Mosfellingur - 13.01.2022, Side 28

Mosfellingur - 13.01.2022, Side 28
 - Aðsendar greinar28 Á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæj- ar 8. desember sl. var samþykkt að vinna að og undirrita viljayfirlýs- ingu milli bæjarins og Veitna ohf. um jarðhitagarð í Reykjahverfi. Málið hafði verið í undirbúningi um nokkurt skeið og á sér góðar og gildar sögulegar forsendur sem hér verður gerð grein fyrir í stuttu máli. Vatn er heitt Tvö lághitasvæði eru í Mosfellsbæ, í Reykjahverfi og Mosfellsdal. Á fyrri öldum þótti það enginn sérstakur kostur að hafa sjóðheita hveri í sínu nágrenni, þar var að vísu hægt að baka brauð en Íslendinga skorti verkþekkingu til að fullnýta vatnið, til dæmis til húshitunar. Í jarðabók frá byrjun 18. aldar er aðeins getið um heitt vatn á einni bújörð í Mosfellshreppi, í Hlaðgerð- arkoti í Mosfellsdal, þar segir stutt og lag- gott: „Vatn er heitt.“ Ekki verður séð hvort sá jarðhiti sé talinn til búdrýginda eða ekki. Flestir hverirnir og laugarnar í Mosfellssveit voru of heitar til að hægt væri nýta þær til baða, þó er Reykjalaug nefnd í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá 18. öld, Reykjalaug var hlaðin baðlaug og er leifar hennar að finna undir akveginum heim að Reykjum. Heita vatnið breytti Íslandi Á 20. öld eygði framfarasinnað fólk óþrjótandi möguleika í virkjun jarðhitans, til húshitunar, baða og ylræktar. Jarðhitinn var virkjaður, bæði í Reykjahverfi og Mos- fellsdal, og vatninu dælt til höfuðborgar- innar - eða eins og Halldór Laxness orðar það í Innansveitarkroniku: „Vatnið var leitt suður í víðum bunustokkum með þeim árángri að slík ókjör af sjóðheitu baðvatni koma á hvert nef í Reykja- víkurborg að annað eins er óþekt á jörðinni nema í Petrópavlofsk á Kamsjötku.” Heita vatnið gjörbreytti Reykja- vík og jarðhitinn hefur haft stór- kostleg áhrif á allt samfélagið. „Bunustokkarnir” eru að vísu ekki sýnilegir lengur en enn streymir vatn í stórum stíl til borgarinnar. Reyndar er lítill hluti af gamla stokknum varðveittur á sínum stað, við veitingahúsið Barion í mið- bæ Mosfellsbæjar. Dælustöðin á Reykjum (neðan við Reykjalund) er enn í notkun en ekki lengur opin fyrir gesti líkt og hún var um langt skeið, þar er ekki lengur boðið upp á volgan sopa úr borholu 13. Gerum söguna sýnilega Eins og hér hefur verið rakið tengist virkjunarsaga Reykjavíkur okkur Mosfell- ingum náið og það eru gildar ástæður til að halda henni á lofti, bæði fyrir samtímafólk og komandi kynslóðir. Þess vegna hugsa Mosfellsbær og Veitur ohf. sér til hreyfings í þessum efnum, í því samhengi er horft til landspildu við Reyki, hún er í eigu Veitna ohf. og notuð sem snúningsreitur fyrir al- menningsvagna. Þarna eru miklir mögu- leikar til að gera þessari merku sögu góð skil, um leið verður jarðhitagarðurinn til prýði fyrir umhverfið. Vaxandi umferð al- mennings er um þetta svæði; þarna hefjast og enda fjallgöngur um nágrennið, meðal annars á Reykjaborg og að Bjarnarvatni. Fegrum umhverfið og gerum söguna sýnilega. Bjarki Bjarnason, forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar. Heitavatnsleiðslan til Reykjavíkur var einangruð með reiðingi og hænsnaneti. Jarðhitagarður Gleðilegt nýtt ár kæru Mosfellingar. Gengið er í garð enn eitt kosn- ingaárið og að þessu sinni eru það bæjarstjórnarkosningar sem haldn- ar verða í maímánuði. Fram undan eru frjóir og skemmtilegir tímar þar sem stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram í bæjarstjórnarkosningunum ydda stefnu sína og ákveða hvaða málefni skuli leggja höfuðáherslu á í kosn- ingabaráttunni. Við í Samfylkingunni leggjum mikla áherslu á að stefnumótun framboðsins fari fram í breiðu og opnu samtali við flokks- menn og annað stuðningsfólk jafnaðar- stefnunnar. Þess vegna er núna akkúrat tækifærið fyrir áhugasamt félagshyggju- fólk að koma og taka þátt í samræðum og ákvörðunum fyrir kosningarnar í vor. Málefnin sem eru undir í sveitarstjórn- armálum eru af ýmsum toga en eiga það langflest sameiginlegt að snerta líf fjöl- skyldnanna í bænum