Mosfellingur - 13.01.2022, Page 24
- Mosfellingurinn Jóhannes Vandill Oddsson24
Myndir: Ruth Örnólfsdóttir, Helga Dögg og úr einkasafni.
Jóhannes Vandill átti sér alltaf draum
um að verða bóndi en áhugi hans á
bústörfum, hestamennsku og fisk-
eldi kviknaði á æskuárum hans í Mos-
fellssveitinni. Hann naut þá leiðsagnar
reynslumikilla manna og lagði þar með
drög að lífsbók sinni enda hafa dýrin
aldrei verið langt undan.
Í dag dvelur Jói löngum stundum ásamt
fjölskyldu sinni að Grenjum við Langá í
Borgarfirði en þar hafa þau gert upp
eyðibýli og stunda nú frístundabúskap
með hesta og kindur.
Jóhannes Vandill Oddsson er fæddur á
Reykjalundi 12. júní 1956. Foreldrar hans
eru þau Ragnheiður Jóhannesdóttir hár-
greiðslumeistari og Oddur Ólafsson yfir-
læknir á Reykjalundi og alþingismaður en
þau eru bæði látin.
Jóhannes er yngstur sex systkina, Vífill f.
1937, Ketill f. 1941, Þengill f. 1944, Ólafur
Hergill f. 1946 og Guðríður Steinunn f.
1948.
Alinn upp á Reykjalundi
„Ég var alinn upp á Reykjalundi þar sem
faðir minn var yfirlæknir. Það var mjög
líflegt og skemmtilegt að alast þar upp
umkringdur sjúklingum og fjölskyldum
starfsmanna. Í þá daga var engin leikskóli
heldur léku börn sér saman á svæðinu alla
daga.
Jólin á Reykjalundi eru mér eftirminni-
leg, þá borðuðu allir saman, sjúklingar,
starfsmenn og fjölskyldur, svo var sungið,
spilað og dansað í kringum jólatréð.
Tengslin og samskiptin við sjúklinga á
Reykjalundi voru mikil og lærdómsrík.“
Alltaf nóg að gera í bústörfunum
„Ég var mjög fjörugur sem barn og ungl-
ingur og var oft óþolinmóður, átti það til að
taka sprettinn heim úr skólanum í stað þess
að bíða eftir skólabílnum.
Ég hafði snemma áhuga á dýrum og sótti
mikið á Reyki til Jóns bónda. Það var alltaf
gaman að koma þangað og nóg að gera í
bústörfunum. Ég tók ungur þátt í að slátra
ásamt Binna vinnumanni, sjálfur hafði ég
ekki áhuga á slátruninni, vildi
heldur flýta fyrir þannig að
við kæmumst í hesthúsið og í
útreiðartúr,“ segir Jói og brosir.
„Þarna kviknaði áhuginn minn
á bústörfum og hestamennsku.“
Hef alltaf verið framkvæmdaglaður
„Við félagarnir fórum oft hjólandi upp
að Hafravatni og veiddum þar í vatninu.
Eitt sinn veiddum við bleikjur og bárum í
fötu yfir í Skammadal ofan Reykjalundar og
slepptum þeim þar í litla á. Þarna kviknaði
áhugi minn á ræktun á fiski.
Það má segja að uppvöxturinn og frelsið
í barnæsku hafi mótað mig talsvert, ég hef
alltaf verið framkvæmdaglaður og verið
óhræddur við að fara mínar eigin leiðir í
lífinu.
Foreldrar mínir ferðuðust mikið og á
meðan bjó Eva föðursystir mín á heimili
okkar og hugsaði afar vel um
mig alla barnæskuna. Hún las
mikið fyrir mig og sérstaklega
er mér minnisstæð bókin um
Óla Alexander.“
Hafði taugar til Hafna
„Sumrin á Vopnafirði voru líka skemmti-
leg en þar dvaldi ég með fjölskyldunni
meðal annars þegar sprengt var fyrir laxa-
stiga í Selá og seiði flutt milli landshluta
á vörubíl. Þar með var lagður grunnur að
einni bestu og fallegustu laxveiðiá landsins
en á framkvæmdatímanum bjuggum við
m.a. í sundlauginni í Selárdal.
Faðir minn hafði miklar taugar til Hafna
þar sem hann var fæddur og uppalinn. Það
voru ófáar ferðirnar sem við fórum þangað
til að heimsækja fólk, taka á móti bátum á
leið í land og njóta náttúrunnar.“
Stofnaði eigið
fyrirtæki
Jóhannes gekk í
Varmárskóla og Brúar-
landsskóla sem barn og
síðar í Lindargötuskóla
og lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð.
„Mér líkaði almennt
vel á skólagöngu minni
og eignaðist marga góða
vini og félaga. Stundaði
íþróttir af kappi, m.a.
knattspyrnu, fimleika
og hóf síðar hesta-
mennsku.
