Mosfellingur - 13.01.2022, Side 18

Mosfellingur - 13.01.2022, Side 18
 - Minning um Maríu Guðmunds18 María Guðmundsdóttir vinkona okkar er fallin frá. Hún María var merkileg kona, dugleg, ósérhlífin og hafði alltaf ráð undir rifi hverju. Hjá Maríu voru engin vandamál, bara lausnir og sumar sterkari en aðrar. Nú, þegar María tekur sviðið með trompi á öðrum vígstöðvum, minnumst við hennar með söknuði en einnig gleði. María hefði alls ekki viljað að hennar væri minnst með gráti og gnístran tanna – hún vildi að fólk héldi sönsum og hefði gaman. Eins og Oddur Bjarni Þorkelsson sagði svo eftirminnilega við útför Maríu: „Hún kunni svo sannarlega að leika sér hún María.“ Það er hverju orði sannara. María gekk til liðs við Leikfélag Mosfellssveitar árið 1994. Hún hafði þá nýlokið ævistarfinu sem yfir- hjúkrunarfræðingur á Reykjalundi. Hún kom reynd- ar alls ekki tómhent af reynslu inn í félagið því hún hafði um árabil haft umsjón með alls kyns félagsstarfi og skemmtunum tengdum starfi sínu á Reykjalundi. María lá aldrei á liði sínu, hún gerði nákvæmlega það sem þurfti að gera. Hvort sem um var að ræða smíði leikmyndar, leikrita- og sketsaskrif, stjórnun eða miðasölu var María mætt og leysti málið á einfaldan og átakalausan hátt. Hún sagði það sem henni fannst og færði fyrir því rök. Oftar en ekki urðu tillögur hennar að veruleika. Síðustu tíu árin eða svo var María framkvæmdastjóri Leikfélags Mosfellssveitar. Þar nutu félagsmenn reynslu og þekkingu Maríu félaginu til heilla. María Guðmundsdóttir var löngu orðin landsfræg fyrir hlutverk sín í kvikmyndum, skemmtiþáttum og á sviðinu í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ en það var hennar staður í leiklistinni. Það var alltaf líf og fjör í kringum Maríu, meira að segja í jarðarförinni lét hún kirkjugesti hlæja og það hefði hún svo sannarlega viljað. Alls staðar þar sem María kom minnast vinir hennar sem einstakrar konu, blíðri, ákveðinni, hugdjarfri og ljúfri. Hún gaf meira en hún þáði. Við segjum bless bless (en bara í bili) og tu,tu.  VinirúrLeikfélagiMosfellssveitar inning María Guðmundsdóttir 9. nóvember 1935 - 14. desember 2021

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.