með beinum hætti. Þar getum við nefnt leik- og grunnskóla, húsnæðismál, ýmsa þjónustu fyrir eldri borgara, skipulagsmál í nærumhverfinu og þjónustu við fatlað fólk svo snert sé á nokkrum stórum málaflokkum. Til að bærinn okkar þróist og eflist á jákvæðan hátt er nauðsynlegt að raddir íbú- anna heyrist og á þær sé hlustað. Ekki bara fyrir kosningar heldur alltaf. Ef þú lesandi góður hefur áhuga á að taka þátt í mótun og þróun bæjarins okkar og ert félagshyggjumegin í litrófi stjórnmálanna þá er gott tæki- færi núna á næstu mánuðum að mæta til leiks hjá okkur og taka þátt í skemmtilegu og frjóu flokksstarfi með góðum hópi jafn- aðarfólks. Ég hvet allt félagshyggjufólk sem hefur áhuga á að leggja sínar hugmyndir og úr- lausnir inn í umræðuna um betra samfélag að kíkja til okkar í Samfylkingunni – jafn- aðarmannaflokki Íslands, fylgjast með fundarboðum á Facebooksíðunni okkar, Samfylkingin í Mosfellsbæ, og mæta í opið hús á laugardagsmorgnum í félagsheimili okkar að Þverholti 3. Einnig má senda á mig fyrirspurnir á póstfangið erna@lagafell.com og það má hringja í mig í síma 8694116. Erna Björg Baldursdóttir, formaður Samfylkingarinnar i Mosfellsbæ. Viltu hafa áhrif? – Taktu þátt! Fyrstu dagar janúarmánaðar ein- kennast gjarnan af góðum fyrir- heitum: fólk kappkostar að lofa sjálfu sér og öðrum að gera meira af sumu og minna af öðru, að verða betri en síðast. Þessu athæfi svipar mjög til síðustu vikna fyrir kosningar, þegar flokkar og fram- boðslistar lofa öllu fögru. Áramótaheit og kosningaloforð eru að sjálfsögðu hið besta mál, séu þau sett fram af einlægni og viðkomandi ætli sér að vinna að þeim. Þau þurfa jafnframt að vera raun- hæf og byggjast á staðreyndum. Eitt af „áramótaheitum“ Sjálfstæðis- flokksins hér í bænum var að losa Mos- fellinga við urðunarstaðinn í Álfsnesi, fyrir lok árs 2020. Sumarið 2020 var ljóst að ekki myndi verða af þeirri lokun og skrifuðu fulltrúar sveitarfélaganna á höfuðborgar- svæðinu undir nýjan viðauka við eigenda- samkomulag SORPU þar sem kveðið var á um að skarpt yrði dregið úr urðun sorps og henni alfarið hætt í árslok 2023. Strax í sept- ember 2020, tveimur mánuðum eftir undir- skrift viðaukans, var magn urðaðs úrgangs komið yfir 80.000 tonn, samanborið við þau 79.000 sem gert var ráð fyrir að urðuð yrðu í heild sinni á árinu. Samkvæmt nýútkom- inni ársskýrslu SORPU fyrir árið 2020 var heildarmagn móttekins úrgangs á urðun- arstaðinn 177.000 tonn, þar af 105.255 tonn í urðun eða rúmum 30% meira en gert var ráð fyrir á því ári. Svipaða sögu er að segja fyrir árið 2021, í október var magn í urðun komið yfir 89.000 tonn en leyfilegt magn fyrir allt árið sam- kvæmt viðauka við eigendasamkomulagið átti að vera 55.000 tonn. Ein af aðgerðunum sem nefndar eru í viðauka til að minnka urðun var lokun Gýmis haustið 2020. Bæjarstjóri Mosfells- bæjar hrósaði sérstaklega sigri varðandi lokun „stærsta klósetts norðan Alpafjalla“, eins og hann kaus sjálfur að kalla Gými. Vert er að minnast þess að þessi yfir- byggða móttaka á lyktarsterkum úrgangi, Gýmir, var sett upp nokkrum árum áður fyrir tilstuðlan Mosfellsbæjar sem liður í baráttu við lyktarmengun frá urðunarstaðnum. Undirritaður spurði á fundi bæjarstjórn- ar í lok september 2020 hvað gera ætti við þann úrgang sem farið hafði í Gými fram að því, t.d. sláturúrgang frá alifuglabúum í Mosfellsbæ. Bæði bæjarstjórinn og fulltrúi bæjarins í stjórn SORPU til margra ára, bæjarfulltrúinn Kolbrún Þorsteinsdóttir, fullyrtu að hann myndi fara í Gas- og jarð- gerðarstöð fyrir árslok 2020. Í árslok 2020 var reyndar ekki búið að setja upp í GAJA þann búnað sem þurfti til þess að taka á móti sláturúrgangi og hefur mér vitanlega enn ekki verið gert. Móttaka á slíkum úr- gangi er þar að auki ekki heimil samkvæmt gildandi starfsleyfi GAJA. Það er gott að setja sér markmið en þau verða að vera raunhæf og viðeigandi. Það er ekki nóg að segjast ætla að loka urðun- arstaðnum. Ábyrgð sveitarfélaga á með- höndlun úrgangs, bæði gagnvart íbúum og atvinnulífi, hverfur ekki við að segja