Ég stofnaði snemma
mitt eigið fyrirtæki, Hafnarsand s.f. sem ég
hef starfrækt í áratugi. Sinnti þar verkefnum
í sandsölu, vegagerð og við nýbyggingar. Ég
sérhæfði mig í gerð keppnisvalla og vann
við lagningu yfirborðsefnis í reiðhallir. Ég
hef sinnt verkefnum um allt land en þó
mestmegnis á höfuðborgarsvæðinu.“
Fluttu í Hamraborgina
Eiginkona Jóhannesar er Þóra Arnheiður
Sigmundsdóttir fyrrv. bankastarfsmaður.
Þau eiga tvær dætur, Ragnheiði f. 1975,
maki hennar er Sigurjón Gunnlaugsson,
þau eiga tvö börn, Þóru Maríu og Sindra.
Hrafnhildur f. 1982, maki hennar er Jógvan
Hansen, þau eiga tvö börn, Jóhannes Ara
og Ásu Maríu.
„Við Þóra byggðum okkar fyrsta húsnæði
í smáíbúðahverfinu í Reykjavík og svo
hesthús í Mosfellssveit en byggðum síðan
á kunnuglegum slóðum í Grenibyggð, ná-
lægt Reykjalundi. Árið 1996 fluttum við svo
í Hamraborgina, hús foreldra minna sem
þau byggðu á sínum tíma og þar búum við
enn. Í kringum Hamraborgina gróðursett-
um við pabbi fjölda trjáa sem standa enn í
dag. Hér er alveg dásamlegt að vera,“ segir
Jói um leið og hann sýnir mér allan gróð-
urinn í kringum húsið.
Farið víða á hestbaki
„Við fjölskyldan höfum verið dugleg að
ferðast saman bæði hérlendis og erlendis,
fara í hestaferðir og stunda laxveiðar. Við
höfum ferðast mikið á hestbaki með góðu
fólki vítt og breitt um Ísland ásamt því að
fara í hestaferð á Ítalíu.
Ógleymanlegar eru trússferðir án vélknú-
inna ökutækja á hálendi Íslands, í kringum
jökla og óbyggðir á Vestfjörðum. Á sumrin
stundum við laxveiðar við Langá og Selá,
þar sem fjölskyldan á íverustaði. Í gegnum
tíðina hef ég haft áhuga á og prófað ýmis
konar ræktun m.a. kálfa-, anda-, fjár- og
hrossaræktun.“
Bústörfin veita mér ómælda gleði
„Í 20 ár hef ég starfað við veiðivörslu við
Langá í Borgarfirði á sumrin en það hentaði
vel með vinnu, frístundabúskap, hrossa-
ræktun og áhugamálum okkar.
Okkar annað heimili er Grenjar við
Langá í Borgarfirði, í dag er ég frístunda-
bóndi með 20 hesta og um 100 kindur og
líkar það vel, við dveljum þarna löngum
stundum. Við gerðum upp gamlan bæ sem
var kominn í eyði og höfum nýlega lokið við
að byggja skemmu. Bústörfin taka mikinn
tíma en þau veita mér ómælda gleði ásamt
samveru með fjölskyldu og vinum.
Ég horfi bjartsýnn og jákvæður til ársins
2022, þrátt fyrir Covid-ástandið. Næg eru
verkefnin í sveitinni og við Hamraborgina
en mitt stærsta verkefni akkúrat núna
er að ná betri heilsu en ég hef barist við
krabbamein síðastliðin 5 ár með hléum.
Við skulum vona að þetta sé allt á uppleið,
við krossum fingur alla vega,“ segir Jói og
brosir er við kveðjumst.
Jólin á Reykjalundi eru eft-
irminnileg, þá borðuðu allir
saman, sjúklingar, starfsmenn og
fjölskyldur, svo var sungið, spilað
og dansað í kringum jólatréð.
Fjölskyldan: Hrafnhildur, Jógvan, Þóra María, Jóhannes, Þóra Arnheiður,
Jóhannes, Sigurjón, Sindri, Ragnheiður og Ása María.
MOSFELLINGURINN
Eftir Ruth Örnólfsdóttur
ruth@mosfellingur.is
Frelsið í æsku mótaði mig
Jóhannes Vandill Oddsson verktaki og bóndi segir bústörfin veita sér ómælda gleði
þriggja ára jói, þóra og salka
á löngufjörum
HIN HLIÐIN
Uppáhaldsveitingahús? Fjárhúsið.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú
yrðir stór? Dýralæknir og bóndi.
Hvar líður þér best?
Í Mosó og á Grenjum.
Hvaða freistingar stenst þú ekki?
Góðan mat, eins og kótelettur í raspi.
Áttu eitthvert gælunafn? Jói Odds.
Hvað keyptir þú síðast fyrir heimilið?
Eldhúsinnréttingu.
Fallegasti staður í Mosfellsbæ?
Hamraborg.
Óvenjulegasta lífsreynslan? Þegar ég
fór í hestaferð í Ölpunum á Ítalíu þar sem
riðið var á íslenskum hestum.