spenntir fyrir því
að komast á stórt og skemmtilegt djamm,
og svo má ekki gleyma því að þetta er ein
stærsta fjáröflun Aftureldingar á hverju
ári og því mjög slæmt ef þetta fellur niður
annað árið í röð.
Við verðum bara að vona það besta og
við sjálfboðaliðarnir í nefndinni og þeir
fjölmörgu aðrir velunnarar Aftureldingar
sem koma að þessu á hverju ári verðum
tilbúin að setja þetta í gang þegar og ef
aðstæður leyfa.“
Þorrablóti Aftureldingar aftur frestað • Hvenær næst?
Þorrablótsnefndin
með plan A, B, C og D
ásgeir og rúnar bragi fara
fyrir þorrablótsnefndinni
stuð á þorrablóti 2019
Góður svefn í íslenskum
ullarfaðmi eykur vellíðan
Íslenskar ullarsængur
Fáanlegar á Lopidraumur.is
Mæðgur gefa sjúkrabílabangsa
Hrund Jó-
hannesdóttir
og Sigríður
Hanna
dóttir hennar
afhentu á
dögunum
sjúkrabíla-
bangsa á
slökkvistöð-
inni á Skar-
hólabraut á
dögunum. Þetta er þriðja árið í röð sem
þær mæðgur gefa bangsa yfir hátíðarnar.
Fallegt verkefni sem jafnvel hvetur fleiri
til að gera slíkt hiða sama en bangsarnir
geta komið sér vel þegar börn þurfa ferðast
með sjúkrabílum.
hrund og sigríður hanna
vinsælir bangsar