það. Sorpmál eru flókin en þau skipta okkur öll miklu máli bæði út frá fjárhagslegu og umhverfislegu sjónarmiði. Áramótaheit okkar, Vina Mosfellsbæjar, er að halda áfram að hafa áhuga á þessum málaflokki, að stuðla að yfirvegaðri umræðu sem bygg- ist á staðreyndum, Mosfellingum og öðrum íbúum höfuðborgarsvæðisins til heilla. Michele Rebora Aðalmaður Vina Mosfellsbæjar í umhverfisnefnd Áramótaheit og svikin loforð Á líðandi kjörtímabili hef ég sinnt fjölmörgum skemmtilegum og krefjandi störfum í farsælum og sterkum meirihluta D- og V-lista í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Ég sækist nú eftir umboði til að sinna þessum störfum áfram og leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir komandi sveit- arstjórnarkosningar. Ég er formaður bæjarráðs, bæjarfulltrúi, formaður skipulagsnefndar, hef setið í stjórn strætó BS, samstarfsnefnd skíða- svæða og sit einnig í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins. Það gengur vel í bænum, ánægja íbúa mælist í hæstu hæðum ár eftir ár, bærinn blómstrar og dafnar og það er eftirsótt að flytja í Mosfellsbæ. Látum verkin tala Mosfellsbær stendur vel fjárhagslega, þökk sé ábyrgri fjárhagsstjórn undanfarinna ára og þrátt fyrir mikið tekjufall vegna Cov- id-19 hafa framkvæmdir í Mosfellsbæ aldrei verið meiri, bæði nýframkvæmdir, viðhald og endurnýjun eigna. Þessi uppbygging mun halda áfram næstu misseri og ár. Álögur á íbúa hafa verið lækkaðar, m.a. fasteignaskattar á íbúða- og atvinnuhús- næði, álögur á barnafólk hafa lækkað veru- lega m.a. vegna 25% lækkunar leikskóla- gjalda á kjörtímabilinu og ungbarnadeildir hafa verið opnaðar á leikskólum, þannig að nú fá flest 12 mánaða börn í Mosfellsbæ dagvistarpláss. Skólamálin eru einn allra mikilvægasti þáttur í samfélagi okkar, mikil áhersla hefur verið lögð á þau af meirihlutanum á þessu kjörtímabili í Mosfellsbæ og mun ný menntastefna Mosfellsbæjar styrkja þá faglegu vinnu enn frekar. Skipulagsmálin eru á fullri ferð og upp- bygging í Mosfellsbæ heldur áfram. Bær- inn okkar mun halda áfram að stækka en ég mun standa vörð um að sérkenni Mos- fellsbæjar „sveit í borg“ muni halda sér. Lögð verður áhersla á grænar og vistvænar áherslur og að við pössum vel upp á náttúruna allt í kringum okkur. Lýðheilsa fyrir alla aldurshópa Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag með Aftureldingu sem hornstein í okkar frábæra íþrótta- og útivistarbæ. Ég mun áfram leggja mikla áherslu á aðstöðumál og að stutt verði áfram duglega við íþrótta- félögin og við lýðheilsumál fyrir fólk á öllum aldri. Eldri borgurum fer hratt fjölg- andi og á líðandi kjörtímabili hefur verið lögð mikil áhersla að mínu frumkvæði á lýðheilsumál eldri borgara í Mosfellsbæ. Úrval af fjölbreyttri skipulagðri hreyfingu hefur aukist verulega fyrir þann aldurshóp að minni tilstuðlan. Sterk forysta skiptir máli Margar af mínum áherslum fyrir síðustu kosningar fengu góðan hljómgrunn og urðu að verkefnum sem hafa verið eða eru í framkvæmd á þessu kjörtímabili. Ég hef brennandi áhuga á velferð Mosfellsbæjar og Mosfellinga og ég læt verkin tala. Víð- tæk reynsla mín og þekking sem stjórnandi og leiðtogi í viðskiptalífinu, starf mitt sem formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi auk reynslu af mannauðs- og félagsmálum hafa reynst mér vel í minni vinnu í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og munu gera áfram. Ég er stoltur af því að vera hluti af kraft- miklum, vinnusömum hópi bæjarfulltrúa í meirihluta D- og V-lista sem hefur staðið að þessari vinnu ásamt frábæru starfsfólki Mosfellsbæjar, bæði í stjórnsýslunni og úti í stofnunum bæjarins. Ég hlakka til að halda áfram að sinna þessum verkefnum það sem eftir er þessa kjörtímabils og á næsta kjörtímabili. Þess vegna býð ég mig fram í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri 5. febrúar næstkomandi og treysti á þinn stuðning. Ásgeir Sveinsson. Frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Gerum gott betra

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.